"Blómkál verður, þegar það er rétt meðhöndlað, alveg ótrúlega bragðríkur og matarmikill biti. Og það má vel hugsa sér blómkálið í staðinn fyrir safaríkan kjötbita. Svo gómsætt verður það" segir Ragnar Freyr sem nýlega gaf út matreiðslubókina Heima hjá Lækninum í eldhúsinu.
Recipe Category: <span>Hollt</span>
Bragðmikil rjómalöguð mexíkósk grænmetissúpa
Nú er komið að súputímanum en ég finn að ég sæki frekar í matarmiklar súpur þegar haustið hellist yfir okkur. Hver lægðin á fætur annarri, rok, rigning og kertaljós. Þessi grænmetissúpa er af mexíkóskum ættum og ekki ósvipuð mexíkósku kjúklingasúpunni sem við þekkjum flest en það er smá tvist í þessari. Í hana set ég...
Vegan New York ostakaka með heimagerðum kexbotni og jarðarberjum
Af því að ostakökur eru hreinlega bestar varð ég að gera vegan útgáfu af New York ostaköku. Þær eru gjarnan bakaðar en ég vildi þó hafa þessa hráa. New York ostakökurnar frægu eru í grunninn vanillufylling á stökkum kexbotni sem ber keim af kanil. Yfir hana er gjarnan hellt jarðarberjasósu og borin fram með jarðarberjum....
Fljótleg vegan súkkulaðimús með þeyttum hafrarjóma
Þessi er ansi langt frá gamla pakkabúðingnum sem við þekkjum mörg en hann er ekki mikið flóknari samt! Örfá hráefni og smá tími er allt sem þarf. Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að gera með chia fræjum og haframjólk nefnilega. Svo styttum við okkur enn leið og notum súkkulaði haframjólk, hversu mikil snilld!...
Algjörlega trufluð vegan snickers ostakaka
Ostakökur eru bara bestar. Það er mín skoðun allavega en það þarf ekkert að vera ostur í henni. Hljómar skrítið en það er hægt að gera dásamlegustu ostakökur í vegan útgáfu og þessi er það svo sannarlega. Snickers er líka best og mér fannst því alveg þjóðráð að blanda þessu saman. Þessi kaka er hinsvegar...
Vítamínbomba – orkusafi með rauðrófum og gulrótum
Safarnir frá Beutelsbacher eru algjörlega í uppáhaldi á mínu heimili og mig langaði að gefa ykkur “uppskrift” af mínum uppáhalds drykk. Þetta eru bara 3 hráefni og svosem engin uppskrift. Ég gríp í þennan þegar ég er eitthvað óróleg í maganum og jafnvel smá bjúguð. Hann gefur góða orku og því þarf glasið ekkert að...
Lífrænar kornflexkökur með heimagerðu súkkulaði
Það er leikur einn að gera sitt eigið súkkulaði frá grunni ef við erum með réttu hráefnin. Þetta er sérlega auðvelt og hægt er að bæta öllu mögulegu saman við. Hér setti ég lífrænt kornflex saman við súkkulaðið og toppaði með ristuðum sesamfræjum. Algjört sælgæti!
Lífræn snickers stykki með dökku súkkulaði
Þessi stykki eru pökkuð af næringu og orku. Tilvalin til þess að grípa með sér í fjallgönguna eða jafnvel golfhringinn. Þau eru einföld í gerð og þarf ekki að baka. Öll hráefnin eru lífræn og stykkin eru einnig vegan. Það er jafnvel hægt að skera þau í smærri bita og bjóða sem konfekt. Þau geymast...
Tælenskur hummus með rauðu karríi & kókos
Það eru til óendanlega margar útgáfur af hummus. Vissulega kemur hummus upphaflega frá Mið-austurlöndum en hummus þýðir einfaldlega “kjúklingabaun”. Það kemur þó ekki í veg fyrir að það sé hægt að prófa sig áfram með krydd og útfærslur. Þessi uppskrift hér er líklega ansi langt frá upprunanum en kemur alveg lygilega vel á óvart. Bragðmikill...
Litríkt salat með dumplings og japanskri dressingu
Hér er á ferðinni alveg ótrúlega einfaldur og fljótlegur réttur. Hentar vel sem forréttur eða léttur kvöldverður. Frá Itsu er hægt að kaupa tilbúna dumplings og það tekur enga stund að hita þá upp. Hægt er að sjóða þá og steikja en ég er persónulega hrifnari af þeim steiktum. Dressingin setur svo punktinn yfir i-ið....
Bragðmikil Marokkósk panna með linsum, feta og tómötum
Þessi réttur er alveg dásamlegur, þarfnast smá undirbúnings en að öðru leyti afar einfaldur. Kryddblandan sem ég nota er heimagerð, það er hægt að gera bara rúmlegt magn og eiga hana þangað til næst. Kryddblönduna er einnig hægt að nota í kjúklingarétti eða jafnvel lamb. Hér er ég með rauðar linsubaunir sem er eitt af...
Bláberjabomba með chia og möndlusmjöri
Það er svo gott að blanda sér smá búst í hádegismat eða sem millimál. Það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé næg næring í svona skyrbústi og það er svo sannarlega nóg af henni hér. Dásamlega góða bláberjaskyrið frá Örnu ásamt bláberjum, hindberjum, chiafræjum og möndlusmjöri gerir þetta einfalda búst að sannkallaðri bombu.