Fyrir 4
Author: Avista (Avist Digital)
Enskar rúsínuskonsur & lemon curd
Það er eitthvað svo breskt og fallegt við skonsur og lemon curd. Alveg fullkomið að bera þetta fram með góðu tei síðdegis á rigningardegi. Eða sólskinsdegi, eða bara alla daga? Þetta lemon curd er einfalt í gerð en það þarf smá natni við upphitunina, ef það er ekki gætt að hitastigin gætum við endað með...
Kjúklinga- brauðsalat með fetaosti, vínberjum og karrý
Ertu komin/n með leið á túnfiskssalati og rækjusalati? Elskar samt majó og djúsí brauðsalöt? Þetta er alveg fullkomið salat á brauð og einfalt og fljótlegt í gerð. Kjúklingur og karrí er auðvitað sígild tvenna en að viðbættum vínberjum, maís og fetaosti í samfloti með majónesi og grískri jógúrt verða til einhverjir töfrar. Ég nota kjöt...
Gyoza dumplings með bestu sósu í heimi
Itsu eru japanskir veitingastaðir sem þekktir eru fyrir fljótlegan og ferskan mat. Þeir bjóða meðal annars upp á gyoza sem eru japanskir dumplings en það eru nokkurs konar “koddar” gerðir úr deigi fylltir með ólíkum fyllingum. Itsu er nú farnir að selja þessa dásamlegu dumplings í matvöruverslunum og nú loksins fáanlegir á Íslandi. Ég nota...
Vorleg jógúrtterta með jarðarberjamauki og berjum
Þessi terta er algerlega himnesk þó ég segi sjálf frá og slær alltaf í gegn. Hún er alveg ótrúlega bragðgóð og fersk og sómir sér vel á hvaða veisluborði sem er. Í botnana nota ég jarðarberjajógúrt frá Örnu og gefur það botnunum alveg sérstaklega gott bragð og verða mjög mjúkir. Ég skreyti hana venjulega með...
Tælenskt núðlusalat í hnetusmjörsósu
Hér er tilvalið að nýta þar sem er til í ísskápnum hverju sinni. Gott að bæta við kjúklingi, nautakjöti eða risarækjum.
Teriyaki kjúklingur með hvítlauk og engiferi
Þessir bráðeinföldu kjúklingaleggir eru alveg ótrúlega bragðgóðir og fullorðnir jafnt sem börn þykja þeir góðir. Ég mæli með því að bera þá fram með hrísgrjónum og jafnvel einföldu salati. Einnig er hægt að sjóða aðeins marineringuna og bera fram sem sósu. Ég segi að hann sé fljótlegur því vinnan í kringum þetta og aðaltíminn fer...
Naan pizza með tandoori kjúklingabaunum og grænmeti
Ég er alltaf að reyna að auka neyslu á grænmetisréttum en það er auðvitað algert skilyrði að þeir séu bragðmiklir og jafnvel smá djúsí. Það skemmir alls ekki fyrir ef það er fljótlegt að útbúa réttinn. Þessi er einn af þeim. Bragðgott tilbúið naanbrauð frá Pataks í grunninn sem búið er að hlaða á mozzarellaosti,...
Skinkupasta sem slær alltaf í gegn
Í þennan rétt er tilvalið að nota það sem til er í ísskápnum hverju sinni.
Ostaslaufur sem svíkja engan
Ostaslaufur er eitt það brauðmeti sem hefur verið hvað vinsælast í bakaríum landsins um árabil. Og svo auðvitað í brauðbörum í matvöruverslunum. Verst bara hvað þær eru í raun dýrar! Málið er að það er ekkert mál að gera þær heima og geyma svo í frystinum fyrir krakkana. Alveg gráupplagt að taka með í nesti...
Granóla með hlynsírópi og pekanhnetum
Að gera sitt eigið granóla er ótrúlega auðvelt og að sjálfsögðu alltaf miklu betra en það sem við kaupum í búðinni. Það er hægt að leika sér með innihald, taka eitthvað út og bæta í ef maður er með góðan grunn. Þessi uppskrift er auðveld en auk þess er hún vegan og lífræn svo hún...
Smjördeigssnúðar með grænu pestói og kryddfeta
Þessir snúðar eru alveg ótrúlega einfaldir og lygilega góðir. Þeir eru fullkominn fingramatur og henta því vel á veisluborðið. Þetta eru ekki nema 4 hráefni sem þarf að kaupa og eru tilbúnir á örskotsstundu. Færsla unnin af Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu á Bolungarvík

















