Gerir um 10 -12 stk
Recipe Category: <span>Hráfæði</span>
Collagen orkubitar – súperfæða
Þessir orkubitar eru sannkölluð súperfæða sem bragðast dásamlega. Þeir innihalda m.a. AMINO MARINE COLLAGEN sem er framleitt úr íslensku fiskroði, aðallega úr þorski, sem syndir villtur um Atlantshafið. Kollagen er eitt aðal uppbyggingar prótein líkamans og er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum. Einnig er kollagen mjög stór partur af húð, hári og nöglum.
Hollir hafra- og hnetusmjörs nammibitar
Ofureinfaldir nammibitar sem gott er að eiga í frysti þegar sykurþörfin kemur yfir!
Ljúffeng hafrastykki með dökku súkkulaði & hnetusmjöri
Nú eru mörg farin af stað aftur í fjallgöngur og ýmis konar útivist. Þá er algjörlega lífsnauðsynlegt að vera vel nestuð og vera með nóg af góðri næringu sem gefur mikla orku. Þessi stykki hafa verið gerð á mínu heimili í mörg ár en upphaflega birtist þessi uppskrift á gamla blogginu mínu fyrir heilum 9...
Fljótleg vegan súkkulaðimús með þeyttum hafrarjóma
Þessi er ansi langt frá gamla pakkabúðingnum sem við þekkjum mörg en hann er ekki mikið flóknari samt! Örfá hráefni og smá tími er allt sem þarf. Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að gera með chia fræjum og haframjólk nefnilega. Svo styttum við okkur enn leið og notum súkkulaði haframjólk, hversu mikil snilld!...
Lífræn snickers stykki með dökku súkkulaði
Þessi stykki eru pökkuð af næringu og orku. Tilvalin til þess að grípa með sér í fjallgönguna eða jafnvel golfhringinn. Þau eru einföld í gerð og þarf ekki að baka. Öll hráefnin eru lífræn og stykkin eru einnig vegan. Það er jafnvel hægt að skera þau í smærri bita og bjóða sem konfekt. Þau geymast...
Fylltar konfektdöðlur með möndlu & kókossmjöri
Það er svo ósköp gott að eiga eina auðvelda uppskrift í handraðanum að aðeins hollara jólasælgæti. Þetta konfekt er stútfullt af næringu og inniheldur mjög lítinn viðbættan sykur. Vegan & lífrænt konfekt sem er ótrúlega fljótlegt að útbúa og inniheldur fá hráefni. Kókos og möndlusmjörið frá Rapunzel leikur hér aðalhlutverkið en það er hægt að...
Smoothie skál með mangó, ananas og möndlusmjöri
Þessi blanda af ávöxtum og öðrum hráefnum í smoothie eða skál er sú allra besta og ég fæ bara ekki leið. Eftir ótrúlega margar tilraunir fann ég út hvernig best er að ná fram bragðinu en ég ákvað að gera hana hérna alveg vegan. Aðeins breytt og bætt en alveg jafn góð, ef ekki betri!...
Súkkulaði & möndlu orkukúlur
Þessar kúlur eru algjörlega fullkomnar í gönguferðina, ferðalagið, bíltúrinn, nestiboxið eða bara hvenær sem þig langar í sætan bita fullan af góðri næringu og orku. Það tekur enga stund að skella í þessar kúlur og geymast vel í kæli. Leynivopnið í þeim er dásamlega kókos & möndlusmjörið frá Rapunzel en það inniheldur einungis 3 hráefni;...
Dásamlegir dökkir súkkulaði íspinnar
Þessir íspinnar eru líklega einir þeir bestu sem ég hef smakkað. Þeir eru virkilega einfaldir í gerð og eina sem er erfitt hérna er að bíða eftir því að þeir frjósi í gegn. Það skemmtilega vill svo til að þeir eru lífrænir og vegan og henta því einnig sérlega vel þeim sem hafa mjólkur- og...
Besti hummusinn sem passar með öllu
Ég er mjög hrifin af hummus og get sett hann á allt, yfir salöt, í samlokur, vefjur, nota sem ídýfur og ég veit ekki hvað og hvað. Margir eiga sína útgáfu og það er vel. Sumir hafa miklar meiningar með það hvaða baunir maður notar, úr dós eða þurrar sem hafa verið lagðar í bleyti...
Hnetubitar með kókos og möndlusmjöri
Þessir bitar eru bara alveg útúr þessum heimi góðir! Það er smá dúll að græja þá en alveg fullkomlega þess virði. Uppskriftin er frekar stór, gott er að skera bitana frekar smærra því þeir eru ansi saðsamir og eru líka eins og gott konfekt. Uppskriftin er byggð á frægu snickerskökunni hennar Ebbu Guðnýjar með smá...
Himneska Hrákakan
Þessi holla og góða kaka er mín go-to hrákaka og slær í gegn í hvert skiptið sem ég býð upp á hana. Hún er einföld í gerð því það þarf ekki matvinnsluvél eins og þarf fyrir flestar hrákökur og því ætti að vera á allra færi að gera hana. Einnig eru flest hráefnin sem ég...
Hráterta með púffuðu kínóa og kókossúkkulaðihjúp
Rapunzel kom með frábæra nýjung á dögunum, en það er möndlu og kókosmjör með döðlum. Ég hef verið að prófa mig áfram með það og ég verð að segja að það skiptir engu máli í hvað ég set það eða borða eintómt, algjörlega sturlaðar bragðsprengjur og þó bara 3 innihaldsefni. 40% möndlur, 40% kókos og...
- 1
- 2