Allt með kaffibragði er gott og ég stend og fell með því. Þessa dagana er framboð á bollum í hámarki enda örstutt í bolludaginn. Þessi klassíska með sultu, rjóma og súkkulaðiglassúr á alltaf sinn sess á mínu heimili en svo er gaman að leika sér að allskonar fyllingum sem passa í klassísku vatnsdeigsbollurnar. Hérna útbjó...
Recipe Category: <span>Þjóðlegt</span>
Rice Krispies marengsterta með Pipp fyllingu, Nóa kroppi og Pipp kremi
Konudagurinn er á næsta leyti og hefð hefur skapast fyrir því að gera góðar tertur í tilefni dagsins. Mig langaði að gera einhverja almennilega marengstertu og prófa að nota nýja Royal búðinginn með Pipp bragðinu í fyllinguna. Ég ákvað því að prófa að blanda búðingnum saman við þeyttan rjóma og nota fylltu Pipp súkkulaðiplöturnar í...
Ítalskt skógarsveppa risotto með stökkum parmesankjúklingi
Þessi réttur er algjörlega ómótstæðilegur og fullkominn fyrir alla sanna aðdáendur ítalskrar matargerðar. Að dúlla við þennan með góða tónlist og vínglas á hliðarlínunni er svo mikið helgardekur. Hann passar líka sérlega vel í matarboð og jafnvel saumaklúbbinn. Ég nota hérna fljótandi hvítlauk og basiliku sem mér finnst ótrúlega þægilegt, finnst nefnilega alveg óbærilega leiðinlegt...
Trítla bollur með karamellu kremi og súkkulaðiperlum
Þessi litríka bolluveisla er hreint ævintýri fyrir krakkana! Nóg af litríku sælgæti frá Nóa Síríus og karamellukremið er algjör draumur og passar svo vel við vatnsdeigsbollurnar. Mínir krakkar vilja bara hafa bollurnar einfaldar og vilja til dæmis ekki sultu svo ég hafði það í huga þegar ég setti þessar saman. Gott krem, rjómi og nammi...
Heit epla og perubaka með stökkum Póló toppi
Heitar eplabökur hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og fjölskyldunni. Nánast án undantekninga er einhver útgáfa á boðstólum í öllum afmælum og þá annað hvort borin fram með ís eða rjóma. Í þessari uppskrift hef ég perur með þar sem ég átti þær til og ég verð að segja að þær gefa alveg...
Íslensk kjötsúpa á 5 mínútum
Nú er þorrinn nýhafinn og við sem elskum ekki beint súrmat en langar í eitthvað fljótlegt og þjóðlegt getum skellt í þessa súpu í staðinn. Hérna nota ég íslensku kjötsúpuna frá Ora til viðbótar við afganga sem ég átti til og úr varð þessi veislumáltíð. Ég átti afgang af lambakjöti og ákvað að nota það...
Hátíðlegar Aspas og rækju tartalettur
Þessi uppskrift er háheilög í minni fjölskyldu og hefur verið í áratugi. Móðir mín kenndi mér að útbúa þennan forrétt og móðir hennar kenndi henni. Þessi samsetning af aspasi og rækjum kann að virðast fremur sérstök en trúið mér, það er fátt betra í þessum heimi. Þær eru bara gerðar einu sinni á ári í...
Hátíðleg humarsúpa með þeyttum rjóma og hvítlauksristuðum risarækjum
Forréttir þurfa svo sannarlega ekki að vera tímafrekir og flóknir. Ora hefur staðið jólavaktina með okkur Íslendingum í áratugi og hér er engin undantekning gerð. Humarsúpan frá Ora er alveg lygilega bragðgóð og stendur fyrir sínu ein og sér en svo er hægt að bæta ýmsu sjávarfangi út í til þess að gera hana örlítið...
Sígildar kókosmakkarónur með dökku súkkulaði
Þessi uppskrift er löngu orðin sígild og ber með sér keim af smávegis nostalgíu. Hér nota ég einungis örfá lífræn hráefni og eru kókosmakkarónurnar einnig glútenlausar. Það er sérlega fljótlegt að útbúa þessar makkarónur og 85% súkkulaðið frá Rapunzel setur alveg punktinn yfir i-ið. Þær geymast vel og því má alveg gera þær með góðum...
Ferskar og fljótlegar satay kjúklingavefjur
Það verður allt svo dásamlegt sem sett er inn í vefjur og þessar eru engin undantekning. Sósurnar frá Blue dragon koma með asískt yfirbragð í matseldina og Satay sósan frá þeim er sjúklega góð og hægt að nota á fjölbreyttan hátt. Ég nota hana almennt mikið í kjúklingarétti en hérna ákvað ég að útbúa vefjur...
Stórkostleg Hrekkjavöku ostakúla með mexíkósku ívafi
Nú erum við stödd í miðjum Ostóber og Hrekkjavakan er á næsta leyti. Sú hefð hefur skapast hjá mörgum að bjóða vinum og fjölskyldu í partý af því tilefni og veitingarnar eru þá hafðar í anda hátíðarinnar. Þessi ostakúla er alveg stórkostleg, hún er einföld og alveg ótrúlega bragðgóð. Nokkrar tegundir af góðum ostum og...
Ofnbökuð Tikka masala ýsa með rauðlauk og tómötum
Erum við ekki alltaf að reyna að finna eitthvað í kvöldmatinn sem er bæði einfalt og fljótlegt. Þessi fiskréttur er nefnilega hvorutveggja og alveg hrikalega góður. Það tekur enga stund að skella saman hráefnunum og svo eldar þetta sig eiginlega sjálft. Tilbúnu sósurnar frá Patak‘s eru auðvitað algjör snilld þegar við þurfum aðeins að stytta...
Poke skál með marineruðum laxi, edamame baunum og chili mæjó
Poke skálar eru upprunalega frá Hawaii en þær eiga það til að blandast saman við japanska matargerð líkt og sushi. Poke er í raun hrár fiskur skorinn í bita og maríneraður en það þekkist einnig að hafa annað prótín í skálunum. Það er hægt að setja saman sína skál eftir eigin hentisemi og þetta er...
Asísk núðlusúpa með kjúklingi og grænu karrý
Þessi súpa er í miklu uppáhaldi og er hin fullkomna mánudagssúpa, því að hún er svo frábær kostur þegar maður kemur heim eftir langan vinnudag, nennir ekki að elda en langar samt í eitthvað gott. Súpan er fáránlega auðveld en bragðast eins og súpa á bestu veitingastöðum. Ég mæli með því að gera sér ferð í asískar verslanir og kaupa gott karrýmauk. Njótið vel!
Ljúffengt sjávarrétta risotto með hvítlauks pestó
Risotto er alveg sérlega einfaldur réttur en örlitla þolinmæði þarf til. Það sem er svo skemmtilegt við þennan klassíska ítalska rétt er hversu fjölbreyttar útgáfur er hægt að gera af honum. Grunnurinn er ávallt sá sami, arborio hrísgrjón ásamt góðu soði. Oft er einhverskonar laukur, hvítvín og parmesan einnig hafður með. Þessi útgáfa er ein...
Rjómalagaður pönnufiskur með kartöflum, sveppum og karamellíseruðum lauk
Það er fátt betra en góðir fiskréttir og þessi er með þeim allra bestu. Gefa þarf sér smá tíma til þess að karamellisera laukinn en þess utan er þetta einfaldur réttur sem hentar sérlega vel í miðri viku eða jafnvel í matarboð og bjóða þá upp á gott hvítvín með. Sósan er algert sælgæti og...
Heimsins besta taco súpa
Þessi súpa er uppáhald fjölskyldunnar og ég veit að hún mun slá í gegn hjá ykkur líka!
Fyrir 3-4 manns.