Þegar við ætlum að útbúa ferskt salat sem aðal máltíð er mikilvægt að blanda saman ólíkum áferðum og brögðum. Mér finnst skipta máli að það sé eitthvað í því sem þyngir það líkt og eitthvað gott prótín eða baunir og svo líka eitthvað stökkt eins og brauðteningar eða snakk. Það er algjör snilld að mylja...
Recipe Category: <span>Forréttur</span>
Keto brauðstangir með mozzarella og piparosti
Þetta er örugglega auðveldasta og besta keto uppskrift sem til er. Örfá hráefni, undirbúningurinn tekur bara örfáar mínútur og útkoman eru ótrúlega góðar brauðstangir sem fáir standast, líka þau sem ekki eru keto.
Bragðmikil sætkartöflusúpa með hvítlauk og límónu
Já íslenska sumarið! Það er nú ekki alltaf tuttugu gráður og heiðskírt, því miður! Á köldum sumarkvöldum þegar við förum að skella okkur í föðurlandið, flíspeysuna og buffið og langar í eitthvað heitt og notalegt að borða í fortjaldinu, kallar þessi á mann. Það er hægt að gera hana fyrirfram og setja í brúsa eða...
Heitur Parma-Brie með pekanhnetu- og vínberjasalati
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes
Naan pizza með tandoori kjúklingabaunum og grænmeti
Ég er alltaf að reyna að auka neyslu á grænmetisréttum en það er auðvitað algert skilyrði að þeir séu bragðmiklir og jafnvel smá djúsí. Það skemmir alls ekki fyrir ef það er fljótlegt að útbúa réttinn. Þessi er einn af þeim. Bragðgott tilbúið naanbrauð frá Pataks í grunninn sem búið er að hlaða á mozzarellaosti,...
Smjördeigssnúðar með grænu pestói og kryddfeta
Þessir snúðar eru alveg ótrúlega einfaldir og lygilega góðir. Þeir eru fullkominn fingramatur og henta því vel á veisluborðið. Þetta eru ekki nema 4 hráefni sem þarf að kaupa og eru tilbúnir á örskotsstundu. Færsla unnin af Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu á Bolungarvík
Dásamlegt sveppa risotto
Risotto er einn af mínum uppáhaldsréttum, ótrúlega einfalt í gerð og er tekur alls ekki eins mikinn tíma og maður gæti haldið. Það er hægt að leika sér endalaust með hráefnin þó svo í grunninn séu þetta bara hrísgrjón og soð. Þessi uppskrift er með þeim einfaldari, ferskir sveppir með mozzarella, hvítvíni og steinselju. Ef...
Köld fetaídýfa með grilluðu osta crostini
Þessi kalda fetaostsídýfa er svo einföld og ótrúlega góð. Sítrónan og dillið passa sérlega vel með fetaostinum og það gerir mjög mikið að toppa með ferskri agúrku og söxuðum kirsuberjatómötum. Grillaða crostinið passar svo fullkomlega með en einnig er gott að hafa saltkex eða annað ostakex með. Jafnvel dýfa grissini brauðstöngum í, það má allt...
Norður afrískt Shakshuka
Margir segja að Shakshuka sé hinn fullkomni morgunverður en hvað er það samt? Shakshuka þýðir “blanda” eða “blanda af einhverju” á arabísku. Þetta er blanda af heitu grænmeti, gjarnan lauk, papriku og tómötum ásamt nokkrum góðum kryddum sem steikt er á pönnu. Yfir heita grænmetið sem verður að einhverju dásamlegu mauki eru svo sett egg...
Besti hummusinn sem passar með öllu
Ég er mjög hrifin af hummus og get sett hann á allt, yfir salöt, í samlokur, vefjur, nota sem ídýfur og ég veit ekki hvað og hvað. Margir eiga sína útgáfu og það er vel. Sumir hafa miklar meiningar með það hvaða baunir maður notar, úr dós eða þurrar sem hafa verið lagðar í bleyti...
Wasabi Kjúklingabaunir
Flest okkar telja okkur hafa smakkað wasabi og tengja það við Sushi. Staðreyndin er sú að 90% af wasabi sem er selt í heiminum er ekki búið til úr wasabi rót, heldur piparrót sem er lituð með grænum matarlit og bragðbætt með öðrum efnum. Ég persónulega hef aldrei verið hrifin af því wasabi sem mér...