Glútenlausa hrökkkexið frá Nairn‘s er alveg nýtt uppáhald hjá mér en það stökkt og létt í sér og passar ljómandi vel með allskonar góðum salötum og ostum. Það hentar sérlega vel þeim sem þurfa að sneiða hjá glúteni og óhætt er fyrir fólk með celiac sjúkdóm að njóta þess. Hrökkkexið er líka vegan og mig...
Recipe Category: <span>Vegan</span>
Heit epla og perubaka með stökkum Póló toppi
Heitar eplabökur hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og fjölskyldunni. Nánast án undantekninga er einhver útgáfa á boðstólum í öllum afmælum og þá annað hvort borin fram með ís eða rjóma. Í þessari uppskrift hef ég perur með þar sem ég átti þær til og ég verð að segja að þær gefa alveg...
Hnetusmjörs klattar með dökku súkkulaði
Þessir klattar eru alveg ótrúlega bragðgóðir, einfaldir og fljótlegir. Allt í einni skál, óþarfi að kæla deigið og baksturstíminn er stuttur. Þeir eru vegan og henta því öllum sem forðast dýraafurðir og þeim sem eru annað hvort með mjólkur- eða eggjaofnæmi. Bragðlausa kókosolían frá Rapunzel er ótrúlega fjölhæf og hentar jafn vel í bakstur, hvort...
Einföld og fljótleg döðlukaka með kanil
Þessi kaka er alveg fullkomin sunnudagskaka sem gott er að skella í með stuttum fyrirvara. Það er mjög einfalt að laga deigið og það þarf ekkert að bíða eftir því að hún kólni alveg. Krökkunum finnst þessi alveg dásamleg sem og okkur fullorðna fólkinu. Kakan er án dýraafurða og henta vel þeim sem sneiða hjá...
Pralín panna cotta með hafrarjóma og ferskum hindberjum
Þessi frábæra uppskrift er í senn fáránlega einföld, sparileg og að auki vegan. Það mun ekki nokkur sála átta sig á því hvað það tók stuttan tíma að gera þennan eftirrétt. Agar agar duftið er ótrúlega skemmtileg hráefni sem gaman er að leika sér með í stað matarlíms. Það þarf mjög lítið af því en...
Heimagerðar Ferrero rocher kúlur
Eitt af mínu uppáhalds sælgæti eru Ferrero rocher kúlurnar í gyllta bréfinu. Það er eitthvað við þessa blöndu af heslihnetum, súkkulaði og núggati sem ég stenst sjaldnast. Mig langaði að prófa að gera einhverja skemmtilega útgáfu af þeim heima þar sem ég gæti notast við lífræn og vegan hráefni. Ég skoðaði ýmsar útgáfur og prófaði...
Sígildar kókosmakkarónur með dökku súkkulaði
Þessi uppskrift er löngu orðin sígild og ber með sér keim af smávegis nostalgíu. Hér nota ég einungis örfá lífræn hráefni og eru kókosmakkarónurnar einnig glútenlausar. Það er sérlega fljótlegt að útbúa þessar makkarónur og 85% súkkulaðið frá Rapunzel setur alveg punktinn yfir i-ið. Þær geymast vel og því má alveg gera þær með góðum...
Lífrænir hafrabitar með eplum, kanil og bláberja kompott
Okkur vantar oft hugmyndir af einhverju næringarríku og fljótlegu. Þessir bitar eru alveg ótrúlega einfaldir og það tekur enga stund að útbúa þá. Þeir eru sérlega góðir í nestiboxið eða á morgunverðarborðið. Þeir geymast vel í loftþéttu boxi í kæli, eru lífrænir, hveitilausir og fara einstaklega vel í maga. Þeir eru ekki dísætir en það...
Lífrænir súkkulaði- & hnetuklattar
Þessar litlu kökur eru mjög þéttar í sér og eru í raun prótínstykki í dulargervi. Þær eru hveitilausar, pakkaðar af næringu, góðri fitu og prótíni. Í þeim eru einungis lífræn gæða hráefni. Það er vel hægt að skipta út hrásykrinum fyrir sykurlausa sætu og eru þær þá í raun orðnar mjög kolvetnasnauðar. Þær hagga varla...
Haustlegar bláberjaskonsur með ekta vanillu
Já ég segi það bara, haustið er handan við hornið og nóg af bláberjum að fá þetta árið. Allavega á vissum svæðum landsins. Þessar skonsur eru dásamlegar á bragðið og alveg tilvalið að nota íslensk nýtínd bláber í þær. Ég átti því miður bara erlend en það kemur klárlega ekki að sök. Skonsurnar eru vegan...
Guðdómlegar og gómsætar einfaldar ostabrauðbollur
Þessar bollur eru bara með þeim allra einföldustu og ég baka þær mjög reglulega. Þær eru vegan og henta því mjög mörgum með ýmis konar óþol og ofnæmi. Þær eru alveg dásamlegar á morgunverðarborðið, brunchinn, í nestisboxið og svo frystast þær líka mjög vel. Uppskriftin er miðlungs stór myndi ég segja og gera 28-30 stk....
Bragðmikið bakað Mac n’ cheese með brauðrasp toppi
Vegan ostar hafa reynst mis góðir og eiginlega leitun að almennilegum jurtaostum. Nú datt ég niður á þessar ostsneiðar, annars vegar með mexíkóbragði og hinsvegar Applewood sem er reykt útgáfa. Og ég er svo gapandi hissa, þeir bráðna ótrúlega vel og klumpast ekkert og bragðið er bara virkilega gott. Koma þvílíkt skemmtilega á óvart og...
Dúnmjúk súkkulaðikaka með súkkulaðiganache & kókos
Þessi uppskrift er svo ótrúlega einföld og þægileg að það jaðrar við töfra. Því útkoman er ein sú allra besta. Ég nota hér einungis lífræn hráefni en kakan er svo einnig vegan. Það er mjög líklega ástæðan fyrir því hversu góð hún er. Gæða hráefni og útkoman getur hreint ekki klikkað. Þessi kaka hefur algerlega...
Ljúffeng hafrastykki með dökku súkkulaði & hnetusmjöri
Nú eru mörg farin af stað aftur í fjallgöngur og ýmis konar útivist. Þá er algjörlega lífsnauðsynlegt að vera vel nestuð og vera með nóg af góðri næringu sem gefur mikla orku. Þessi stykki hafa verið gerð á mínu heimili í mörg ár en upphaflega birtist þessi uppskrift á gamla blogginu mínu fyrir heilum 9...
Ljúffengar & litríkar vegan bruschettur á tvenna vegu
Bruschettur eru sérlega einfaldar í gerð og hægt að útbúa þær á fjölbreytta vegu. Það er hægt að aðlaga þær að smekk hvers og eins og lítið mál að vegan væða þær. Hér er ég með klassískt baguette brauð sem ég sker skáhallt í sneiðar. Ristaðar á grillpönnu með gæða ólífuolíu og toppaðar með tveimur...
Bragðmikill vegan borgari með nachos, mexíkóskum osti og sriracha mayo
Nei sko halló! Þessi borgari er algjörlega truflaður, bragðmikill, ferskur, með fersku grænmeti, krönsi og þeim allra besta vegan osti sem ég hef smakkað. Vegan Mexicana slices vegan osturinn bráðnar mjög vel og hentar því sérlega vel í grillaðar samlokur, hamborgara, á pítsur eða ofnrétti. Ég ákvað að nota hann hérna á borgara því það...
Möndlu- og sítrónukaka með vanillu rjómakremi og ferskum berjum
Þessi kaka er alveg stórgóð og sérlega einföld. Hún er vegan og það þarf engin flókin áhöld eða tæki til þess að græja hana. Hún er létt í sér og ég get svo svarið það að það er smá vor í henni. Oatly visp hafrarjóminn setur bókstaflega punktinn yfir i-ið og fer sérlega með ljósum...
Einfalt Rigatoni með grænu pestói, ólífum og sólþurrkuðum tómötum
Rigatoni pasta finnst mér alltaf svo skemmtilegt að bera fram þar sem það er ekki alveg í laginu eins og það sem við erum vön að kaupa. Það dregur vel í sig góðar sósur og hér er ég með græna vegan pestóið frá Sacla sem er alveg framúrskarandi gott í pastarétti. Að viðbættum grænum og...