Allt með kaffibragði er gott og ég stend og fell með því. Þessa dagana er framboð á bollum í hámarki enda örstutt í bolludaginn. Þessi klassíska með sultu, rjóma og súkkulaðiglassúr á alltaf sinn sess á mínu heimili en svo er gaman að leika sér að allskonar fyllingum sem passa í klassísku vatnsdeigsbollurnar. Hérna útbjó...
Recipe Tag: <span>karamella</span>
Vanillu Kremkex terta með eplafyllingu og karamellukremi
Klassíska góða Kremkexið sem við öll þekkjum er dásamlegt eitt og sér með góðu kaffi en það er einnig hægt að nota það í bakstur eins og ég geri hér. Þetta er haustleg og ljómandi góð terta sem sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er. Hún er ekki flókin en það þarf smá natni...
Rice Krispies kaka með karamellu, þeyttum rjóma og ferskum jarðaberjum
Strákarnir mínir elska þessa köku en þessi uppskrift er sjúklega einföld og því tilvalin fyrir litla bakara.
Silkimjúk hafrakaka með kókos- og pekanhnetukaramellu
Þessi kaka sem er upprunarlega af Food52 þaut strax á topplistann enda einföld og ólýsanlega góð!
Pönnukökur með piparkökukaramellu og pekanhnetu krókant
Þetta er líklega eitt það allra rosalegasta sem hefur komið úr mínu eldhúsi. Það er best að gera karamelluna fyrst og hana má gera með góðum fyrirvara. Eins er pekanhnetu krókantið eitthvað sem geymist vel og hægt gera með góðum fyrirvara líka. Þessar pönnukökur eru dásamlegar á jóla bröns borðið en einnig frábær eftirréttur en...
Ensk döðlukaka með dökkri karamellusósu og þeyttum hafrarjóma
Þessi kaka er af enskum uppruna og yfirleitt kölluð “búðingur” en hún er mjög létt í sér og hefur áberandi karamellukeim. Það tekur enga stund að gera hana og hentar fullkomlega sem eftirréttur, í saumaklúbbinn eða jafnvel á vegan jólahlaðborðið. Nóg af döðlum, karamellu og dúnmjúkum þeyttum hafrarjóma. Þið verðið að prófa!
Mjúk karamellu skúffa með flöffí karamellusmjörkremi
Allt með karamellu er gott. Ef það hefur farið framhjá einhverjum þá er ég mjög mikill aðdáandi alls sem karamella er í. Þessi kaka er sannarlega engin undantekning. Það er einfalt að skella í hana og engin flókin hráefni eða aðferð. Og það er alveg ljóst að skúffukökur þurfa alls ekki að vera súkkulaðibotn og...
Vegan mini pavlovur með karamellu, þeyttum hafrarjóma og berjum
Hvort sem þú velur að sneiða hjá dýraafurðum eða ert með ofnæmi eða óþol þá eru þessar vegan pavlovur svarið við marengs ástinni. Þær eru léttar, stökkar og Oatly hafrarjóminn gerir þær svo djúsí. Með ferskum berjum og vegan karamellusósu er þetta hinn fullkomni sumareftirréttur. Marengsinn er úr aquafaba eða kjúklingabaunasafa og lykilatriðið er að...
Banoffee marengsbomba á þremum hæðum
Ein af mínum uppáhalds kökum eða eftirréttum er Banoffee pie. Það er dásamleg blanda af kexbotni, karamellu, þeyttum rjóma, bönunum og smá rifið súkkulaði á toppinn. Mig langaði að prófa að gera einhvers konar marengsútgáfu af því og heppnaðist hún ótrúlega vel. Passar sérlega vel á veisluborðið og nú þegar páskarnir eru framundan og fermingar...
Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes
Stökkar og “chewy” Dumle smákökur
Þessar smákökur innihalda fá hráefni og eru einfaldar í gerð. Krakkar hafa gaman að því að gera þessar.
Himneskir hafrabitar með karamellusúkkulaði
Við höfum nú oft rætt það að allt sem bakað er með höfrum er gott! Og það toppar fátt hafrabakstur með viðbættu súkkulaði. Þessir bitar eru algjörlega himneskir og ekki erfitt að útbúa þá. Ég nota ferkantað form sem er 20x20cm en þannig finnst mér ég fá sem jafnasta bita. Súkkulaðið sem ég nota í...
Vegan karamellukaka með kókosrjóma og súkkulaðisósu
Þessi kaka þarfnast smá undirbúnings en er svo mikið þess virði.
- 1
- 2