Ó, þessi tvenna er alltaf svo sumarleg og góð. Hindber og sítrónur bera með sér sumarlegan blæ og eiga svo undurvel saman í kökum. Þessi marmarakaka er líka jafn falleg og hún er góð. Með einföldum hindberjaglassúr verður hún algjörlega fullkomin. Eitt af því sem gerir hana svo mjúka og bragðgóða er þykka ab mjólkin...
Author: Avista (Avist Digital)
Asísk núðlusúpa með gyoza og grænmeti
Það er fátt betra en heit og bragðmikil núðlusúpa, svo ég tali nú ekki um ef hún er toppuð með bragðgóðum dumplings. Ég hef verið að nota Itsu dumplings undanfarið og þeir passa alveg fullkomlega með þessari dásamlegu súpu. Ótrúlega auðvelt að hita þá upp og bragðast eins og af besta veitingastað, ótrúlegt en satt!...
Tikka Masala fiðrilda kjúklingur
Ég hef alltaf verið mjög hrifin af öllum indverskum mat og finnst fátt betra en að dúlla mér með allskonar krydd, marineringar og góð hráefni. Stundum er þó ansi mikið að gera og get ekki gefið mér tíma í að standa yfir pottum og pönnum. Þvílíki lúxusinn sem það er að geta gripið í tilbúnar...
Bragðarefs marengsbomba með nóa kroppi og jarðarberjum
Já nú er komið að almennilegri marengsbombu og þessi er ein af þeim rosalegri. Grunnurinn af henni er gömul fjölskylduuppskrift sem mamma og amma ábyggilega líka gerðu fyrir öll afmæli hér áður fyrr. Ég breytti henni aðeins og hugmyndin var þessi klassíski bragðarefur sem margir fá sér, kókosbollur, jarðarber og nóakropp. Eða er ég bara...
Unaðslegt Dalgona Ískaffi
Dalgona iskaffi er það allra heitasta á internetinu um þessar mundir en það er ótrúlega einfalt að græja, tekur enga stund og er alveg ótrúlega gott. Ég nota hér Oatly lífræna haframjólk en mér finnst hún svo góð og frískandi. Ég nota einnig fíngerðan hrásykur en hann er að mínu mati bragðbetri en venjulegur...
Trylltir kornflexbitar með hnetusmjöri og súkkulaði
Þessir sælgætisbitar slá allt út. Ég gerði þá fyrst fyrir mörgum árum síðan og í hvert sinn sem ég geri þá klárast þeir upp til agna. Þá skiptir ekki máli hvort það sé fyrir afmæli, saumaklúbb, föstudagskaffi í vinnunni eða bara fyrir okkur heima að njóta. Ótrúlega einfaldir í gerð og tilvalið að gera með...
Himneskir vegan dumplings með brokkolí og hýðishrísgrjónum
Þessa dagana er ég með algjört æði fyrir Gyosa eða dumplings eins og þetta heitir líka. Ég hef ekkert gott íslenskt nafn yfir þetta svo ég sletti bara og held mig við “dumplings”. Itsu framleiðir alveg sérstaklega gott dumplings sem hægt er að kaupa frosið og ég fullyrði að þetta er alveg á pari við...
Gratíneruð ýsa með bragðmikilli fetaostssósu
Gratíneraðir fiskréttir hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Góð sósa er auðvitað lykilatriði og bráðinn osturinn til þess að toppa allt. Þessi réttur er reglulega góður og alls ekki flókinn í gerð. Fullkominn fyrir alla fjölskylduna og uppskriftin er stór svo það er jafnvel hægt að frysta afgangana til að eiga síðar eða...
Heitur Parma-Brie með pekanhnetu- og vínberjasalati
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes
Vegan kjúklingabaunabollur með chili snakki
Ég er mjög hrifin af öllu sem kjúklingabaunir eru í og þessar bollur eru engin undantekning. Númer eitt, tvö og þrjú myndi ég segja að væru falafel bollur en þessar eru alls ekki síðri. Ég nota í þær Eat real snakk sem er dásamlegt eitt og sér eða dýft í góðan hummus (sem við erum...

















