Þessar kartöflur eru bara eitthvað annað góðar! Hvítlauks aioli-ið er gert úr ristaðri graskersfræolíu og það kemur eitthvað brjálæðislega gott umami bragð af því. Þetta er dásamleg tvenna sem hentar með mörgum réttum. Olía unnin úr graskersfræjum er talin hafa góð áhrif á ýmsa líkamsstarfsemi. Samkvæmt rannsóknum er hún talin hafa bætandi áhrif á hormónabúskap*...
Recipe Category: <span>Meðlæti</span>
Bláberjasulta & Rifsberjahlaup
Vertu velkomið haust! Það er nú varla hægt að kalla þetta uppskriftir og þó, þrátt fyrir að þetta sé ótrúlega einfalt þá er ágætt að hafa eitthvað til hliðsjónar í sultu og gel gerð. Ég fór í smá berjamó í hverfinu mínu í dag og henti í smá sultu á eftir. Það þarf ekkert mikið...
Ferskt salat með stökkum kjúklingabaunum og snakk krönsi
Þegar við ætlum að útbúa ferskt salat sem aðal máltíð er mikilvægt að blanda saman ólíkum áferðum og brögðum. Mér finnst skipta máli að það sé eitthvað í því sem þyngir það líkt og eitthvað gott prótín eða baunir og svo líka eitthvað stökkt eins og brauðteningar eða snakk. Það er algjör snilld að mylja...
Keto brauðstangir með mozzarella og piparosti
Þetta er örugglega auðveldasta og besta keto uppskrift sem til er. Örfá hráefni, undirbúningurinn tekur bara örfáar mínútur og útkoman eru ótrúlega góðar brauðstangir sem fáir standast, líka þau sem ekki eru keto.
Gyoza dumplings með bestu sósu í heimi
Itsu eru japanskir veitingastaðir sem þekktir eru fyrir fljótlegan og ferskan mat. Þeir bjóða meðal annars upp á gyoza sem eru japanskir dumplings en það eru nokkurs konar “koddar” gerðir úr deigi fylltir með ólíkum fyllingum. Itsu er nú farnir að selja þessa dásamlegu dumplings í matvöruverslunum og nú loksins fáanlegir á Íslandi. Ég nota...
Tælenskt núðlusalat í hnetusmjörsósu
Hér er tilvalið að nýta þar sem er til í ísskápnum hverju sinni. Gott að bæta við kjúklingi, nautakjöti eða risarækjum.
Naan pizza með tandoori kjúklingabaunum og grænmeti
Ég er alltaf að reyna að auka neyslu á grænmetisréttum en það er auðvitað algert skilyrði að þeir séu bragðmiklir og jafnvel smá djúsí. Það skemmir alls ekki fyrir ef það er fljótlegt að útbúa réttinn. Þessi er einn af þeim. Bragðgott tilbúið naanbrauð frá Pataks í grunninn sem búið er að hlaða á mozzarellaosti,...
Smjördeigssnúðar með grænu pestói og kryddfeta
Þessir snúðar eru alveg ótrúlega einfaldir og lygilega góðir. Þeir eru fullkominn fingramatur og henta því vel á veisluborðið. Þetta eru ekki nema 4 hráefni sem þarf að kaupa og eru tilbúnir á örskotsstundu. Færsla unnin af Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu á Bolungarvík