Þessi pastaréttur er alveg ótrúlega fljótlegur og einfaldur. Hann er 100% vegan en meira að segja mestu kjötæturnar elska hann. Ég nota í hann vegan pylsur, nóg af grænmeti og sósan er gerð úr dásamlega Oatly smurostinum. Fullkominn hversdags en samt geggjaður í matarboð!
Recipe Category: <span>Grænmetisréttir</span>
Grillaðar vefjur með falafel og tyrkneskri shawarma sósu
Það sem ég er spennt fyrir þessum rétti! Ótrúlega einfalt, ferskt og gott. Hér nota ég tilbúnar falafel bollur til að stytta mér leið en ef þið hafið metnað í að gera þær frá grunni er það auðvitað en betra! Ég gæti borðað þessar vefjur í öll mál og mögulega gerist ég sek um...
Tahini ídýfa með steinselju og hvítlauk
Mig vantaði einhverja fullkomna ídýfu með Eat Real hummus snakkinu. Einhverja með mið austurlenskum blæ en langaði samt ekki beint í hummus. Þá var nærtækast að skella í þessa dásamlegu tahini ídýfu. Einföld og fljótleg og passar virkilega vel með þessu snakki. Sé líka fyrir mér að það sé gott að setja ídýfuna í vefjur...
Tófú heilhveitinúðlur með hoisin chili sósu
Mikið er nú aldeilis gott að fá aðeins hvíld frá hátíðargúmmelaði svona í desember. Á þriðjudegi er sérlega gott að skella í einn góðan grænmetis núðlurétt líkt og þennan. Einfaldur réttur en alveg sérlega bragðgóður. Þessi aðferð við að elda tófú er líklega ein af mínum uppáhalds en með þessu verður það stökkara og bragðbetra...
Sætkartöflu gnocchi með ricotta og parmesan
Hér er á ferðinni skemmtileg útgáfa að hinum vinsæla rétti gnocchi þar sem við notum sætar kartöflur í stað hinna hefðbundu. Klikkar ekki.
Indverskar kjúklingabringur með grilluðu grænmeti og basmati
Á dögunum fékk ég að gjöf fjölsuðupott frá Ninja. Sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að ég hef sjaldan notað eitt heimilistæki eins mikið og þetta. Þessi pottur sameinar nokkur tæki og það er ansi fátt sem er ekki hægt að gera í honum. Reyndar eru þetta í heild 8 stillingar og hægt...
Litrík Taco skál með rauðum linsum og avocado
Það er alveg sérstaklega hentugt að eiga nóg af linsubaunum í skápunum. Þær eru bráðhollar og næringarríkar auk þess að vera ódýr matur. Hérna er ég með þær í taco búningi og henta prýðilega í svona taco skál eða jafnvel vefjur eða taco skeljar. Það má alveg breyta eða skipta út kryddum og hafa það...
Bragðmikil sætkartöflusúpa með hvítlauk og límónu
Já íslenska sumarið! Það er nú ekki alltaf tuttugu gráður og heiðskírt, því miður! Á köldum sumarkvöldum þegar við förum að skella okkur í föðurlandið, flíspeysuna og buffið og langar í eitthvað heitt og notalegt að borða í fortjaldinu, kallar þessi á mann. Það er hægt að gera hana fyrirfram og setja í brúsa eða...
Asískt núðlusalat með teriyaki dressingu
Þegar við höfum bara korter til að græja kvöldmatinn og langar að hafa hann í léttari kantinum er þessi uppskrift nákvæmlega það sem við þurfum. Tekur mjög stuttan tíma og er létt í maga. Núðlurnar frá Blue dragon taka bara 4 mínútur að hita í sjóðandi vatni og jafnvel er hægt að hella sjóðandi vatni...
Bragðmikill BBQ svartbaunaborgari
Þessir borgarar eru ótrúlega einfaldir og bragðgóðir. Það skemmir svo auðvitað ekki fyrir að þeir eru bráðhollir og vegan án þess að gefa nokkuð eftir í djúsíheitum. Ég notaði hummus snakkið með tómat og basilbragði frá Eat real, það er alveg ótrúlega gott bindiefni í vegan bollur og borgara og gefur alveg sérstaklega gott bragð....
Himneskir vegan dumplings með brokkolí og hýðishrísgrjónum
Þessa dagana er ég með algjört æði fyrir Gyosa eða dumplings eins og þetta heitir líka. Ég hef ekkert gott íslenskt nafn yfir þetta svo ég sletti bara og held mig við “dumplings”. Itsu framleiðir alveg sérstaklega gott dumplings sem hægt er að kaupa frosið og ég fullyrði að þetta er alveg á pari við...
Vegan kjúklingabaunabollur með chili snakki
Ég er mjög hrifin af öllu sem kjúklingabaunir eru í og þessar bollur eru engin undantekning. Númer eitt, tvö og þrjú myndi ég segja að væru falafel bollur en þessar eru alls ekki síðri. Ég nota í þær Eat real snakk sem er dásamlegt eitt og sér eða dýft í góðan hummus (sem við erum...
Tælenskt núðlusalat í hnetusmjörsósu
Hér er tilvalið að nýta þar sem er til í ísskápnum hverju sinni. Gott að bæta við kjúklingi, nautakjöti eða risarækjum.
Naan pizza með tandoori kjúklingabaunum og grænmeti
Ég er alltaf að reyna að auka neyslu á grænmetisréttum en það er auðvitað algert skilyrði að þeir séu bragðmiklir og jafnvel smá djúsí. Það skemmir alls ekki fyrir ef það er fljótlegt að útbúa réttinn. Þessi er einn af þeim. Bragðgott tilbúið naanbrauð frá Pataks í grunninn sem búið er að hlaða á mozzarellaosti,...