Þessar snittur eru ofur einfaldar en jafnframt mjög bragðgóðar og smart á veisluborðið. Þær henta grænmetisætum vel þar sem þær innihalda ekkert kjöt. Við styttum okkur leið með dásamlegu Patak’s naan brauðunum og kryddmauki frá Patak’s. Þessar verðið þið að prófa!
Recipe Category: <span>Snarl</span>
Djúsí ostafyllt naan brauð með hvítlaukssmjöri
Þessi naan brauðs uppskrift hefur fylgt mér í mörg, mörg ár og hún stendur alltaf fyrir sínu. Hérna er ég hinsvegar búin að fylla þau með mozzarellaosti með hvítlauk og það færir brauðin alveg upp á annað stig. Þvílíkt og annað eins gúrm! Það má vel borða þau bara eins og sér en vissulega eru...
Snittur með heitum rjómaosti, skinku og ferskri steinselju
Þetta er réttur sem auðvelt er að gera og vekur svo mikla lukku hjá öllum aldurshópum. Ykkur er óhætt að tvöfalda þessa uppskrift.
Vegan gulrótarköku muffins með pekanhnetum
Þessar muffins eru ótrúlega auðveldar og þægilegar. Þær eru vegan og henta því einnig mörgum með ofnæmi eða óþol. Það er hægt að frysta þær og taka út eftir þörfum og skella í nestisboxið. Í þeim eru pekanhnetur en það má skipta þeim út fyrir aðrar hnetur eða hreinlega bara sleppa þeim. Í kökunum er...
Lífrænar kornflexkökur með heimagerðu súkkulaði
Það er leikur einn að gera sitt eigið súkkulaði frá grunni ef við erum með réttu hráefnin. Þetta er sérlega auðvelt og hægt er að bæta öllu mögulegu saman við. Hér setti ég lífrænt kornflex saman við súkkulaðið og toppaði með ristuðum sesamfræjum. Algjört sælgæti!
“Allt nema beyglan” ostahorn með pepperóní
Everything but the bagel kryddblandan er ein af mínum uppáhalds. Beyglur með þessu kryddi eru auðvitað mjög góðar en það er hægt að nota þessa blöndu á og í allskonar annað. Mig langaði í einhver góð ostahorn og því alveg gráupplagt að smella þessu saman. Ég nota hérna hreina mozzarella ostinn frá Örnu. Hann er...
Lífræn snickers stykki með dökku súkkulaði
Þessi stykki eru pökkuð af næringu og orku. Tilvalin til þess að grípa með sér í fjallgönguna eða jafnvel golfhringinn. Þau eru einföld í gerð og þarf ekki að baka. Öll hráefnin eru lífræn og stykkin eru einnig vegan. Það er jafnvel hægt að skera þau í smærri bita og bjóða sem konfekt. Þau geymast...
Grænmetisgratín með rjómalagaðri hvítlauksostasósu
Þessi réttur er alveg frábær einn og sér með góðu ristuðu brauði eða sem meðlæti. Hvítlauksostarnir gefa réttinum góða fyllingu ásamt því að gefa honum dásamlegt bragð. Það er snjallt að nýta það grænmeti sem til er í ísskápnum og ekkert heilagt að fylgja uppskriftinni nákvæmlega hvað það varðar. Ég miða við að grænmetið fylli...
Stórgóðar skonsur með pipar mozzarella og beikoni
Mér finnast skonsur alltaf svo góðar. Hægt að hafa þær sætar eða ósætar og endalaust hægt að finna upp nýjar samsetningar í innihald þeirra. Þessar eru alveg sérlega góðar, bragðmiklar, stökkar að utan en mjúkar að innan með góðu magni af osti og beikoni. Ekkert sem gæti klikkað. Frábærar einar og sér með smjöri eða...
Tælenskur hummus með rauðu karríi & kókos
Það eru til óendanlega margar útgáfur af hummus. Vissulega kemur hummus upphaflega frá Mið-austurlöndum en hummus þýðir einfaldlega “kjúklingabaun”. Það kemur þó ekki í veg fyrir að það sé hægt að prófa sig áfram með krydd og útfærslur. Þessi uppskrift hér er líklega ansi langt frá upprunanum en kemur alveg lygilega vel á óvart. Bragðmikill...
Allra bestu amerísku pönnukökurnar
Ég elska amerískar pönnukökur og býð jafnt upp á þær með kaffinu eða með brönsinum. Og jafnvel í kvöldmat ef ég dett í það að hafa bröns í kvöldmat, en það er sérlega vinsælt á mínu heimili. Þessi uppskrift er sérlega einföld og lítið vesen. Bara skál og pískur, ekkert að þeyta neinar eggjahvítur eða...
Bláberjabomba með chia og möndlusmjöri
Það er svo gott að blanda sér smá búst í hádegismat eða sem millimál. Það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé næg næring í svona skyrbústi og það er svo sannarlega nóg af henni hér. Dásamlega góða bláberjaskyrið frá Örnu ásamt bláberjum, hindberjum, chiafræjum og möndlusmjöri gerir þetta einfalda búst að sannkallaðri bombu.
Dásamlega djúsí vegan aspasstykki
Þið kannist eflaust flest við aspasstykkin úr ónefndri bakarískeðju. Löðrandi ostur, aspas, skinka og krydd. Hér er ég búin að veganvæða þessa dásemd. Nota hér bestu vegan smurosta sem þú getur fengið, hlutlaust mat auðvitað! Oatly græni er með gúrku og hvítlauk og ég nota hann með Oatly pamacken sem er hreinn smurostur. Með nóg...
Tahini ídýfa með steinselju og hvítlauk
Mig vantaði einhverja fullkomna ídýfu með Eat Real hummus snakkinu. Einhverja með mið austurlenskum blæ en langaði samt ekki beint í hummus. Þá var nærtækast að skella í þessa dásamlegu tahini ídýfu. Einföld og fljótleg og passar virkilega vel með þessu snakki. Sé líka fyrir mér að það sé gott að setja ídýfuna í vefjur...
Heitur brauðréttur með mexíkó rjómaostasósu
Það er eitthvað svo dásamlegt við heita brauðrétti!
Dúnmjúkar kanilbollur með dökku súkkulaði
Þessar bollur eru alveg dásamlegar. Svo góðar nýbakaðar og ylvolgar. Ég mæli með því að prófa að setja bara smjör á þær eða eitthvað af þessum dásamlegu kremum sem fást frá Rapunzel. Ég nota lífrænt 70% súkkulaði frá Rapunzel í þær og mér finnst það lykilatriði að nota dökkt gæðasúkkulaði í bollurnar. Kanillinn gefur líka...
Dásamlegt french toast með jarðarberja skyrmús & volgri jarðarberjasósu
French toast eða franskt eggjabrauð er upprunalega hægt að rekja til Rómarveldis en vissulega er þetta réttur sem síðustu aldir má rekja til mið Evrópu og Bandaríkjanna. Frakkar kalla þetta reyndar ekki franskt eggjabrauð en þessi réttur gengur þar undir nafninu “Týnt brauð” eða “Pain perdu”. Hér setjum við smá íslenskt tvist á þennan rétt....