Það er fátt hátíðlegra en sörur. Við þekkjum þessar klassísku með möndlubotninum, súkkulaði og kaffi kreminu og hjúpað dásamlegu suðusúkkulaði. Þær eru sí vinsælar og á mörgum heimilum taka fjölskyldur sig saman og baka þær í sameiningu. Það er smá handavinna að útbúa sörur en útkoman er sannarlega þess virði. Þessar eru tilbrigði við...
Recipe Tag: <span>veisla</span>
Silkimjúkt súkkulaðitart með pistasíum, hindberjum & rifsberjum
Í tilefni af alþjóðlega súkkulaðideginum þann 13. september er einstaklega viðeigandi að útbúa gott súkkulaðitart og nota til þess almennilegt súkkulaði. Það er sérlega mikilvægt að nota hágæða súkkulaði og það í dekkri kantinum. Ég nota 45% suðusúkkulaði ásamt 70% súkkulaði frá Nóa Síríus. Uppskriftin er einföld og það tekur í sjálfu sér ekki langan...
Sumarleg hindberjaskyrterta með kremkexbotni, sítrónu og lime
Ef einhver eftirréttur eða kaka kemur með sólina þá er það þessi. Bragðgóð og fersk og passar sérlega vel á hvaða veisluborð sem er. Hindberin passa sérlega vel með sítrónu og lime og leynivopnið er klárlega hið klassíska kremkex frá Frón sem við þekkjum öll. Það passar einstaklega vel í ostaköku og skyrkökubotna eins og...
Frönsk pippsúkkulaðikaka með piparmyntukremi
Þessi kaka er löngu orðin klassík á mínu heimili enda miklir Pipp aðdáendur. Þetta er auðvitað í grunninn klassíska franska súkkulaðikakan sem við þekkjum flest en með smá tvisti. Ýmsar útgáfur af slíkum kökum og tertum eru til en þessi er mín uppáhalds. Hún er ægilega einföld og hægt að gera hana með fyrirvara þar...
Ljúffengar & litríkar vegan bruschettur á tvenna vegu
Bruschettur eru sérlega einfaldar í gerð og hægt að útbúa þær á fjölbreytta vegu. Það er hægt að aðlaga þær að smekk hvers og eins og lítið mál að vegan væða þær. Hér er ég með klassískt baguette brauð sem ég sker skáhallt í sneiðar. Ristaðar á grillpönnu með gæða ólífuolíu og toppaðar með tveimur...
Fyllt páskalæri með döðlum, trönuberjum og camembert
Á mörgum heimilum er hefð fyrir því að bera fram lambalæri á páskum. Þessi útgáfa er án efa mín uppáhalds. Fyllt úrbeinað læri frá KEA með camembert, döðlum og trönuberjum er algjörlega framúrskarandi í páskamatarboðið. Hér ber ég það fram með prosecco bættri skógarsveppasósu, hvítlauks kartöflumús og ofnbökuðum ferskum aspas. Lærið er sérstaklega meyrt og...
Litlar ostakökur í glasi með súkkulaðikexi, jarðaberjum og vanillu
Ég elska svona litla deserta í glösum, alltaf svo góðir, einfalt að gera og fallegt að bera fram. Þessi desert er vegan og glútenlaus, þvílík bragðsprengja og hentar flestum. Ég gerði hér kexmylsnu úr Nairn’s glútenlausa súkkulaðikexinu og útbjó vanillu “ostaköku” blöndu úr dásamlegu Oatly vörunum. Toppað með ferskum jarðarberjum og útkoman er ferskur og...
Veisluísbomba með brownie botni
Nú hefur Emmessís kynnt til leiks nýjan meðlim í rjómaísafjölskylduna. Ísinn ber heitið Veisluís og er gæddur unaðslegum grænum eplum, kanil og gómsætu kökukurli sem leikur um bragðlaukana.
Haustjógúrt kaka með bláberjum & heimagerðu hafrakexi
Það eru nánast eins og jólin séu komin þegar Gríska haustjógúrtin frá Örnu kemur í verslanir í lok sumars. Þvílíkur lúxus sem þessi jógúrt er og bragðið er himneskt. Það liggur auðvitað beinast við að gera góða jógúrt köku þegar hún kemur og bjóða upp á í fyrsta saumó haustsins. Ótrúlega auðvelt að gera og...
Íslenskar pönnukökur með jarðarberjafyllingu og ferskum jarðarberjum
Rjómafylltar pönnukökur hafa verið bornar á borð af íslenskum húsmæðrum í tugi ára, ef ekki yfir öld bara. Það eru allskonar útgáfur til en jafnan eru þær fylltar með þeyttum rjóma og sultu og brotnar saman. Þessi útgáfa er aðeins önnur en heldur þó í sín íslensku einkenni. Klassískar íslenskar pönnukökur en nú með jarðarberjafyllingu...
Fljótleg súkkulaðikaka með súkkulaðirjómaglassúr
Það má nota olíu í stað smjörs og vatn í staðin fyrir mjólk. Bæði gott en mér finnst þessi snilld.
Ómótstæðilegar snickers muffins
Látið krukkuna af kókosolíu í heitt vatn til að fá hana í fljótandi formi. Í stað þess að gera súkkulaði má bræða súkkulaði og setja yfir.