Drykkurinn er einstaklega ljúfur þó hann sé gerður með búrbon, berin, áferðin, sítrónusafinn og viskíið spila hér saman í ljúffenga samblöndu. Við mælum með Michter's bourbon í þennan en hægt er að gera hann með hvaða bourbon sem er.
Recipe Category: <span>Drykkir</span>
Heilsuskot með engifer, túrmerik og cayenne
Hér má leika sér með uppskriftina og bæta við gulrótum, ananas, mangó eða það sem hugurinn girnist hverju sinni.
Frosin mangó margaríta
Það er fátt sumarlegra en frosnir kokkteilar eða margarítur. Tekíla og límónur koma oftast við sögu þegar kemur að margarítum en hérna er ég með ljóst romm, mangó og sítrónur. Sérlega góð blanda og virkilega fersk. Mér til aðstoðar nota ég My smoothie með Mangó og það kemur virkilega á óvart. Ég gríp þessa drykki...
Vítamínbomba – orkusafi með rauðrófum og gulrótum
Safarnir frá Beutelsbacher eru algjörlega í uppáhaldi á mínu heimili og mig langaði að gefa ykkur “uppskrift” af mínum uppáhalds drykk. Þetta eru bara 3 hráefni og svosem engin uppskrift. Ég gríp í þennan þegar ég er eitthvað óróleg í maganum og jafnvel smá bjúguð. Hann gefur góða orku og því þarf glasið ekkert að...
109 Ólafsson – Ferskur ginkokkteill með sítrónu og engifer
Ólafsson er besta gin í heimi. Vissulega mín skoðun en margra annarra einnig. Það er margverðlaunað þrátt fyrir að hafa verið á markaði í einungis rúmt ár. Ég drakk semsagt ekki gin fyrr en ég smakkaði Ólafsson. Það segir nú ansi margt er það ekki? Ginið er nefnt eftir Eggerti Ólafssyni skáldi og náttúrufræðingi sem...
Bláberjabomba með chia og möndlusmjöri
Það er svo gott að blanda sér smá búst í hádegismat eða sem millimál. Það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé næg næring í svona skyrbústi og það er svo sannarlega nóg af henni hér. Dásamlega góða bláberjaskyrið frá Örnu ásamt bláberjum, hindberjum, chiafræjum og möndlusmjöri gerir þetta einfalda búst að sannkallaðri bombu.
Heitt súkkulaði með hafrarjóma og myntu
Nú er kuldaboli aldeilis farinn að bíta í kinnarnar. Hvað er betra en að koma inn úr kuldanum og skella beint í rjúkandi heitt súkkulaði? Fátt ef þú spyrð mig og það er alls ekki verra ef það er myntusúkkulaði! Þetta heita súkkulaði er alveg ótrúlega einfalt og inniheldur einungis 3 innihaldsefni. Lífræna haframjólk, lífrænan...
Jarðarberjaþeytingur með eplum og engifer
Þegar ég kaupi mér safa eða þeyting á slíkum samloku/safa stöðum fer ég alltaf í jarðarberja þema. Það er eitthvað við blöndu af jarðarberjum, eplum og engiferi sem ég fæ hreinlega ekki nóg af. Það er hrikalega auðvelt að græja útgáfu af svona söfum heima en þá nota ég t.d jarðarberja My Smoothie og bæti...
Sumarlegur mangó þeytingur
Er ekki komið sumar annars? Það þarf allavega ekki mikið meira en þennan dásamlega sólskinsþeyting til þess að koma sér í sumargír. Dásamlega ferskur og svalandi og hentar vel sem millimál eða bara þegar mann langar í eitthvað kalt og gott. Beutelsbacher safarnir eru lífrænir og vegan, framleiddir úr hágæða óerfðabreyttum hráefnum og stenst þar...
Unaðslegt Dalgona Ískaffi
Dalgona iskaffi er það allra heitasta á internetinu um þessar mundir en það er ótrúlega einfalt að græja, tekur enga stund og er alveg ótrúlega gott. Ég nota hér Oatly lífræna haframjólk en mér finnst hún svo góð og frískandi. Ég nota einnig fíngerðan hrásykur en hann er að mínu mati bragðbetri en venjulegur...
LAKK
Þessi “kokteill” slær alltaf í gegn því hann er öðruvísi og skemmtilegur, en það er að sjálfsögðu hægt að nota hann sem eftirrétt líka. Lakkrísduftið fékk ég í Epal, en ég notaði FINE út í soðna vatnið og svo grófa lakkrísinn sem skraut. Ég bar þetta fram í iittala rauðvínsglösum en það má að sjálfsögðu...
Súkkulaði Möndlumjólk
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Himneska Hollustu en þær vörur fást í öllum helstu Krónu verslunum, Nettó, Fjarðarkaup og fleiri stöðum. Döðlurnar frá þeim eru mjúkar, ólíkt mörgum öðrum döðlum og þær því frábærar þegar maður vill hafa þær í eins litlum bitum eins og mögulegt er...
Bleikur búbblukokteill
Macchiato ískaffi með karamellusósu
Nei sko namm! Svona gúrm karamelluískaffi fær maður nú yfirleitt á góðum kaffihúsum, en það sem fæstir vita er að það er lítið mál að gera gott karamellukaffi heima og spara sér bæði ferðina og skildinginn.