Það er komið að miðri viku og þú veist ekkert hvað þú átt að elda. Eitthvað fljótlegt og bragðgott en samt einfalt, ekki sterkt því krakkarnir vilja það ekki… Þá er þessi réttur fullkominn. Fólk er mishrifið af grísakjöti en hérna er leyndarmálið að nota gott grísasnitsel. Ég sker það í strimla í stað þess...
Recipe Category: <span>Bloggarar</span>
Dúnamjúk hafrakaka með grillaðri kókoskaramellu
Það er eitthvað við hafra í bakstri, mér einfaldlega finnst þeir gera allt betra. Þessi kaka er hreinlega ein þeirra sem fólk kolfellur fyrir. Hafrar, kanill, kókos, smjör og dökkur sykur… þetta er einhver blanda sem er algjörlega skotheld. Þessi er mjög góð volg og hún smakkast ekki verr með smá rjómaslettu eða jafnvel vanilluís....
Kryddbrauð – lífrænt og vegan
Allar útgáfur af kryddbrauði eru góðar. Það er nú bara þannig en þessi útgáfa er alveg sérlega góð. Virkilega einföld auk þess að vera vegan. Þetta brauð nær sjaldnast að kólna áður en það klárast og er orðið einhversskonar hornsteinn þess sem til er í eldhúsinu. Þegar fer að kólna í veðri er þetta alveg...
Grilluð vegan samloka með djúsí áleggi og kaldri sósu
Þegar þig langar í eitthvað almennilega djúsí en vilt sneiða hjá dýraafurðum er þessi samloka algjörlega málið. Vegan bátabrauð hlaðið gómsætu áleggi og sósum og jú, aðeins grænmeti líka auðvitað. Vegan Deli áleggin og ostsneiðarnar eru að mínu mati þau allra bestu á markaðnum. Osturinn er mjög bragðgóður og það sem meira er, hann bráðnar...
Vegan brownies með kókossúkkulaði
Kjúklingabaunir eru eitt af mínum uppáhalds hráefnum í eldhúsinu og alltaf langað að prófa að nota þær í eitthvað sætt. Við notum þær kannski meira í að gera hummus og borgara, jafnvel falafel en hérna datt ég niður á eitthvað rosalegt. Algjörlega stórkostlegt. Kjúklingabauna brownies. Hljómar kannski ekki spennandi en það er bara ekki snefill...
Wasabi Kjúklingabaunir
Flest okkar telja okkur hafa smakkað wasabi og tengja það við Sushi. Staðreyndin er sú að 90% af wasabi sem er selt í heiminum er ekki búið til úr wasabi rót, heldur piparrót sem er lituð með grænum matarlit og bragðbætt með öðrum efnum. Ég persónulega hef aldrei verið hrifin af því wasabi sem mér...
Hoisin núðlur með kjúklingi, chili og kóríander
Þessi núðluréttur er brjálæðislega einfaldur og fljótlegur og tilbúinn á núlleinni. Ekta matur til að henda í í miðri viku eða jafnvel á föstudagskvöldi þegar maður nennir engu. Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes ehf. Myndir og uppskrift eftir Völlu
Nauta Carpaccio með pikkluðum rauðlauk
Carpaccio er skírt í höfuðið á myndlistamanni að nafni Vittore Carpaccio sem gerði garðinn frægan um 1500. Það er ekki skrýtið að fólk sé enn þann dag í dag að gæða sér á þessum rétti, enda einstaklega góður við flest tilefni. Hér erum við búnir að setja saman skemmtilega útfærslu sem gefur bragðlaukunum sannkallaða óvissuferð....
LAKK
Þessi “kokteill” slær alltaf í gegn því hann er öðruvísi og skemmtilegur, en það er að sjálfsögðu hægt að nota hann sem eftirrétt líka. Lakkrísduftið fékk ég í Epal, en ég notaði FINE út í soðna vatnið og svo grófa lakkrísinn sem skraut. Ég bar þetta fram í iittala rauðvínsglösum en það má að sjálfsögðu...
Grillaður þorskur, toppaður með fetaosts pestói
Við Matarmenn erum mikið fyrir fiskrétti en þessi fer klárlega á lista yfir top 3 bestu. Ferskur fiskur með ferskum hráefum er blanda sem getur einfaldlega ekki klikkað. Þið verðið svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum með þessa uppskrift að vopni. Við mælum með því að versla fiskinn eins ferskan og hugsast getur, það einfaldlega tekur...
Kashjúhnetu & Mexíkó Kjúlli
Chili Olían í þessari uppskrift setur punktinn yfir i-ið og því mæli ég eindregið með því að kaupa hana. Hana er hægt að nota í ýmsa kjúklinga og pasta rétti ásamt því að hún er fullkomin á pizzu. Ástæðan fyrir því að ég vel að nota úrbeinuð kjúklingalæri er því þau verða safaríkari við eldun...
Himneska Hrákakan
Þessi holla og góða kaka er mín go-to hrákaka og slær í gegn í hvert skiptið sem ég býð upp á hana. Hún er einföld í gerð því það þarf ekki matvinnsluvél eins og þarf fyrir flestar hrákökur og því ætti að vera á allra færi að gera hana. Einnig eru flest hráefnin sem ég...
Linsubauna bolognese með tómötum, pestó og spínati
Þetta Bolognese er eitt af því besta sem ég hef gert og allir í fjölskyldunni borðuðu á sig gat. Það vill svo til að það er vegan og einfalt í gerð. Auðvelt er að skipta út grænmetistegundum eftir því hvað er til í ísskápnum hverju sinni. Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes,...
Tómatsúpa
Þær vörur sem ég notaði í uppskriftina má finna hér á myndunum fyrir ofan, en það má að sjálfsögðu skipta þeim út fyrir aðrar. Ég bar súpuna fram með ristuðu baguette brauði, sýrðum rjóma og rifnum ost, en mér finst einnig gott að hafa basiliku með þegar ég á hana til. Þessi súpa er svo...
Algjörlega ótrúlegir kókosbitar
Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.
Sumarleg rúlluterta með ferskju og ástaraldin fyllingu
Þessi ákaflega fallega rúlluterta er í senn létt og dúnamjúk. Fersk fyllingin gefur henni suðrænt og framandi yfirbragð. Það skemmir svo ekki fyrir að mjólkurvörurnar sem notaðar eru í hana eru laktósafríar og fara því betur í marga maga. Færslan er unnin í samstarfi við Örnu Uppskrift og myndir eftir Völlu ...
Marengs Hringur
Botnarnir í þessari köku geymast vel og því er í góðu lagi að baka þá 1 – 2 dögum áður en kakan er borin fram, en ég set hins vegar alltaf rjóma, ber og nammi á hana samdægurs. Í þetta skiptið notaði ég jarðaber, bláber, granatepli og Milka súkkulaði og það heppnaðist dásamlega vel. Ég...