Ein af mínum uppáhalds kökum eða eftirréttum er Banoffee pie. Það er dásamleg blanda af kexbotni, karamellu, þeyttum rjóma, bönunum og smá rifið súkkulaði á toppinn. Mig langaði að prófa að gera einhvers konar marengsútgáfu af því og heppnaðist hún ótrúlega vel. Passar sérlega vel á veisluborðið og nú þegar páskarnir eru framundan og fermingar...
Recipe Category: <span>Eftirréttir</span>
Dásamlegt eplapie með hafrakrönsi
Eplapie eru alltaf klassískur eftirréttur og hentar líka mjög vel í saumaklúbba og afmæli. Þessi útgáfa er alveg sérlega góð og djúsí. Ég mæli auðvitað með því að bera hana fram með rjóma eða ís. Það er lítið mál að gera hana vegan en þá þarf bara að skipta smjörinu út fyrir vegan smjör. ...
Allra bestu amerísku pönnukökurnar
Ég elska amerískar pönnukökur og býð jafnt upp á þær með kaffinu eða með brönsinum. Og jafnvel í kvöldmat ef ég dett í það að hafa bröns í kvöldmat, en það er sérlega vinsælt á mínu heimili. Þessi uppskrift er sérlega einföld og lítið vesen. Bara skál og pískur, ekkert að þeyta neinar eggjahvítur eða...
Vegan bollur með þeyttum hafrarjóma og hlynsíróps gljáa
Þessar bollur eru ofur einfaldar í gerð og taka ekki langan tíma. Ég set bæði malaðar kardimommur og kardimommudropa í deigið og finnst það gera mjög mikið. Ég pensla þær síðan með hlynsírópi og þá kemur fallegur gljái á þær auk þess sem þær verða enn betri á bragðið. Ég er hér með þrenns konar...
Hátíðlegur jólaís með marsípani, kokkteilberjum og súkkulaði
Það er einhver dásamleg nostalgía fólgin í marsípani og kokkteilberjum. Þessi jólin er ég búin að fara í marga hringi með eftirréttinn á aðfangadagskvöld. Alla klassísku og góðu eftirréttina, allra handa ísa og ég veit ekki hvað. En nú er ég með hamborgarhrygg en hann hef ég ekki haft á jólum í mörg ár. Það...
Djúsí og dökkar brownies með möndlu & kókossmjöri
Þessar brownies eru alveg sérstaklega góðar, mjúkar, djúsí og alveg sérstaklega gott súkkulaðibragð. Kókos og möndlusmjörið frá Rapunzel gefur líka einstaklega gott bragð og bragðið af kökunum verður einhvernveginn dýpra. Þessi uppskrift er eingöngu með lífrænum hráefnum auk þess sem ég nota kókosolíu í stað þess að nota smjör. Það kemur glettilega vel út. Ég...
Himneskir hafrabitar með karamellusúkkulaði
Við höfum nú oft rætt það að allt sem bakað er með höfrum er gott! Og það toppar fátt hafrabakstur með viðbættu súkkulaði. Þessir bitar eru algjörlega himneskir og ekki erfitt að útbúa þá. Ég nota ferkantað form sem er 20x20cm en þannig finnst mér ég fá sem jafnasta bita. Súkkulaðið sem ég nota í...
Dásamlegt french toast með jarðarberja skyrmús & volgri jarðarberjasósu
French toast eða franskt eggjabrauð er upprunalega hægt að rekja til Rómarveldis en vissulega er þetta réttur sem síðustu aldir má rekja til mið Evrópu og Bandaríkjanna. Frakkar kalla þetta reyndar ekki franskt eggjabrauð en þessi réttur gengur þar undir nafninu “Týnt brauð” eða “Pain perdu”. Hér setjum við smá íslenskt tvist á þennan rétt....
Vegan súkkulaðivöfflur með þeyttu vanillukremi
Belgískar vöfflur eru eitt það besta sem ég fæ. Þessi útgáfa er hinsvegar vegan og hentar því öllum, eða svo gott sem allavega. Ég nota hér bæði Oatly sýrða hafrarjómann og Oatly kaffi mjólkina en hún er feitari en þessi hefðbundna og mæli hiklaust með henni í bakstur. Til þess að toppa þetta algjörlega þeytti...
Haustjógúrt kaka með bláberjum & heimagerðu hafrakexi
Það eru nánast eins og jólin séu komin þegar Gríska haustjógúrtin frá Örnu kemur í verslanir í lok sumars. Þvílíkur lúxus sem þessi jógúrt er og bragðið er himneskt. Það liggur auðvitað beinast við að gera góða jógúrt köku þegar hún kemur og bjóða upp á í fyrsta saumó haustsins. Ótrúlega auðvelt að gera og...