Fyrir 12-15 manns
Recipe Category: <span>Forréttur</span>
Bragðmiklar og einfaldar Madras naan snittur
Þessar snittur eru ofur einfaldar en jafnframt mjög bragðgóðar og smart á veisluborðið. Þær henta grænmetisætum vel þar sem þær innihalda ekkert kjöt. Við styttum okkur leið með dásamlegu Patak’s naan brauðunum og kryddmauki frá Patak’s. Þessar verðið þið að prófa!
Heitt kartöflusalat með beikoni og fetaosti
Þetta dásamlega og haustlega kartöflusalat er tilbrigði við þýska útgáfu af kartöflusalati. Þessi réttur getur vel staðið einn og sér sem smáréttur en einnig dásamlegt meðlæti. Nú eru allar verslanir stútfullar af nýjum íslenskum kartöflum og því skræli ég t.d ekki kartöflurnar í þennan rétt. Dressingin passar ótrúlega vel saman við kartöflurnar og fetaosturinn frá...
Tapasveisla að hætti Evu Maríu
Ég elska að dunda mér í eldhúsinu og finnst ákveðin hugarró við að búa til eitthvað gómsætt og fallegt úr skemmtilegum hráefnum. Er mjög dugleg að elda alls konar mat. Lífið er einfaldlega of stutt til að borða leiðinlegan mat þó svo að við fjölskyldum borðum alveg líka soðin fisk… ...
Humarpasta að hætti Sjafnar
Sjöfn Þórðardóttir fjölmiðlakona og þáttastjórnandi þáttarins Matur & Heimili með Sjöfn Þórðar á sjónvarpsmiðlinum Hringbraut deilir hér með okkur einni af sinni uppáhalds uppskrift. Sjöfn er mikill matgæðingur og ástríðukokkur og veit fátt skemmtilegra en að bjóða sínum nánustu til matarveislu. „Ég nýt mín í botn í eldhúsinu við að undirbúa ljúffengan mat og kræsingar...
Buffalo kjúklingastrimlar með fetaosta dressingu og frönskum
Þegar ég gekk með son minn fyrir rúmum 4 árum þá fékk ég algjört æði fyrir buffalo sósu og setti hana bókstaflega á allt. Síðan þá hef ég alltaf haldið upp á allt með þessari sósu og reyni að koma henni fyrir á sem flestum stöðum. Heimagerðir kjúklingastrimlar eru ótrúlega auðveldir í gerð og eru...
Litríkt salat með dumplings og japanskri dressingu
Hér er á ferðinni alveg ótrúlega einfaldur og fljótlegur réttur. Hentar vel sem forréttur eða léttur kvöldverður. Frá Itsu er hægt að kaupa tilbúna dumplings og það tekur enga stund að hita þá upp. Hægt er að sjóða þá og steikja en ég er persónulega hrifnari af þeim steiktum. Dressingin setur svo punktinn yfir i-ið....
Dásamlega djúsí vegan aspasstykki
Þið kannist eflaust flest við aspasstykkin úr ónefndri bakarískeðju. Löðrandi ostur, aspas, skinka og krydd. Hér er ég búin að veganvæða þessa dásemd. Nota hér bestu vegan smurosta sem þú getur fengið, hlutlaust mat auðvitað! Oatly græni er með gúrku og hvítlauk og ég nota hann með Oatly pamacken sem er hreinn smurostur. Með nóg...
Tahini ídýfa með steinselju og hvítlauk
Mig vantaði einhverja fullkomna ídýfu með Eat Real hummus snakkinu. Einhverja með mið austurlenskum blæ en langaði samt ekki beint í hummus. Þá var nærtækast að skella í þessa dásamlegu tahini ídýfu. Einföld og fljótleg og passar virkilega vel með þessu snakki. Sé líka fyrir mér að það sé gott að setja ídýfuna í vefjur...
Hátíðleg sjávarréttasúpa með prosecco
Þessi súpa er ein af þeim sem hægt er að láta malla allan daginn og skella síðan sjávarfanginu út í rétt áður en hún er borin fram. Hún verður bara betri og betri því lengur sem hún fær að malla. Hún er alveg sérlega hátíðlegur og fallegur forréttur og alveg hægt að nota það grænmeti...
Ofnbakaðar klessukartöflur með hvítlauks aioli og parmesan
Þessar kartöflur eru bara eitthvað annað góðar! Hvítlauks aioli-ið er gert úr ristaðri graskersfræolíu og það kemur eitthvað brjálæðislega gott umami bragð af því. Þetta er dásamleg tvenna sem hentar með mörgum réttum. Olía unnin úr graskersfræjum er talin hafa góð áhrif á ýmsa líkamsstarfsemi. Samkvæmt rannsóknum er hún talin hafa bætandi áhrif á hormónabúskap*...