Nýr og spennandi valkostur frá Kötlu fyrir fólk sem hugsar um heilsuna. Prótein pönnukökurnar eru án viðbætts sykurs og innihalda hágæða mysuprótein.
Recipe Category: <span>Hollt</span>
Grillaðar vefjur með falafel og tyrkneskri shawarma sósu
Það sem ég er spennt fyrir þessum rétti! Ótrúlega einfalt, ferskt og gott. Hér nota ég tilbúnar falafel bollur til að stytta mér leið en ef þið hafið metnað í að gera þær frá grunni er það auðvitað en betra! Ég gæti borðað þessar vefjur í öll mál og mögulega gerist ég sek um...
Litríkt pastasalat með karrýkjúklingi og kaldri dressingu
Þetta salat er ofureinfalt og fljótlegt. Virkilega bragðgott og fullkomið sem hádegisverður eða léttur kvöldverður. Það er svo innilega kærkomið að fá eitthvað ferskt eftir allan hátíðamatinn. Rauða karrýmaukið frá Blue dragon er hægt að nota á ótal mismunandi vegu, það er alls ekki of sterkt og passar sérstaklega vel með kjúkling eða tófú jafnvel....
Tahini ídýfa með steinselju og hvítlauk
Mig vantaði einhverja fullkomna ídýfu með Eat Real hummus snakkinu. Einhverja með mið austurlenskum blæ en langaði samt ekki beint í hummus. Þá var nærtækast að skella í þessa dásamlegu tahini ídýfu. Einföld og fljótleg og passar virkilega vel með þessu snakki. Sé líka fyrir mér að það sé gott að setja ídýfuna í vefjur...
Tófú heilhveitinúðlur með hoisin chili sósu
Mikið er nú aldeilis gott að fá aðeins hvíld frá hátíðargúmmelaði svona í desember. Á þriðjudegi er sérlega gott að skella í einn góðan grænmetis núðlurétt líkt og þennan. Einfaldur réttur en alveg sérlega bragðgóður. Þessi aðferð við að elda tófú er líklega ein af mínum uppáhalds en með þessu verður það stökkara og bragðbetra...
Sætkartöflu gnocchi með ricotta og parmesan
Hér er á ferðinni skemmtileg útgáfa að hinum vinsæla rétti gnocchi þar sem við notum sætar kartöflur í stað hinna hefðbundu. Klikkar ekki.
Indverskar kjúklingabringur með grilluðu grænmeti og basmati
Á dögunum fékk ég að gjöf fjölsuðupott frá Ninja. Sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að ég hef sjaldan notað eitt heimilistæki eins mikið og þetta. Þessi pottur sameinar nokkur tæki og það er ansi fátt sem er ekki hægt að gera í honum. Reyndar eru þetta í heild 8 stillingar og hægt...
Litrík Taco skál með rauðum linsum og avocado
Það er alveg sérstaklega hentugt að eiga nóg af linsubaunum í skápunum. Þær eru bráðhollar og næringarríkar auk þess að vera ódýr matur. Hérna er ég með þær í taco búningi og henta prýðilega í svona taco skál eða jafnvel vefjur eða taco skeljar. Það má alveg breyta eða skipta út kryddum og hafa það...
Ofnbakaðar klessukartöflur með hvítlauks aioli og parmesan
Þessar kartöflur eru bara eitthvað annað góðar! Hvítlauks aioli-ið er gert úr ristaðri graskersfræolíu og það kemur eitthvað brjálæðislega gott umami bragð af því. Þetta er dásamleg tvenna sem hentar með mörgum réttum. Olía unnin úr graskersfræjum er talin hafa góð áhrif á ýmsa líkamsstarfsemi. Samkvæmt rannsóknum er hún talin hafa bætandi áhrif á hormónabúskap*...
Smoothie skál með mangó, ananas og möndlusmjöri
Þessi blanda af ávöxtum og öðrum hráefnum í smoothie eða skál er sú allra besta og ég fæ bara ekki leið. Eftir ótrúlega margar tilraunir fann ég út hvernig best er að ná fram bragðinu en ég ákvað að gera hana hérna alveg vegan. Aðeins breytt og bætt en alveg jafn góð, ef ekki betri!...
Ferskt salat með stökkum kjúklingabaunum og snakk krönsi
Þegar við ætlum að útbúa ferskt salat sem aðal máltíð er mikilvægt að blanda saman ólíkum áferðum og brögðum. Mér finnst skipta máli að það sé eitthvað í því sem þyngir það líkt og eitthvað gott prótín eða baunir og svo líka eitthvað stökkt eins og brauðteningar eða snakk. Það er algjör snilld að mylja...
Epla- & bláberja crumble með kókossúkkulaði
Þessi dásemdar ávaxtabaka er að mínu mati hinn fullkomni eftirréttur. Svo ég tali nú ekki um há sumar eftir góðan grillmat. Það er virkilega auðvelt að undirbúa bökuna og hægt að gera með góðum fyrirvara. Einnig er snjallt að setja hráefnin í álbakka og græja bökuna á grillinu.
Bragðmikil sætkartöflusúpa með hvítlauk og límónu
Já íslenska sumarið! Það er nú ekki alltaf tuttugu gráður og heiðskírt, því miður! Á köldum sumarkvöldum þegar við förum að skella okkur í föðurlandið, flíspeysuna og buffið og langar í eitthvað heitt og notalegt að borða í fortjaldinu, kallar þessi á mann. Það er hægt að gera hana fyrirfram og setja í brúsa eða...
Súkkulaði & möndlu orkukúlur
Þessar kúlur eru algjörlega fullkomnar í gönguferðina, ferðalagið, bíltúrinn, nestiboxið eða bara hvenær sem þig langar í sætan bita fullan af góðri næringu og orku. Það tekur enga stund að skella í þessar kúlur og geymast vel í kæli. Leynivopnið í þeim er dásamlega kókos & möndlusmjörið frá Rapunzel en það inniheldur einungis 3 hráefni;...
Dásamlegir dökkir súkkulaði íspinnar
Þessir íspinnar eru líklega einir þeir bestu sem ég hef smakkað. Þeir eru virkilega einfaldir í gerð og eina sem er erfitt hérna er að bíða eftir því að þeir frjósi í gegn. Það skemmtilega vill svo til að þeir eru lífrænir og vegan og henta því einnig sérlega vel þeim sem hafa mjólkur- og...
Asískt núðlusalat með teriyaki dressingu
Þegar við höfum bara korter til að græja kvöldmatinn og langar að hafa hann í léttari kantinum er þessi uppskrift nákvæmlega það sem við þurfum. Tekur mjög stuttan tíma og er létt í maga. Núðlurnar frá Blue dragon taka bara 4 mínútur að hita í sjóðandi vatni og jafnvel er hægt að hella sjóðandi vatni...
Jarðarberjaþeytingur með eplum og engifer
Þegar ég kaupi mér safa eða þeyting á slíkum samloku/safa stöðum fer ég alltaf í jarðarberja þema. Það er eitthvað við blöndu af jarðarberjum, eplum og engiferi sem ég fæ hreinlega ekki nóg af. Það er hrikalega auðvelt að græja útgáfu af svona söfum heima en þá nota ég t.d jarðarberja My Smoothie og bæti...