Þessi kryddkaka klárast alltaf strax á mínu heimili og nær ekki að kólna almennilega áður. Ég nota í þessa uppskrift blöndu af Rapadura hrásykri og Cristallino frá Rapunzel og það gefur kökunni alveg einstakt bragð sem erfitt er að ná fram með venjulegum hvítum sykri. Yfir þessari köku er vetrarlegur blær, blanda af góðum kryddum...
Recipe Category: <span>Lífrænt</span>
Hjónabandssæla með döðlumauki
Ég er mikill aðdáandi hjónabandssælu enda hreinlega elska ég allt sem inniheldur hafra. Þessi hjónabandssæla er hinsvegar aðeins öðruvísi en þessi hefðbundna en fer þó ekkert allt of langt frá henni. Döðlur passa fullkomlega með höfrunum og satt best að segja fattar enginn að þessi dásemd er vegan. Ég nota líka blöndu af cristallino og...
Bananabrauð með höfrum og kanil
Það eru mýmargar uppskriftir til af bananabrauðum og fer það bara eftir smekk hvaða útgáfa okkur þykir best. Mér finnst þessi uppskrift sem ég ætla að gefa ykkur hér ein af þeim bestu. Hafrarnir fara mjög vel saman með bönununum og kanillinn setur punktinn yfir i-ið. Og alveg spari strái ég söxuðum pekanhnetum yfir og...
Kjúklingalasagna sem allir elska
Þessi réttur sló heldur betur í gegn í matarboði fyrir nokkru síðan. Virkilega bragðgóður og skemmtilegur réttur sem allir viðstaddir, hvort sem er börn eða fullorðnir fengu ekki nóg af. Það er líka svo þægilegt við þennan rétt að ég notaði kjötið af einum heilum kjúkling. Það væri vel hægt að kaupa tilbúinn kjúkling til...
Norður afrískt Shakshuka
Margir segja að Shakshuka sé hinn fullkomni morgunverður en hvað er það samt? Shakshuka þýðir “blanda” eða “blanda af einhverju” á arabísku. Þetta er blanda af heitu grænmeti, gjarnan lauk, papriku og tómötum ásamt nokkrum góðum kryddum sem steikt er á pönnu. Yfir heita grænmetið sem verður að einhverju dásamlegu mauki eru svo sett egg...
Litrík pizza með vegan áleggi
Það elska lang flestir góðar pítsur og það sem gerir þær að mínu mati góðar er osturinn númer eitt, tvö og þrjú. Það hefur hingað til verið frekar erfitt að finna almennilegan vegan ost sem bráðnar vel og bragðast sömuleiðis vel. Vegan Deli ostarnir eru snilld á pítsurnar og bráðna vel. Um daginn setti ég...
Besti hummusinn sem passar með öllu
Ég er mjög hrifin af hummus og get sett hann á allt, yfir salöt, í samlokur, vefjur, nota sem ídýfur og ég veit ekki hvað og hvað. Margir eiga sína útgáfu og það er vel. Sumir hafa miklar meiningar með það hvaða baunir maður notar, úr dós eða þurrar sem hafa verið lagðar í bleyti...
Hnetubitar með kókos og möndlusmjöri
Þessir bitar eru bara alveg útúr þessum heimi góðir! Það er smá dúll að græja þá en alveg fullkomlega þess virði. Uppskriftin er frekar stór, gott er að skera bitana frekar smærra því þeir eru ansi saðsamir og eru líka eins og gott konfekt. Uppskriftin er byggð á frægu snickerskökunni hennar Ebbu Guðnýjar með smá...
Karrí&Kókos grísapanna með villihrísgrjónablöndu
Það er komið að miðri viku og þú veist ekkert hvað þú átt að elda. Eitthvað fljótlegt og bragðgott en samt einfalt, ekki sterkt því krakkarnir vilja það ekki… Þá er þessi réttur fullkominn. Fólk er mishrifið af grísakjöti en hérna er leyndarmálið að nota gott grísasnitsel. Ég sker það í strimla í stað þess...
Dúnamjúk hafrakaka með grillaðri kókoskaramellu
Það er eitthvað við hafra í bakstri, mér einfaldlega finnst þeir gera allt betra. Þessi kaka er hreinlega ein þeirra sem fólk kolfellur fyrir. Hafrar, kanill, kókos, smjör og dökkur sykur… þetta er einhver blanda sem er algjörlega skotheld. Þessi er mjög góð volg og hún smakkast ekki verr með smá rjómaslettu eða jafnvel vanilluís....
Kryddbrauð – lífrænt og vegan
Allar útgáfur af kryddbrauði eru góðar. Það er nú bara þannig en þessi útgáfa er alveg sérlega góð. Virkilega einföld auk þess að vera vegan. Þetta brauð nær sjaldnast að kólna áður en það klárast og er orðið einhversskonar hornsteinn þess sem til er í eldhúsinu. Þegar fer að kólna í veðri er þetta alveg...
Grilluð vegan samloka með djúsí áleggi og kaldri sósu
Þegar þig langar í eitthvað almennilega djúsí en vilt sneiða hjá dýraafurðum er þessi samloka algjörlega málið. Vegan bátabrauð hlaðið gómsætu áleggi og sósum og jú, aðeins grænmeti líka auðvitað. Vegan Deli áleggin og ostsneiðarnar eru að mínu mati þau allra bestu á markaðnum. Osturinn er mjög bragðgóður og það sem meira er, hann bráðnar...
Vegan brownies með kókossúkkulaði
Kjúklingabaunir eru eitt af mínum uppáhalds hráefnum í eldhúsinu og alltaf langað að prófa að nota þær í eitthvað sætt. Við notum þær kannski meira í að gera hummus og borgara, jafnvel falafel en hérna datt ég niður á eitthvað rosalegt. Algjörlega stórkostlegt. Kjúklingabauna brownies. Hljómar kannski ekki spennandi en það er bara ekki snefill...
Himneska Hrákakan
Þessi holla og góða kaka er mín go-to hrákaka og slær í gegn í hvert skiptið sem ég býð upp á hana. Hún er einföld í gerð því það þarf ekki matvinnsluvél eins og þarf fyrir flestar hrákökur og því ætti að vera á allra færi að gera hana. Einnig eru flest hráefnin sem ég...
Linsubauna bolognese með tómötum, pestó og spínati
Þetta Bolognese er eitt af því besta sem ég hef gert og allir í fjölskyldunni borðuðu á sig gat. Það vill svo til að það er vegan og einfalt í gerð. Auðvelt er að skipta út grænmetistegundum eftir því hvað er til í ísskápnum hverju sinni. Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes,...
Algjörlega ótrúlegir kókosbitar
Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.
Hráterta með púffuðu kínóa og kókossúkkulaðihjúp
Rapunzel kom með frábæra nýjung á dögunum, en það er möndlu og kókosmjör með döðlum. Ég hef verið að prófa mig áfram með það og ég verð að segja að það skiptir engu máli í hvað ég set það eða borða eintómt, algjörlega sturlaðar bragðsprengjur og þó bara 3 innihaldsefni. 40% möndlur, 40% kókos og...