Algjörlega frábær kjúklingaréttur sem er nýtt uppáhald fjölskyldunnar!
Recipe Category: <span>Fljótlegt</span>
Einfalt Rigatoni með grænu pestói, ólífum og sólþurrkuðum tómötum
Rigatoni pasta finnst mér alltaf svo skemmtilegt að bera fram þar sem það er ekki alveg í laginu eins og það sem við erum vön að kaupa. Það dregur vel í sig góðar sósur og hér er ég með græna vegan pestóið frá Sacla sem er alveg framúrskarandi gott í pastarétti. Að viðbættum grænum og...
Bragðmikil pizza með hvítlauks risarækjum og sterkum ítölskum osti
Þessi bragðmikla pizza er algjörlega fullkomin eftir góða vinnuviku. Hún er einföld en samt fáguð og hráefnin fá að njóta sín í botn. Pizzasósan er einungis plómutómatar sem eru bragðbættir eru með sjávarsalti og klassíski Pizzaosturinn frá MS leikur stórt hlutverk ásamt Sterku ítölsku ostablöndunni sem nýlega kom í verslanir. Toppað með snöggsteiktum risarækjum sem...
Cappuccino skyrskál með granóla, jarðarberjum og súkkulaði
Skyrskálar hafa verið mjög vinsælar undanfarin misseri og skal engan undra. Þetta er bráðhollur, næringarríkur og fjölbreyttur matur sem hægt er að aðlaga að hverjum og einum. Þessi skyrskál á sér systur á vinsælum skyrbar og er sú skál líklega ein af mínum uppáhalds. Hún er svolítið fullorðins, með töluverðu magni af kaffi en þá...
Litlar ostakökur í glasi með súkkulaðikexi, jarðaberjum og vanillu
Ég elska svona litla deserta í glösum, alltaf svo góðir, einfalt að gera og fallegt að bera fram. Þessi desert er vegan og glútenlaus, þvílík bragðsprengja og hentar flestum. Ég gerði hér kexmylsnu úr Nairn’s glútenlausa súkkulaðikexinu og útbjó vanillu “ostaköku” blöndu úr dásamlegu Oatly vörunum. Toppað með ferskum jarðarberjum og útkoman er ferskur og...
Kjúklingarétturinn sem ber upp bónorðið
Þessi réttur sem kallast "Viltu giftast mér?" er einfaldur og ótrúlega bragðgóður!
Ljúffengar enskar skonsur með vanilluskyri og súkkulaði
Enskar skonsur hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér og iðulega set ég rúsínur og sítrónubörk í þær en súkkulaði skonsur eru einnig í miklu uppáhaldi. Mig langaði að prófa að nota vanilluskyr í staðinn fyrir mjólkina og ég verð bara að segja það sló svo sannarlega í gegn. Þær verða alveg einstaklega mjúkar og...
Næringarrík skyrskál með berjum, chia, hampfræjum og möndlusmjöri
Skyrskálar eru alveg framúrskarandi morgunverður eða jafnvel hádegis- eða kvöldverður. Það er hægt að setja hvað sem er saman við og ofan á, allt eftir smekk hvers og eins. Þessi skyrskál er í einfaldari kantinum en grunnurinn er einungis hreint skyr frá Örnu, með viðbættu örlitlu af sykurlausu hlynsírópi og chia fræjum. Ofan á setti...
Heilsuskot með engifer, túrmerik og cayenne
Hér má leika sér með uppskriftina og bæta við gulrótum, ananas, mangó eða það sem hugurinn girnist hverju sinni.
Jólakryddhneturnar hennar Eddu
Ég þykist vita að margir hafi smakkað ristaðar möndlur sem seldar eru erlendis að vetrarlagi á götum úti. Á liðnum árum hafa þær einnig verið til sölu í miðbæ Reykjavíkur í desember. Þessar hnetur eru í svipuðum dúr. Jólalegar hnetur. Kanill og engifer er svo dásamlegt krydd í ýmis konar jólagóðgæti. Ég set hneturnar í fallega krús með slaufu og gef í jólagjafir. Það er gott að gefa þeim gjafir sem eyðast sem eiga allt. Sælla er að gefa en þiggja.