Þessi dásemdar ávaxtabaka er að mínu mati hinn fullkomni eftirréttur. Svo ég tali nú ekki um há sumar eftir góðan grillmat. Það er virkilega auðvelt að undirbúa bökuna og hægt að gera með góðum fyrirvara. Einnig er snjallt að setja hráefnin í álbakka og græja bökuna á grillinu.
Recipe Tag: <span>vegan</span>
Bragðmikil sætkartöflusúpa með hvítlauk og límónu
Já íslenska sumarið! Það er nú ekki alltaf tuttugu gráður og heiðskírt, því miður! Á köldum sumarkvöldum þegar við förum að skella okkur í föðurlandið, flíspeysuna og buffið og langar í eitthvað heitt og notalegt að borða í fortjaldinu, kallar þessi á mann. Það er hægt að gera hana fyrirfram og setja í brúsa eða...
Bragðmikill BBQ svartbaunaborgari
Þessir borgarar eru ótrúlega einfaldir og bragðgóðir. Það skemmir svo auðvitað ekki fyrir að þeir eru bráðhollir og vegan án þess að gefa nokkuð eftir í djúsíheitum. Ég notaði hummus snakkið með tómat og basilbragði frá Eat real, það er alveg ótrúlega gott bindiefni í vegan bollur og borgara og gefur alveg sérstaklega gott bragð....
Einföld appelsínukaka
Stundum þurfa góðar kökur bara alls ekki að vera flóknar né tímafrekar í gerð. Fólk er að koma í kaffi og þig langar kannski að vippa einhverju fram á mettíma? Þessi er án dýraafurða og hentar því vel þeim sem eru vegan eða óþol fyrir eggjum eða mjólk. Ég notaði í hana Oatly hafradrykk með...
Vegan kjúklingabaunabollur með chili snakki
Ég er mjög hrifin af öllu sem kjúklingabaunir eru í og þessar bollur eru engin undantekning. Númer eitt, tvö og þrjú myndi ég segja að væru falafel bollur en þessar eru alls ekki síðri. Ég nota í þær Eat real snakk sem er dásamlegt eitt og sér eða dýft í góðan hummus (sem við erum...
Ostaslaufur sem svíkja engan
Ostaslaufur er eitt það brauðmeti sem hefur verið hvað vinsælast í bakaríum landsins um árabil. Og svo auðvitað í brauðbörum í matvöruverslunum. Verst bara hvað þær eru í raun dýrar! Málið er að það er ekkert mál að gera þær heima og geyma svo í frystinum fyrir krakkana. Alveg gráupplagt að taka með í nesti...
Granóla með hlynsírópi og pekanhnetum
Að gera sitt eigið granóla er ótrúlega auðvelt og að sjálfsögðu alltaf miklu betra en það sem við kaupum í búðinni. Það er hægt að leika sér með innihald, taka eitthvað út og bæta í ef maður er með góðan grunn. Þessi uppskrift er auðveld en auk þess er hún vegan og lífræn svo hún...
Vegan heilhveitimúffur með bönunum og valhnetum
Nú þegar Veganúar er að klárast er ekki úr vegi að enda hann með stæl. Það verður æ algengara að baka vegan bakkelsi því það er í raun sáraeinfalt að skipta út hráefnum eða jafnvel bara sleppa með góðum árangri. Þessar múffur eru einstaklega mjúkar og bragðgóðar og þær eru án allra dýraafurða. Þær henta...
Hjónabandssæla með döðlumauki
Ég er mikill aðdáandi hjónabandssælu enda hreinlega elska ég allt sem inniheldur hafra. Þessi hjónabandssæla er hinsvegar aðeins öðruvísi en þessi hefðbundna en fer þó ekkert allt of langt frá henni. Döðlur passa fullkomlega með höfrunum og satt best að segja fattar enginn að þessi dásemd er vegan. Ég nota líka blöndu af cristallino og...
Litrík pizza með vegan áleggi
Það elska lang flestir góðar pítsur og það sem gerir þær að mínu mati góðar er osturinn númer eitt, tvö og þrjú. Það hefur hingað til verið frekar erfitt að finna almennilegan vegan ost sem bráðnar vel og bragðast sömuleiðis vel. Vegan Deli ostarnir eru snilld á pítsurnar og bráðna vel. Um daginn setti ég...
Besti hummusinn sem passar með öllu
Ég er mjög hrifin af hummus og get sett hann á allt, yfir salöt, í samlokur, vefjur, nota sem ídýfur og ég veit ekki hvað og hvað. Margir eiga sína útgáfu og það er vel. Sumir hafa miklar meiningar með það hvaða baunir maður notar, úr dós eða þurrar sem hafa verið lagðar í bleyti...
Hnetubitar með kókos og möndlusmjöri
Þessir bitar eru bara alveg útúr þessum heimi góðir! Það er smá dúll að græja þá en alveg fullkomlega þess virði. Uppskriftin er frekar stór, gott er að skera bitana frekar smærra því þeir eru ansi saðsamir og eru líka eins og gott konfekt. Uppskriftin er byggð á frægu snickerskökunni hennar Ebbu Guðnýjar með smá...
Kryddbrauð – lífrænt og vegan
Allar útgáfur af kryddbrauði eru góðar. Það er nú bara þannig en þessi útgáfa er alveg sérlega góð. Virkilega einföld auk þess að vera vegan. Þetta brauð nær sjaldnast að kólna áður en það klárast og er orðið einhversskonar hornsteinn þess sem til er í eldhúsinu. Þegar fer að kólna í veðri er þetta alveg...
Grilluð vegan samloka með djúsí áleggi og kaldri sósu
Þegar þig langar í eitthvað almennilega djúsí en vilt sneiða hjá dýraafurðum er þessi samloka algjörlega málið. Vegan bátabrauð hlaðið gómsætu áleggi og sósum og jú, aðeins grænmeti líka auðvitað. Vegan Deli áleggin og ostsneiðarnar eru að mínu mati þau allra bestu á markaðnum. Osturinn er mjög bragðgóður og það sem meira er, hann bráðnar...
Vegan brownies með kókossúkkulaði
Kjúklingabaunir eru eitt af mínum uppáhalds hráefnum í eldhúsinu og alltaf langað að prófa að nota þær í eitthvað sætt. Við notum þær kannski meira í að gera hummus og borgara, jafnvel falafel en hérna datt ég niður á eitthvað rosalegt. Algjörlega stórkostlegt. Kjúklingabauna brownies. Hljómar kannski ekki spennandi en það er bara ekki snefill...
Linsubauna bolognese með tómötum, pestó og spínati
Þetta Bolognese er eitt af því besta sem ég hef gert og allir í fjölskyldunni borðuðu á sig gat. Það vill svo til að það er vegan og einfalt í gerð. Auðvelt er að skipta út grænmetistegundum eftir því hvað er til í ísskápnum hverju sinni. Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes,...
Algjörlega ótrúlegir kókosbitar
Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.