Nú er kuldaboli aldeilis farinn að bíta í kinnarnar. Hvað er betra en að koma inn úr kuldanum og skella beint í rjúkandi heitt súkkulaði? Fátt ef þú spyrð mig og það er alls ekki verra ef það er myntusúkkulaði! Þetta heita súkkulaði er alveg ótrúlega einfalt og inniheldur einungis 3 innihaldsefni. Lífræna haframjólk, lífrænan...
Recipe Category: <span>Lífrænt</span>
Dúnmjúkar kanilbollur með dökku súkkulaði
Þessar bollur eru alveg dásamlegar. Svo góðar nýbakaðar og ylvolgar. Ég mæli með því að prófa að setja bara smjör á þær eða eitthvað af þessum dásamlegu kremum sem fást frá Rapunzel. Ég nota lífrænt 70% súkkulaði frá Rapunzel í þær og mér finnst það lykilatriði að nota dökkt gæðasúkkulaði í bollurnar. Kanillinn gefur líka...
Himneskir hafrabitar með karamellusúkkulaði
Við höfum nú oft rætt það að allt sem bakað er með höfrum er gott! Og það toppar fátt hafrabakstur með viðbættu súkkulaði. Þessir bitar eru algjörlega himneskir og ekki erfitt að útbúa þá. Ég nota ferkantað form sem er 20x20cm en þannig finnst mér ég fá sem jafnasta bita. Súkkulaðið sem ég nota í...
Litrík Taco skál með rauðum linsum og avocado
Það er alveg sérstaklega hentugt að eiga nóg af linsubaunum í skápunum. Þær eru bráðhollar og næringarríkar auk þess að vera ódýr matur. Hérna er ég með þær í taco búningi og henta prýðilega í svona taco skál eða jafnvel vefjur eða taco skeljar. Það má alveg breyta eða skipta út kryddum og hafa það...
Ofnbakaðar klessukartöflur með hvítlauks aioli og parmesan
Þessar kartöflur eru bara eitthvað annað góðar! Hvítlauks aioli-ið er gert úr ristaðri graskersfræolíu og það kemur eitthvað brjálæðislega gott umami bragð af því. Þetta er dásamleg tvenna sem hentar með mörgum réttum. Olía unnin úr graskersfræjum er talin hafa góð áhrif á ýmsa líkamsstarfsemi. Samkvæmt rannsóknum er hún talin hafa bætandi áhrif á hormónabúskap*...
Hnetu klumpar með hvítu súkkulaði og kókos
Nei vá. Þetta er bara með því besta sælgæti sem ég hef útbúið. Fáránlega einfalt í gerð og fá innihaldsefni. Það er nauðsynlegt að rista hneturnar áður en lengra er haldið en þannig verður bragðið bæði betra og þær stökkari. Ég mæli einnig með því að geyma molana í kæli eða frysti en hvítt súkkulaði...
Smoothie skál með mangó, ananas og möndlusmjöri
Þessi blanda af ávöxtum og öðrum hráefnum í smoothie eða skál er sú allra besta og ég fæ bara ekki leið. Eftir ótrúlega margar tilraunir fann ég út hvernig best er að ná fram bragðinu en ég ákvað að gera hana hérna alveg vegan. Aðeins breytt og bætt en alveg jafn góð, ef ekki betri!...
Kasjúhnetu “ostakaka” með engifer kexbotni og núggatkremi
Mig hefur alltaf langað til þess að prófa að gera “ostaköku” sem inniheldur ekki ost. Hljómar kannski algjörlega fáránlega en í raun er það bara alveg sjúklega gott og alls ekki eins flókið og ætla mætti. Það þarf bara að hugsa aðeins fram í tímann því kasjúhneturnar þurfa að liggja í bleyti helst yfir nótt...
Ferskt salat með stökkum kjúklingabaunum og snakk krönsi
Þegar við ætlum að útbúa ferskt salat sem aðal máltíð er mikilvægt að blanda saman ólíkum áferðum og brögðum. Mér finnst skipta máli að það sé eitthvað í því sem þyngir það líkt og eitthvað gott prótín eða baunir og svo líka eitthvað stökkt eins og brauðteningar eða snakk. Það er algjör snilld að mylja...
Epla- & bláberja crumble með kókossúkkulaði
Þessi dásemdar ávaxtabaka er að mínu mati hinn fullkomni eftirréttur. Svo ég tali nú ekki um há sumar eftir góðan grillmat. Það er virkilega auðvelt að undirbúa bökuna og hægt að gera með góðum fyrirvara. Einnig er snjallt að setja hráefnin í álbakka og græja bökuna á grillinu.
Bragðmikil sætkartöflusúpa með hvítlauk og límónu
Já íslenska sumarið! Það er nú ekki alltaf tuttugu gráður og heiðskírt, því miður! Á köldum sumarkvöldum þegar við förum að skella okkur í föðurlandið, flíspeysuna og buffið og langar í eitthvað heitt og notalegt að borða í fortjaldinu, kallar þessi á mann. Það er hægt að gera hana fyrirfram og setja í brúsa eða...
Súkkulaði & möndlu orkukúlur
Þessar kúlur eru algjörlega fullkomnar í gönguferðina, ferðalagið, bíltúrinn, nestiboxið eða bara hvenær sem þig langar í sætan bita fullan af góðri næringu og orku. Það tekur enga stund að skella í þessar kúlur og geymast vel í kæli. Leynivopnið í þeim er dásamlega kókos & möndlusmjörið frá Rapunzel en það inniheldur einungis 3 hráefni;...
Dásamlegir dökkir súkkulaði íspinnar
Þessir íspinnar eru líklega einir þeir bestu sem ég hef smakkað. Þeir eru virkilega einfaldir í gerð og eina sem er erfitt hérna er að bíða eftir því að þeir frjósi í gegn. Það skemmtilega vill svo til að þeir eru lífrænir og vegan og henta því einnig sérlega vel þeim sem hafa mjólkur- og...
Smákökur með karamellusúkkulaði og vanillukornum
Vá, þessar eru bara þær allra bestu smákökur sem ég hef gert og þær kláruðust á núlleinni. Ég hafði aldrei prófað áður að nota kókosolíu í smákökur en mun svo sannarlega gera það héðan í frá. Áferðin er fullkomin og minna á subwaykökurnar en bara miklu betri. Stökkar að utan en mjúkar að innan. Karamellusúkkulaðið...
Sumarlegur mangó þeytingur
Er ekki komið sumar annars? Það þarf allavega ekki mikið meira en þennan dásamlega sólskinsþeyting til þess að koma sér í sumargír. Dásamlega ferskur og svalandi og hentar vel sem millimál eða bara þegar mann langar í eitthvað kalt og gott. Beutelsbacher safarnir eru lífrænir og vegan, framleiddir úr hágæða óerfðabreyttum hráefnum og stenst þar...
Unaðslegt Dalgona Ískaffi
Dalgona iskaffi er það allra heitasta á internetinu um þessar mundir en það er ótrúlega einfalt að græja, tekur enga stund og er alveg ótrúlega gott. Ég nota hér Oatly lífræna haframjólk en mér finnst hún svo góð og frískandi. Ég nota einnig fíngerðan hrásykur en hann er að mínu mati bragðbetri en venjulegur...
Enskar rúsínuskonsur & lemon curd
Það er eitthvað svo breskt og fallegt við skonsur og lemon curd. Alveg fullkomið að bera þetta fram með góðu tei síðdegis á rigningardegi. Eða sólskinsdegi, eða bara alla daga? Þetta lemon curd er einfalt í gerð en það þarf smá natni við upphitunina, ef það er ekki gætt að hitastigin gætum við endað með...
Granóla með hlynsírópi og pekanhnetum
Að gera sitt eigið granóla er ótrúlega auðvelt og að sjálfsögðu alltaf miklu betra en það sem við kaupum í búðinni. Það er hægt að leika sér með innihald, taka eitthvað út og bæta í ef maður er með góðan grunn. Þessi uppskrift er auðveld en auk þess er hún vegan og lífræn svo hún...