Fyrir 6-8
Recipe Category: <span>Bakstur</span>
“Allt nema beyglan” ostahorn með pepperóní
Everything but the bagel kryddblandan er ein af mínum uppáhalds. Beyglur með þessu kryddi eru auðvitað mjög góðar en það er hægt að nota þessa blöndu á og í allskonar annað. Mig langaði í einhver góð ostahorn og því alveg gráupplagt að smella þessu saman. Ég nota hérna hreina mozzarella ostinn frá Örnu. Hann er...
Lífræn snickers stykki með dökku súkkulaði
Þessi stykki eru pökkuð af næringu og orku. Tilvalin til þess að grípa með sér í fjallgönguna eða jafnvel golfhringinn. Þau eru einföld í gerð og þarf ekki að baka. Öll hráefnin eru lífræn og stykkin eru einnig vegan. Það er jafnvel hægt að skera þau í smærri bita og bjóða sem konfekt. Þau geymast...
Súkkulaðikaka með kókoskaramellu
Sjónvarpskaka hefur verið vinsæl um árabil og á ættir sínar að rekja til Danmerkur, heitir þar reyndar Draumakaka en það er önnur saga. Súkkulaðikökur eru líka sívinsælar og einfaldar að útbúa. Hvað ef við blöndum þessum tveimur kökum saman? Er það ekki eitthvað? Hvað gæti svo sem klikkað? Ekkert ef þið spyrjið mig! Það er...
Butter chicken með villihrísgrjónum og heimagerðu hvítlauks naan brauði
Indverskur matur er líklega sú matargerð sem mér þykir hvað best. Það er hinsvegar ekkert alltaf þörf á því að verja öllum deginum í eldhúsinu þegar okkur langar í góðan indverskan. Hérna nota ég Butter chicken sósuna frá Pataks en poppa réttinn upp með besta naan brauði sem fyrirfinnst! Það tekur enga stund að laga...
Cappuchino kaka með silkimjúku kaffikremi
Þessi kaka er fullkomin fyrir alla kaffiunnendur. Bökuð í ílöngu formi eins og kryddbrauð en með silkimjúku smjörkremi og kakódufti. Dúnmjúk og bragðgóð með áberandi góðu kaffibragði. Döðlusírópið gefur kökunni mýkt og örlítið karamellubragð.
Stórgóðar skonsur með pipar mozzarella og beikoni
Mér finnast skonsur alltaf svo góðar. Hægt að hafa þær sætar eða ósætar og endalaust hægt að finna upp nýjar samsetningar í innihald þeirra. Þessar eru alveg sérlega góðar, bragðmiklar, stökkar að utan en mjúkar að innan með góðu magni af osti og beikoni. Ekkert sem gæti klikkað. Frábærar einar og sér með smjöri eða...
Smákökur með pekanhnetum, dökku súkkulaði og sjávarsalti
Þessar kökur eru algjörlega ómótstæðilegar. Í þeim er leynihráefni sem gerir þær ótrúlega mjúkar að innan. Ég nota í þær kókos og möndlusmjörið frá Rapunzel sem gefur einstakt bragð og áferð.
Himnesk súkkulaðiterta með ekta súkkulaðikremi
Súkkulaðitertur geta verið eins ólíkar og þær eru margar. Sum bæta við sultu, bönunum eða karamellu til dæmis í fyllinguna, þær geta verið með ríkjandi vanillubragð, kakóbragð eða jafnvel piparmyntu. Í ljósari kantinum eða dökkar, með smjörkremi eða ganache jafnvel. Þær eiga þó það sameiginlegt að alltaf eru þær vinsælar, hvort sem er hjá börnunum...
Sítrónu & vanilluskúffa með bökuðu marengs kremi
Þessi dásamlega bragðgóða kaka er tilbrigði við lemon tart sem er líklega einn besti eftirréttur sem ég veit. Hér er ekkert lemon curd en sítrónubragðið er þess í stað í kökunni sjálfri. Kakan verður extra mjúk með blöndu af jurtaolíu í stað smjörs. Einnig nota ég gríska jógúrt en hún gerir kökuna einnig ótrúlega djúsí....
Banoffee marengsbomba á þremum hæðum
Ein af mínum uppáhalds kökum eða eftirréttum er Banoffee pie. Það er dásamleg blanda af kexbotni, karamellu, þeyttum rjóma, bönunum og smá rifið súkkulaði á toppinn. Mig langaði að prófa að gera einhvers konar marengsútgáfu af því og heppnaðist hún ótrúlega vel. Passar sérlega vel á veisluborðið og nú þegar páskarnir eru framundan og fermingar...
Dásamlegt eplapie með hafrakrönsi
Eplapie eru alltaf klassískur eftirréttur og hentar líka mjög vel í saumaklúbba og afmæli. Þessi útgáfa er alveg sérlega góð og djúsí. Ég mæli auðvitað með því að bera hana fram með rjóma eða ís. Það er lítið mál að gera hana vegan en þá þarf bara að skipta smjörinu út fyrir vegan smjör. ...
Kanilsnúðar með vanillukremi
Ég mæli með að setja flórsykur yfir snúðana eða leyfa krökkunum að skreyta þá með glassúr.
Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes
Allra bestu amerísku pönnukökurnar
Ég elska amerískar pönnukökur og býð jafnt upp á þær með kaffinu eða með brönsinum. Og jafnvel í kvöldmat ef ég dett í það að hafa bröns í kvöldmat, en það er sérlega vinsælt á mínu heimili. Þessi uppskrift er sérlega einföld og lítið vesen. Bara skál og pískur, ekkert að þeyta neinar eggjahvítur eða...