Það verður allt svo dásamlegt sem sett er inn í vefjur og þessar eru engin undantekning. Sósurnar frá Blue dragon koma með asískt yfirbragð í matseldina og Satay sósan frá þeim er sjúklega góð og hægt að nota á fjölbreyttan hátt. Ég nota hana almennt mikið í kjúklingarétti en hérna ákvað ég að útbúa vefjur...
Recipe Tag: <span>Grænmeti</span>
Einfalt lasagna með spínati, linsum, rauðu pestói og sólþurrkuðum tómötum
Lasagna er einmitt svona matur sem gott er að útbúa á kaldasta tíma ársins. Frábært að eiga tilbúið lasagna í frysti og hita upp eftir þörfum og það er hægt að nota hvað sem er í fyllinguna, fer bara eftir ísskápa status hverju sinni. Grunnurinn er yfirleitt svipaður en svo skipti ég út grænmeti og...
Grænmetisgratín með rjómalagaðri hvítlauksostasósu
Þessi réttur er alveg frábær einn og sér með góðu ristuðu brauði eða sem meðlæti. Hvítlauksostarnir gefa réttinum góða fyllingu ásamt því að gefa honum dásamlegt bragð. Það er snjallt að nýta það grænmeti sem til er í ísskápnum og ekkert heilagt að fylgja uppskriftinni nákvæmlega hvað það varðar. Ég miða við að grænmetið fylli...
Bragðmikil Marokkósk panna með linsum, feta og tómötum
Þessi réttur er alveg dásamlegur, þarfnast smá undirbúnings en að öðru leyti afar einfaldur. Kryddblandan sem ég nota er heimagerð, það er hægt að gera bara rúmlegt magn og eiga hana þangað til næst. Kryddblönduna er einnig hægt að nota í kjúklingarétti eða jafnvel lamb. Hér er ég með rauðar linsubaunir sem er eitt af...
Asískt núðlusalat með teriyaki dressingu
Þegar við höfum bara korter til að græja kvöldmatinn og langar að hafa hann í léttari kantinum er þessi uppskrift nákvæmlega það sem við þurfum. Tekur mjög stuttan tíma og er létt í maga. Núðlurnar frá Blue dragon taka bara 4 mínútur að hita í sjóðandi vatni og jafnvel er hægt að hella sjóðandi vatni...
Ofnbökuð eggjakaka með mozzarella
Mér finnst mjög gott að fá eitthvað heitt að borða í hádeginu, smá gamaldags kannski. Samt ekkert alltaf til í eitthvað þungt og flókið. Bara henda einhverju á pönnu í fljótheitum dugir alveg. Ég færði eggjaköku upp á annað stig með því að grilla hana með osti. Það er vissulega allt betra með grilluðum osti,...
Köld fetaídýfa með grilluðu osta crostini
Þessi kalda fetaostsídýfa er svo einföld og ótrúlega góð. Sítrónan og dillið passa sérlega vel með fetaostinum og það gerir mjög mikið að toppa með ferskri agúrku og söxuðum kirsuberjatómötum. Grillaða crostinið passar svo fullkomlega með en einnig er gott að hafa saltkex eða annað ostakex með. Jafnvel dýfa grissini brauðstöngum í, það má allt...
Litrík pizza með vegan áleggi
Það elska lang flestir góðar pítsur og það sem gerir þær að mínu mati góðar er osturinn númer eitt, tvö og þrjú. Það hefur hingað til verið frekar erfitt að finna almennilegan vegan ost sem bráðnar vel og bragðast sömuleiðis vel. Vegan Deli ostarnir eru snilld á pítsurnar og bráðna vel. Um daginn setti ég...
Grilluð vegan samloka með djúsí áleggi og kaldri sósu
Þegar þig langar í eitthvað almennilega djúsí en vilt sneiða hjá dýraafurðum er þessi samloka algjörlega málið. Vegan bátabrauð hlaðið gómsætu áleggi og sósum og jú, aðeins grænmeti líka auðvitað. Vegan Deli áleggin og ostsneiðarnar eru að mínu mati þau allra bestu á markaðnum. Osturinn er mjög bragðgóður og það sem meira er, hann bráðnar...
Hoisin núðlur með kjúklingi, chili og kóríander
Þessi núðluréttur er brjálæðislega einfaldur og fljótlegur og tilbúinn á núlleinni. Ekta matur til að henda í í miðri viku eða jafnvel á föstudagskvöldi þegar maður nennir engu. Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes ehf. Myndir og uppskrift eftir Völlu
Grillaður þorskur, toppaður með fetaosts pestói
Við Matarmenn erum mikið fyrir fiskrétti en þessi fer klárlega á lista yfir top 3 bestu. Ferskur fiskur með ferskum hráefum er blanda sem getur einfaldlega ekki klikkað. Þið verðið svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með þessa uppskrift að vopni. Við mælum með því að versla fiskinn eins ferskan og hugsast getur, það einfaldlega tekur...
Algjörlega ótrúlegir kókosbitar
Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.
- 1
- 2