Mér finnst mjög gott að fá eitthvað heitt að borða í hádeginu, smá gamaldags kannski. Samt ekkert alltaf til í eitthvað þungt og flókið. Bara henda einhverju á pönnu í fljótheitum dugir alveg. Ég færði eggjaköku upp á annað stig með því að grilla hana með osti. Það er vissulega allt betra með grilluðum osti,...
Recipe Category: <span>Hádegismatur</span>
Bragðmikill BBQ svartbaunaborgari
Þessir borgarar eru ótrúlega einfaldir og bragðgóðir. Það skemmir svo auðvitað ekki fyrir að þeir eru bráðhollir og vegan án þess að gefa nokkuð eftir í djúsíheitum. Ég notaði hummus snakkið með tómat og basilbragði frá Eat real, það er alveg ótrúlega gott bindiefni í vegan bollur og borgara og gefur alveg sérstaklega gott bragð....
Kínóa salat með grilluðum kjúkling og kaldri hunangs – sinnepssósu
Nú er runninn upp aðal grilltími ársins og ég skil hreinlega ekki hvers vegna ég hef ekki gefið ykkur uppskriftina af uppáhalds salatinu mínu en það er mjög næringarríkt og matarmikið. Til þess að toppa það geri ég yfirleitt kalda dressingu úr grískri jógúrt. Mér finnst best að nota grísku jógúrtina frá Örnu þar sem...
Nautakjöt í teriyaki og ostrusósu
Það er alveg ótrúlega auðvelt að græja sér góðan asískan mat heima. Það tekur enga stund að gera þennan stórgóða wok rétt. Það eru ekki mörg innihaldsefni og ég fullyrði að það taki ekki meira en 20 mínútur frá því að hráefnin eru í umbúðunum og þangað til rétturinn er kominn á diska.
Himneskir vegan dumplings með brokkolí og hýðishrísgrjónum
Þessa dagana er ég með algjört æði fyrir Gyosa eða dumplings eins og þetta heitir líka. Ég hef ekkert gott íslenskt nafn yfir þetta svo ég sletti bara og held mig við “dumplings”. Itsu framleiðir alveg sérstaklega gott dumplings sem hægt er að kaupa frosið og ég fullyrði að þetta er alveg á pari við...
Vegan kjúklingabaunabollur með chili snakki
Ég er mjög hrifin af öllu sem kjúklingabaunir eru í og þessar bollur eru engin undantekning. Númer eitt, tvö og þrjú myndi ég segja að væru falafel bollur en þessar eru alls ekki síðri. Ég nota í þær Eat real snakk sem er dásamlegt eitt og sér eða dýft í góðan hummus (sem við erum...
Kjúklinga- brauðsalat með fetaosti, vínberjum og karrý
Ertu komin/n með leið á túnfiskssalati og rækjusalati? Elskar samt majó og djúsí brauðsalöt? Þetta er alveg fullkomið salat á brauð og einfalt og fljótlegt í gerð. Kjúklingur og karrí er auðvitað sígild tvenna en að viðbættum vínberjum, maís og fetaosti í samfloti með majónesi og grískri jógúrt verða til einhverjir töfrar. Ég nota kjöt...
Gyoza dumplings með bestu sósu í heimi
Itsu eru japanskir veitingastaðir sem þekktir eru fyrir fljótlegan og ferskan mat. Þeir bjóða meðal annars upp á gyoza sem eru japanskir dumplings en það eru nokkurs konar “koddar” gerðir úr deigi fylltir með ólíkum fyllingum. Itsu er nú farnir að selja þessa dásamlegu dumplings í matvöruverslunum og nú loksins fáanlegir á Íslandi. Ég nota...
Teriyaki kjúklingur með hvítlauk og engiferi
Þessir bráðeinföldu kjúklingaleggir eru alveg ótrúlega bragðgóðir og fullorðnir jafnt sem börn þykja þeir góðir. Ég mæli með því að bera þá fram með hrísgrjónum og jafnvel einföldu salati. Einnig er hægt að sjóða aðeins marineringuna og bera fram sem sósu. Ég segi að hann sé fljótlegur því vinnan í kringum þetta og aðaltíminn fer...
Naan pizza með tandoori kjúklingabaunum og grænmeti
Ég er alltaf að reyna að auka neyslu á grænmetisréttum en það er auðvitað algert skilyrði að þeir séu bragðmiklir og jafnvel smá djúsí. Það skemmir alls ekki fyrir ef það er fljótlegt að útbúa réttinn. Þessi er einn af þeim. Bragðgott tilbúið naanbrauð frá Pataks í grunninn sem búið er að hlaða á mozzarellaosti,...
Ostaslaufur sem svíkja engan
Ostaslaufur er eitt það brauðmeti sem hefur verið hvað vinsælast í bakaríum landsins um árabil. Og svo auðvitað í brauðbörum í matvöruverslunum. Verst bara hvað þær eru í raun dýrar! Málið er að það er ekkert mál að gera þær heima og geyma svo í frystinum fyrir krakkana. Alveg gráupplagt að taka með í nesti...
Granóla með hlynsírópi og pekanhnetum
Að gera sitt eigið granóla er ótrúlega auðvelt og að sjálfsögðu alltaf miklu betra en það sem við kaupum í búðinni. Það er hægt að leika sér með innihald, taka eitthvað út og bæta í ef maður er með góðan grunn. Þessi uppskrift er auðveld en auk þess er hún vegan og lífræn svo hún...
Keto pizza með chorizo, klettasalati og parmesan
Á nýju ári fara margir í að endurskoða mataræðið sitt. Keto hefur verið mjög vinsælt undanfarin misseri en þar er leitast við að hafa sem allra minnst af kolvetnum, prótein í meðallagi og mest af fitu eða um 70% af heild. Í gegnum tíðina hef ég prófað allskonar lágkolvetna pizzubotna en ég fer alltaf í...
Baka með spínati, tómötum og fetaosti
Bökur eru hinn fullkomni réttur til að nýta það sem til er í ískápnum hverju sinni. Hér má skipta út spínati fyrir aspas, tómötum fyrir papriku og í raun það sem hugurinn girnist og ímyndunaraflið leyfir. Þessi færsla er unnin í samstarfi við Örnu
Litrík smoothie skál með þykkri ab mjólk
Eftir góða jólahátíð sem var uppfull af dásamlegum veislumat er gott að gæða sér á einhverju léttu og næringarríku. Þessi smoothie skál er ótrúlega einföld og stútfull af góðri næringu. Það er hægt að skipta út hráefnum fyrir eitthvað annað sem ykkur líkar betur, hægt að leika sér með þetta fram og til baka. ...