Erum við ekki alltaf að reyna að finna eitthvað í kvöldmatinn sem er bæði einfalt og fljótlegt. Þessi fiskréttur er nefnilega hvorutveggja og alveg hrikalega góður. Það tekur enga stund að skella saman hráefnunum og svo eldar þetta sig eiginlega sjálft. Tilbúnu sósurnar frá Patak‘s eru auðvitað algjör snilld þegar við þurfum aðeins að stytta...
Recipe Category: <span>Indland</span>
Grillaðar tandoori risarækjur með kaldri kóríandersósu
Þessi réttur er alveg einstaklega einfaldur og örfá innihaldsefni sem þarf. Einungis þarf að gera ráð fyrir tíma fyrir marineringuna en þess utan tekur rétturinn bara örfáar mínútur að verða tilbúinn. Það er snjallt að bjóða upp á þessar rækjur sem forrétt og það er sérlega auðvelt að margfalda uppskriftina og bjóða upp á fyrir...
Bragðmiklar og einfaldar Madras naan snittur
Þessar snittur eru ofur einfaldar en jafnframt mjög bragðgóðar og smart á veisluborðið. Þær henta grænmetisætum vel þar sem þær innihalda ekkert kjöt. Við styttum okkur leið með dásamlegu Patak’s naan brauðunum og kryddmauki frá Patak’s. Þessar verðið þið að prófa!
Korma vefjur með lambi og jógúrtsósu
Þessar vefjur eru algjörlega guðdómlegar og taka enga stund að setja saman. Mér finnst lamb passa alveg sérlega vel með indverskri korma sósu og því lá beinast við að nota það kjöt. Vissulega er hægt að setja hvaða grænmeti á vefjuna sem við eigum og okkur hugnast best, ég átti þetta til og ákvað að...
Butter chicken með villihrísgrjónum og heimagerðu hvítlauks naan brauði
Indverskur matur er líklega sú matargerð sem mér þykir hvað best. Það er hinsvegar ekkert alltaf þörf á því að verja öllum deginum í eldhúsinu þegar okkur langar í góðan indverskan. Hérna nota ég Butter chicken sósuna frá Pataks en poppa réttinn upp með besta naan brauði sem fyrirfinnst! Það tekur enga stund að laga...
Ómótstæðilegt Lamb Madras með spínati, blómkáli og tómötum
Það er ekkert leyndarmál að ég elska Indverskan mat meira en flest. Og það er svo dásamlegt að getað skellt í indverska rétti með litlum fyrirvara með smá aðstoð frá Patak’s. Þessi lambaréttur er ótrúlega bragðmikill og góður. Það er smá hiti í sósunni en það er alveg hægt að dempa hana með smá hreinu...
Grilluð naan loka með tandoori kjúklingi og mango chutney sósu
Þessi grillaða naan loka er dásamlegt tvist á indverskri matargerð. Ótrúlega fljótleg og bragðast dásamlega. Það er um að gera að nýta afgangs kjúkling í þessa en svo er líka hægt að nálgast eldaðan kjúkling í næstu verslun. Tandoori sósan passar alveg ótrúlega vel með kjúkling en einnig er hægt að marinera fisk t.d. Möguleikarnir...
Bragðmikil Indversk Korma veisla
Ó hvað ég gæti lifað á indverskum mat! Um daginn langaði mig svo hrikalega í almennilega indverska veislu. Með naan brauðum, pappadums, mangó chutney og öllu. Ég ákvað að prófa Korma sósuna frá Pataks og ég svo sannarlega mælt með henni. Í grunninn er hún mild og mjög bragðgóð en ef maður vill aðeins meiri...
Tikka Masala fiðrilda kjúklingur
Ég hef alltaf verið mjög hrifin af öllum indverskum mat og finnst fátt betra en að dúlla mér með allskonar krydd, marineringar og góð hráefni. Stundum er þó ansi mikið að gera og get ekki gefið mér tíma í að standa yfir pottum og pönnum. Þvílíki lúxusinn sem það er að geta gripið í tilbúnar...
Naan pizza með tandoori kjúklingabaunum og grænmeti
Ég er alltaf að reyna að auka neyslu á grænmetisréttum en það er auðvitað algert skilyrði að þeir séu bragðmiklir og jafnvel smá djúsí. Það skemmir alls ekki fyrir ef það er fljótlegt að útbúa réttinn. Þessi er einn af þeim. Bragðgott tilbúið naanbrauð frá Pataks í grunninn sem búið er að hlaða á mozzarellaosti,...
Flatbrauð
Ef þið viljð slá í gegn í matarboðinu þá bjóðið þið uppá þetta guðdómlega flatbrauð. Það er lítið mál að vera búinn að baka botninn fyrr um daginn og henda svo á hann álegginu.
- 1
- 2