Þessi kalda fetaostsídýfa er svo einföld og ótrúlega góð. Sítrónan og dillið passa sérlega vel með fetaostinum og það gerir mjög mikið að toppa með ferskri agúrku og söxuðum kirsuberjatómötum. Grillaða crostinið passar svo fullkomlega með en einnig er gott að hafa saltkex eða annað ostakex með. Jafnvel dýfa grissini brauðstöngum í, það má allt...
Recipe Category: <span>30 mínútna réttir</span>
Norður afrískt Shakshuka
Margir segja að Shakshuka sé hinn fullkomni morgunverður en hvað er það samt? Shakshuka þýðir “blanda” eða “blanda af einhverju” á arabísku. Þetta er blanda af heitu grænmeti, gjarnan lauk, papriku og tómötum ásamt nokkrum góðum kryddum sem steikt er á pönnu. Yfir heita grænmetið sem verður að einhverju dásamlegu mauki eru svo sett egg...
Litrík pizza með vegan áleggi
Það elska lang flestir góðar pítsur og það sem gerir þær að mínu mati góðar er osturinn númer eitt, tvö og þrjú. Það hefur hingað til verið frekar erfitt að finna almennilegan vegan ost sem bráðnar vel og bragðast sömuleiðis vel. Vegan Deli ostarnir eru snilld á pítsurnar og bráðna vel. Um daginn setti ég...
Grilluð vegan samloka með djúsí áleggi og kaldri sósu
Þegar þig langar í eitthvað almennilega djúsí en vilt sneiða hjá dýraafurðum er þessi samloka algjörlega málið. Vegan bátabrauð hlaðið gómsætu áleggi og sósum og jú, aðeins grænmeti líka auðvitað. Vegan Deli áleggin og ostsneiðarnar eru að mínu mati þau allra bestu á markaðnum. Osturinn er mjög bragðgóður og það sem meira er, hann bráðnar...
Wasabi Kjúklingabaunir
Flest okkar telja okkur hafa smakkað wasabi og tengja það við Sushi. Staðreyndin er sú að 90% af wasabi sem er selt í heiminum er ekki búið til úr wasabi rót, heldur piparrót sem er lituð með grænum matarlit og bragðbætt með öðrum efnum. Ég persónulega hef aldrei verið hrifin af því wasabi sem mér...
Hoisin núðlur með kjúklingi, chili og kóríander
Þessi núðluréttur er brjálæðislega einfaldur og fljótlegur og tilbúinn á núlleinni. Ekta matur til að henda í í miðri viku eða jafnvel á föstudagskvöldi þegar maður nennir engu. Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes ehf. Myndir og uppskrift eftir Völlu