Frábært volgt með smjöri!
Author: Avista (Avist Digital)
Fljótlegar satay eggjanúðlur með kjúklingi & grænmeti
Það er stutt í kvöldmat og þú þarft að græja eitthvað hratt. Langar í eitthvað gott. Takeaway? Neeee… Þessi réttur tekur bara korter. Í allra lengsta lagi. Þessar snilldar núðlur taka 5 mín að sjóða og nokkrar mínútur fara í að snöggsteikja grænmeti og græja sósu. Vessgú!
Kasjúhnetu “ostakaka” með engifer kexbotni og núggatkremi
Mig hefur alltaf langað til þess að prófa að gera “ostaköku” sem inniheldur ekki ost. Hljómar kannski algjörlega fáránlega en í raun er það bara alveg sjúklega gott og alls ekki eins flókið og ætla mætti. Það þarf bara að hugsa aðeins fram í tímann því kasjúhneturnar þurfa að liggja í bleyti helst yfir nótt...
Allra bestu pizzasnúðarnir
Þessi uppskrift er svo mikið bökuð heima hjá mér að ég skil hreinlega ekki hvers vegna ég hef ekki sett hana hingað inn fyrr. Hún er í raun bara “Snúðar, betri en úr bakaríinu” uppskriftin mín sem hefur lengið verið ein sú allra vinsælasta á síðunni. Ég minnka sykurinn, bæti við kryddum og set pizzasósu...
Bragðmikil Indversk Korma veisla
Ó hvað ég gæti lifað á indverskum mat! Um daginn langaði mig svo hrikalega í almennilega indverska veislu. Með naan brauðum, pappadums, mangó chutney og öllu. Ég ákvað að prófa Korma sósuna frá Pataks og ég svo sannarlega mælt með henni. Í grunninn er hún mild og mjög bragðgóð en ef maður vill aðeins meiri...
Ferskt salat með stökkum kjúklingabaunum og snakk krönsi
Þegar við ætlum að útbúa ferskt salat sem aðal máltíð er mikilvægt að blanda saman ólíkum áferðum og brögðum. Mér finnst skipta máli að það sé eitthvað í því sem þyngir það líkt og eitthvað gott prótín eða baunir og svo líka eitthvað stökkt eins og brauðteningar eða snakk. Það er algjör snilld að mylja...
Lúxus mjólkurhristingur með saltkaramellu og súkkulaðikexi
Það er fátt betra og sumarlegra en einmitt mjólkurhristingar. Þessi er ákaflega einfaldur í gerð og fullkomið að bjóða uppá hann í eftirrétt í grillveislu. Í þennan nota ég Örnu nýmjólk og rjóma en Örnu vörurnar eru lausar við laktósa og fara því betur í marga maga. Það er hægt að útfæra skraut og sælgæti...
Epla- & bláberja crumble með kókossúkkulaði
Þessi dásemdar ávaxtabaka er að mínu mati hinn fullkomni eftirréttur. Svo ég tali nú ekki um há sumar eftir góðan grillmat. Það er virkilega auðvelt að undirbúa bökuna og hægt að gera með góðum fyrirvara. Einnig er snjallt að setja hráefnin í álbakka og græja bökuna á grillinu.
Keto brauðstangir með mozzarella og piparosti
Þetta er örugglega auðveldasta og besta keto uppskrift sem til er. Örfá hráefni, undirbúningurinn tekur bara örfáar mínútur og útkoman eru ótrúlega góðar brauðstangir sem fáir standast, líka þau sem ekki eru keto.
Bragðmikil sætkartöflusúpa með hvítlauk og límónu
Já íslenska sumarið! Það er nú ekki alltaf tuttugu gráður og heiðskírt, því miður! Á köldum sumarkvöldum þegar við förum að skella okkur í föðurlandið, flíspeysuna og buffið og langar í eitthvað heitt og notalegt að borða í fortjaldinu, kallar þessi á mann. Það er hægt að gera hana fyrirfram og setja í brúsa eða...
Súkkulaði & möndlu orkukúlur
Þessar kúlur eru algjörlega fullkomnar í gönguferðina, ferðalagið, bíltúrinn, nestiboxið eða bara hvenær sem þig langar í sætan bita fullan af góðri næringu og orku. Það tekur enga stund að skella í þessar kúlur og geymast vel í kæli. Leynivopnið í þeim er dásamlega kókos & möndlusmjörið frá Rapunzel en það inniheldur einungis 3 hráefni;...

















