Matarmikil salöt hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og þetta er líklega í efstu þremur sætunum. Grísk matargerð er svo dásamleg, fersk, einföld hráefni og góð krydd. Það tekur ekki langan tíma að græja þetta salat og enn styttri tíma ef kjúklingurinn er tilbúinn í marineringunni þegar á að baka hann. Ég nota...
Recipe Category: <span>Grill</span>
Lambaspjót undir grískum áhrifum
Lambaspjótin frá Norðslenska eru tilbúin á grillið og slá í gegn. Það er hægt að bera þau fram með meðlæti að eigin vali en hér er rétturinn undir grískum áhrifum.
Grillaðar tandoori risarækjur með kaldri kóríandersósu
Þessi réttur er alveg einstaklega einfaldur og örfá innihaldsefni sem þarf. Einungis þarf að gera ráð fyrir tíma fyrir marineringuna en þess utan tekur rétturinn bara örfáar mínútur að verða tilbúinn. Það er snjallt að bjóða upp á þessar rækjur sem forrétt og það er sérlega auðvelt að margfalda uppskriftina og bjóða upp á fyrir...
Hvítvínsrjómalagað tagliatelle með sveppum, timian & grilluðu grísakjöti
Ef þú vilt fá ekta veitingastaðarétt heima þá er þessi algjörlega málið. Fljótlegur og ljúffengur pastaréttur sem hefur þetta yfirbragð að það hafi verið haft mikið fyrir honum. Hvítvínið, sveppirnir og timian-ið á einstaklega vel við grillað grísakjötið frá Goða en það er einmitt með ítalskri parmesan kryddblöndu. Ég mæli með að bera þennan rétt...
Taílenskt regnbogasalat með trylltri dressingu
Þetta salat er svo dásamlegt, stútfullt af næringu og það er sérlega þægilegt að getað sleppt einhverjum af innihaldsefnunum eða skipt þeim út. Áherslan er lögð á sem flesta liti og dressingin setur punktinn yfir i-ið. Hún í senn sölt og sæt, ásamt því að hafa þetta unaðslega umami bragð. Ég nota rauða karrý maukið...
Rosalegur lúxusborgari með laukhringjum, beikoni og Dala hring
Hamborgarar hafa alltaf verið mitt allra mesta uppáhald og eitt sinn birtist við mig viðtal í tímaritinu Vikunni þar sem fyrirsögnin var “Vandræðalega veik fyrir hamborgurum”. Sönn saga! Þetta er bara svo fjölbreyttur matur og hamborgari og hamborgari er bara ekki það sama! Endalausir möguleikar í samsetningum og þetta þarf ekkert að vera næringarsnauð máltíð,...
Grillaðar grísahnakkasneiðar með kaldri piri piri sósu, grilluðum aspas & ávaxtasalati
Grísakjöt og ávextir passa svo vel saman og hér er ég með bragðmikla kalda piri piri sósu og grillaðan aspas með. Þetta er alveg ótrúlega einföld eldamennska og ég held að ég hafi átt hraðamet í eldamennsku kvöldsins. Grísasneiðarnar taka örskamma stund á grillinu enda beinlausar og tilbúnar beint úr pakkningunni. Meðlætið er sérlega einfalt...
Kolagrillað lamba prime með grísku salati og myntu chimichurri
Nú er sko sumarið komið og þá skal grillað! Lamba prime-ið frá Goða er alveg framúrskarandi gott, lungamjúkt og hvítlauks og rósmarín marineringin passar sérlega vel við. Ef þið komið því við mæli ég með því að kolagrilla það en það færir lambið upp á eitthvert æðra stig! Ferskt salat með ólífum, feta, rauðlauk, tómötum...
Bragðmikill vegan borgari með nachos, mexíkóskum osti og sriracha mayo
Nei sko halló! Þessi borgari er algjörlega truflaður, bragðmikill, ferskur, með fersku grænmeti, krönsi og þeim allra besta vegan osti sem ég hef smakkað. Vegan Mexicana slices vegan osturinn bráðnar mjög vel og hentar því sérlega vel í grillaðar samlokur, hamborgara, á pítsur eða ofnrétti. Ég ákvað að nota hann hérna á borgara því það...
Indverskar kjúklingabringur með grilluðu grænmeti og basmati
Á dögunum fékk ég að gjöf fjölsuðupott frá Ninja. Sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að ég hef sjaldan notað eitt heimilistæki eins mikið og þetta. Þessi pottur sameinar nokkur tæki og það er ansi fátt sem er ekki hægt að gera í honum. Reyndar eru þetta í heild 8 stillingar og hægt...
Grilluð naan loka með tandoori kjúklingi og mango chutney sósu
Þessi grillaða naan loka er dásamlegt tvist á indverskri matargerð. Ótrúlega fljótleg og bragðast dásamlega. Það er um að gera að nýta afgangs kjúkling í þessa en svo er líka hægt að nálgast eldaðan kjúkling í næstu verslun. Tandoori sósan passar alveg ótrúlega vel með kjúkling en einnig er hægt að marinera fisk t.d. Möguleikarnir...
Bragðmikill BBQ svartbaunaborgari
Þessir borgarar eru ótrúlega einfaldir og bragðgóðir. Það skemmir svo auðvitað ekki fyrir að þeir eru bráðhollir og vegan án þess að gefa nokkuð eftir í djúsíheitum. Ég notaði hummus snakkið með tómat og basilbragði frá Eat real, það er alveg ótrúlega gott bindiefni í vegan bollur og borgara og gefur alveg sérstaklega gott bragð....
- 1
- 2