Allt með kaffibragði er gott og ég stend og fell með því. Þessa dagana er framboð á bollum í hámarki enda örstutt í bolludaginn. Þessi klassíska með sultu, rjóma og súkkulaðiglassúr á alltaf sinn sess á mínu heimili en svo er gaman að leika sér að allskonar fyllingum sem passa í klassísku vatnsdeigsbollurnar. Hérna útbjó...
Recipe Category: <span>Ísland</span>
Rice Krispies marengsterta með Pipp fyllingu, Nóa kroppi og Pipp kremi
Konudagurinn er á næsta leyti og hefð hefur skapast fyrir því að gera góðar tertur í tilefni dagsins. Mig langaði að gera einhverja almennilega marengstertu og prófa að nota nýja Royal búðinginn með Pipp bragðinu í fyllinguna. Ég ákvað því að prófa að blanda búðingnum saman við þeyttan rjóma og nota fylltu Pipp súkkulaðiplöturnar í...
Trítla bollur með karamellu kremi og súkkulaðiperlum
Þessi litríka bolluveisla er hreint ævintýri fyrir krakkana! Nóg af litríku sælgæti frá Nóa Síríus og karamellukremið er algjör draumur og passar svo vel við vatnsdeigsbollurnar. Mínir krakkar vilja bara hafa bollurnar einfaldar og vilja til dæmis ekki sultu svo ég hafði það í huga þegar ég setti þessar saman. Gott krem, rjómi og nammi...
Heit epla og perubaka með stökkum Póló toppi
Heitar eplabökur hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og fjölskyldunni. Nánast án undantekninga er einhver útgáfa á boðstólum í öllum afmælum og þá annað hvort borin fram með ís eða rjóma. Í þessari uppskrift hef ég perur með þar sem ég átti þær til og ég verð að segja að þær gefa alveg...
Íslensk kjötsúpa á 5 mínútum
Nú er þorrinn nýhafinn og við sem elskum ekki beint súrmat en langar í eitthvað fljótlegt og þjóðlegt getum skellt í þessa súpu í staðinn. Hérna nota ég íslensku kjötsúpuna frá Ora til viðbótar við afganga sem ég átti til og úr varð þessi veislumáltíð. Ég átti afgang af lambakjöti og ákvað að nota það...
Hátíðlegar Aspas og rækju tartalettur
Þessi uppskrift er háheilög í minni fjölskyldu og hefur verið í áratugi. Móðir mín kenndi mér að útbúa þennan forrétt og móðir hennar kenndi henni. Þessi samsetning af aspasi og rækjum kann að virðast fremur sérstök en trúið mér, það er fátt betra í þessum heimi. Þær eru bara gerðar einu sinni á ári í...
Hátíðleg humarsúpa með þeyttum rjóma og hvítlauksristuðum risarækjum
Forréttir þurfa svo sannarlega ekki að vera tímafrekir og flóknir. Ora hefur staðið jólavaktina með okkur Íslendingum í áratugi og hér er engin undantekning gerð. Humarsúpan frá Ora er alveg lygilega bragðgóð og stendur fyrir sínu ein og sér en svo er hægt að bæta ýmsu sjávarfangi út í til þess að gera hana örlítið...
Sígildar kókosmakkarónur með dökku súkkulaði
Þessi uppskrift er löngu orðin sígild og ber með sér keim af smávegis nostalgíu. Hér nota ég einungis örfá lífræn hráefni og eru kókosmakkarónurnar einnig glútenlausar. Það er sérlega fljótlegt að útbúa þessar makkarónur og 85% súkkulaðið frá Rapunzel setur alveg punktinn yfir i-ið. Þær geymast vel og því má alveg gera þær með góðum...
Rjómalagaður pönnufiskur með kartöflum, sveppum og karamellíseruðum lauk
Það er fátt betra en góðir fiskréttir og þessi er með þeim allra bestu. Gefa þarf sér smá tíma til þess að karamellisera laukinn en þess utan er þetta einfaldur réttur sem hentar sérlega vel í miðri viku eða jafnvel í matarboð og bjóða þá upp á gott hvítvín með. Sósan er algert sælgæti og...
Dýrindis gamaldags ömmusnúðar í útileguna
Þessi uppskrift er löngu orðin klassík en það er orðið talsvert langt síðan ég hef bakað þessa snúða. Þetta eru þessir harðari og geymast vel í loftþéttu boxi eru því tilvaldir í útileguna eða fótboltamótið. Það er alls ekkert verra að pensla smá súkkulaði yfir nokkra! Þeir eru frekar fljótlegir þar sem það þarf ekkert...
Sumarleg hindberjaskyrterta með kremkexbotni, sítrónu og lime
Ef einhver eftirréttur eða kaka kemur með sólina þá er það þessi. Bragðgóð og fersk og passar sérlega vel á hvaða veisluborð sem er. Hindberin passa sérlega vel með sítrónu og lime og leynivopnið er klárlega hið klassíska kremkex frá Frón sem við þekkjum öll. Það passar einstaklega vel í ostaköku og skyrkökubotna eins og...
Fyllt páskalæri með döðlum, trönuberjum og camembert
Á mörgum heimilum er hefð fyrir því að bera fram lambalæri á páskum. Þessi útgáfa er án efa mín uppáhalds. Fyllt úrbeinað læri frá KEA með camembert, döðlum og trönuberjum er algjörlega framúrskarandi í páskamatarboðið. Hér ber ég það fram með prosecco bættri skógarsveppasósu, hvítlauks kartöflumús og ofnbökuðum ferskum aspas. Lærið er sérstaklega meyrt og...
Jarðarberja ostakaka með jarðarberjaskyri, mascarpone og lemon curd
Sólin hækkar á lofti og vonandi förum við að sjá aðeins meira af vorinu. Þessi dásamlega terta er að mínu mati boðberi hækkandi sólar, bjartsýni og gleði. Svo bragðgóð og falleg. Passar fullkomlega á Páskaborðið eða í fermingarveisluna. Hún er ekki erfið í gerð en smá tíma tekur að útbúa hana en það er fullkomlega...
Cappuccino skyrskál með granóla, jarðarberjum og súkkulaði
Skyrskálar hafa verið mjög vinsælar undanfarin misseri og skal engan undra. Þetta er bráðhollur, næringarríkur og fjölbreyttur matur sem hægt er að aðlaga að hverjum og einum. Þessi skyrskál á sér systur á vinsælum skyrbar og er sú skál líklega ein af mínum uppáhalds. Hún er svolítið fullorðins, með töluverðu magni af kaffi en þá...
Lúxus vatnsdeigsbollur á þrjá vegu
Nú styttist í bolludaginn sem við mörg höldum hátíðlegan og það er bara ekkert að því að taka aðeins forskot á sæluna. Þetta árið gerði ég þrjár útgáfur sem eru hverri annarri betri. Fyllingarnar eru ólíkar en svo djúsí og góðar. Ég nota Örnu laktósafría rjómann á milli en senuþjófurinn er klárlega gríska jarðarberjajógúrtin með...
Næringarrík skyrskál með berjum, chia, hampfræjum og möndlusmjöri
Skyrskálar eru alveg framúrskarandi morgunverður eða jafnvel hádegis- eða kvöldverður. Það er hægt að setja hvað sem er saman við og ofan á, allt eftir smekk hvers og eins. Þessi skyrskál er í einfaldari kantinum en grunnurinn er einungis hreint skyr frá Örnu, með viðbættu örlitlu af sykurlausu hlynsírópi og chia fræjum. Ofan á setti...
Allra bestu piparkökurnar
Þessi uppskrift hefur fylgt mér í mörg ár en hefur aðeins tekið breytingum í gegnum tíðina. Á mínu heimili er þetta hin eina sanna piparkökuuppskrift og er bökuð í miklu magni á hverju ári. Það er töluvert mikið krydd í henni, hún er vegan og kökurnar verða stökkar og dásamlegar. Mér finnst ekkert atriði að...
- 1
- 2