Þessi réttur er algjörlega ómótstæðilegur og fullkominn fyrir alla sanna aðdáendur ítalskrar matargerðar. Að dúlla við þennan með góða tónlist og vínglas á hliðarlínunni er svo mikið helgardekur. Hann passar líka sérlega vel í matarboð og jafnvel saumaklúbbinn. Ég nota hérna fljótandi hvítlauk og basiliku sem mér finnst ótrúlega þægilegt, finnst nefnilega alveg óbærilega leiðinlegt...
Recipe Category: <span>Kjöt</span>
Íslensk kjötsúpa á 5 mínútum
Nú er þorrinn nýhafinn og við sem elskum ekki beint súrmat en langar í eitthvað fljótlegt og þjóðlegt getum skellt í þessa súpu í staðinn. Hérna nota ég íslensku kjötsúpuna frá Ora til viðbótar við afganga sem ég átti til og úr varð þessi veislumáltíð. Ég átti afgang af lambakjöti og ákvað að nota það...
Grísk skál með marineruðum kjúklingi, avocadosalati og tzatziki jógúrtsósu
Matarmikil salöt hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og þetta er líklega í efstu þremur sætunum. Grísk matargerð er svo dásamleg, fersk, einföld hráefni og góð krydd. Það tekur ekki langan tíma að græja þetta salat og enn styttri tíma ef kjúklingurinn er tilbúinn í marineringunni þegar á að baka hann. Ég nota...
Ferskar og fljótlegar satay kjúklingavefjur
Það verður allt svo dásamlegt sem sett er inn í vefjur og þessar eru engin undantekning. Sósurnar frá Blue dragon koma með asískt yfirbragð í matseldina og Satay sósan frá þeim er sjúklega góð og hægt að nota á fjölbreyttan hátt. Ég nota hana almennt mikið í kjúklingarétti en hérna ákvað ég að útbúa vefjur...
Dásamleg smalabaka
Uppskriftin er fyrir 3-4 manns en ég mæli alltaf með því að tvöfalda hana!
Asísk núðlusúpa með kjúklingi og grænu karrý
Þessi súpa er í miklu uppáhaldi og er hin fullkomna mánudagssúpa, því að hún er svo frábær kostur þegar maður kemur heim eftir langan vinnudag, nennir ekki að elda en langar samt í eitthvað gott. Súpan er fáránlega auðveld en bragðast eins og súpa á bestu veitingastöðum. Ég mæli með því að gera sér ferð í asískar verslanir og kaupa gott karrýmauk. Njótið vel!
Djúsí ofnbakaður pizza kjúklingaréttur með pepperóní og ostasósu
Ég, eins og mörg, er alveg sérlega mikil pítsukona. Fátt er betra en góð pítsa og á nokkrum pítsustöðum er hægt að fá pítsur með ríflegu magni af áleggi og ganga undir nöfnum eins og Pavarotti eða Extra. Þessi samsetning er mjög amerísk og vinsæl þar en því ekki að prófa að blanda þessum hráefnum...
Kjúklingurinn sem býr til flugeldasýningu
Þessi uppskrift er fyrir 3-4 en ég mæli með að tvöfalda sósuna og bæta við kjúklingi því þið munuð vilja eiga nóg af þessum kjúklingarétti.
Grísakótilettur í rjómagrænmetisblöndu
Frábær réttur þar sem hægt er að nota það grænmeti sem til er í ísskápnum.
Lambaspjót undir grískum áhrifum
Lambaspjótin frá Norðslenska eru tilbúin á grillið og slá í gegn. Það er hægt að bera þau fram með meðlæti að eigin vali en hér er rétturinn undir grískum áhrifum.
Hvítvínsrjómalagað tagliatelle með sveppum, timian & grilluðu grísakjöti
Ef þú vilt fá ekta veitingastaðarétt heima þá er þessi algjörlega málið. Fljótlegur og ljúffengur pastaréttur sem hefur þetta yfirbragð að það hafi verið haft mikið fyrir honum. Hvítvínið, sveppirnir og timian-ið á einstaklega vel við grillað grísakjötið frá Goða en það er einmitt með ítalskri parmesan kryddblöndu. Ég mæli með að bera þennan rétt...
Taílenskt regnbogasalat með trylltri dressingu
Þetta salat er svo dásamlegt, stútfullt af næringu og það er sérlega þægilegt að getað sleppt einhverjum af innihaldsefnunum eða skipt þeim út. Áherslan er lögð á sem flesta liti og dressingin setur punktinn yfir i-ið. Hún í senn sölt og sæt, ásamt því að hafa þetta unaðslega umami bragð. Ég nota rauða karrý maukið...
Rosalegur lúxusborgari með laukhringjum, beikoni og Dala hring
Hamborgarar hafa alltaf verið mitt allra mesta uppáhald og eitt sinn birtist við mig viðtal í tímaritinu Vikunni þar sem fyrirsögnin var “Vandræðalega veik fyrir hamborgurum”. Sönn saga! Þetta er bara svo fjölbreyttur matur og hamborgari og hamborgari er bara ekki það sama! Endalausir möguleikar í samsetningum og þetta þarf ekkert að vera næringarsnauð máltíð,...