Þessir klattar eru alveg ótrúlega bragðgóðir, einfaldir og fljótlegir. Allt í einni skál, óþarfi að kæla deigið og baksturstíminn er stuttur. Þeir eru vegan og henta því öllum sem forðast dýraafurðir og þeim sem eru annað hvort með mjólkur- eða eggjaofnæmi. Bragðlausa kókosolían frá Rapunzel er ótrúlega fjölhæf og hentar jafn vel í bakstur, hvort...
Recipe Tag: <span>smákökur</span>
Danskar mokkakökur með ljósu súkkulaði og söxuðum heslihnetum
Grunnurinn af þessum dásamlegu kökum er uppskrift af klassískum dönskum smjörkökum sem mörg okkar þekkja í ljósri útgáfu. Þessi útgáfa er jafn silkimjúk en með dásamlegu mokkabragði, þar sem kakóið frá Nóa Síríus og kaffi leika aðalhlutverkið. Ég dýfi þeim svo í hvítt súkkulaði en það er einnig himneskt að nota rjómasúkkulaði eða jafnvel Karamellu...
Fullkomnar amerískar smákökur pakkaðar af súkkulaði
Þessar dásamlegu smákökur eru að mínu mati algjörlega fullkomnar og alveg eins og súkkulaðibitakökur eiga að vera. Stökkar að utan en mjúkar að innan. Með því að blanda saman rjómasúkkulaðinu með karamellukurlinu og íslenska sjávarsaltinu með 70% súkkulaðinu næst dásamlegt jafnvægi og bragðið verður algjörlega ómótstæðilegt. Uppskriftin er alveg mátulega stór en það er lítið...
Smákökur í páskabúningi með súkkulaði, haframjöli og hnetusmjöri
Uppskriftin er frekar stór en hún gerir um 50 stk.
Súkkulaði kladdsmákökur með Dumle fyllingu
Í þessa uppskrift notaði ég hátíðarútgáfuna af Dumle sem er með myntusúkkulaði og gerir smákökurnar enn hátíðlegri. Þið getið að sjálfsögðu notað hinar klassísku Dumle karamellur.
Smákökur með pekanhnetum, dökku súkkulaði og sjávarsalti
Þessar kökur eru algjörlega ómótstæðilegar. Í þeim er leynihráefni sem gerir þær ótrúlega mjúkar að innan. Ég nota í þær kókos og möndlusmjörið frá Rapunzel sem gefur einstakt bragð og áferð.
Stökkar og “chewy” Dumle smákökur
Þessar smákökur innihalda fá hráefni og eru einfaldar í gerð. Krakkar hafa gaman að því að gera þessar.
Smákökur með karamellusúkkulaði og vanillukornum
Vá, þessar eru bara þær allra bestu smákökur sem ég hef gert og þær kláruðust á núlleinni. Ég hafði aldrei prófað áður að nota kókosolíu í smákökur en mun svo sannarlega gera það héðan í frá. Áferðin er fullkomin og minna á subwaykökurnar en bara miklu betri. Stökkar að utan en mjúkar að innan. Karamellusúkkulaðið...
- 1
- 2