Galette bökur geta verið allavega og þessi er ein af þeim einfaldari. Hér er hún í dásamlegri vegan útgáfu og bragðmikil eplin eru krydduð með kanil og kardimommum. Það er fljótlegt að útbúa þessa böku og uppskriftin inniheldur ekki mörg eða flókin hráefni. Botninn er alveg einstaklega góður, “flaky” og stökkur án þess að verða...
Recipe Category: <span>Fljótlegt</span>
Ensk döðlukaka með dökkri karamellusósu og þeyttum hafrarjóma
Þessi kaka er af enskum uppruna og yfirleitt kölluð “búðingur” en hún er mjög létt í sér og hefur áberandi karamellukeim. Það tekur enga stund að gera hana og hentar fullkomlega sem eftirréttur, í saumaklúbbinn eða jafnvel á vegan jólahlaðborðið. Nóg af döðlum, karamellu og dúnmjúkum þeyttum hafrarjóma. Þið verðið að prófa!
Mjúkir kanilbitar með sólblómafræjum
Í þessum haustlægðum sem eru farnar að dynja á okkur er fátt betra að hygge sig með volgri köku. Jafnvel rjúkandi heitu kaffi og kertaljósum með. Þessi kaka er í senn mjúk, með góðu kanilbragði og sólblómafræin koma ótrúlega á óvart. Það þarf ekkert krem á hana, í einfaldleika sínum er hún fullkomin eins og...
Bragðmiklar og einfaldar Madras naan snittur
Þessar snittur eru ofur einfaldar en jafnframt mjög bragðgóðar og smart á veisluborðið. Þær henta grænmetisætum vel þar sem þær innihalda ekkert kjöt. Við styttum okkur leið með dásamlegu Patak’s naan brauðunum og kryddmauki frá Patak’s. Þessar verðið þið að prófa!
Sykurlaus berjasulta að hætti Tobbu
Þessa sykurlausu sultu notum við á gríska jógúrtið okkar á Granólabarnum og til að sæta ostakökur og hitt og þetta. Sósan er líka æðisleg volg út á ís eða berjapæ.
Tapasveisla að hætti Evu Maríu
Ég elska að dunda mér í eldhúsinu og finnst ákveðin hugarró við að búa til eitthvað gómsætt og fallegt úr skemmtilegum hráefnum. Er mjög dugleg að elda alls konar mat. Lífið er einfaldlega of stutt til að borða leiðinlegan mat þó svo að við fjölskyldum borðum alveg líka soðin fisk… ...
Gerlaust heilhveitibrauð með höfrum og sesam
Þetta brauð er alveg ótrúlega einfalt og það þarf ekkert annað en innihaldsefnin, skál og sleif. Enga hrærivél og ekkert að hefa. Dásamlegt að bjóða upp á þetta brauð í helgar morgunmatinn og passar einnig vel í nestisboxin. Það er vel hægt að frysta það og taka út sneiðar eftir þörfum og hita upp í...
Fljótleg vegan súkkulaðimús með þeyttum hafrarjóma
Þessi er ansi langt frá gamla pakkabúðingnum sem við þekkjum mörg en hann er ekki mikið flóknari samt! Örfá hráefni og smá tími er allt sem þarf. Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að gera með chia fræjum og haframjólk nefnilega. Svo styttum við okkur enn leið og notum súkkulaði haframjólk, hversu mikil snilld!...
Snittur með heitum rjómaosti, skinku og ferskri steinselju
Þetta er réttur sem auðvelt er að gera og vekur svo mikla lukku hjá öllum aldurshópum. Ykkur er óhætt að tvöfalda þessa uppskrift.
Vítamínbomba – orkusafi með rauðrófum og gulrótum
Safarnir frá Beutelsbacher eru algjörlega í uppáhaldi á mínu heimili og mig langaði að gefa ykkur “uppskrift” af mínum uppáhalds drykk. Þetta eru bara 3 hráefni og svosem engin uppskrift. Ég gríp í þennan þegar ég er eitthvað óróleg í maganum og jafnvel smá bjúguð. Hann gefur góða orku og því þarf glasið ekkert að...