Í einfaldleika sínum eru eplakökur eitt það besta bakkelsi sem ég veit um. Fljótlegar, fá hráefni og yfirleitt eru hráefnin til. Þessi kaka er ein sú allra besta sem ég hef gert, mjúk og bragðgóð. Í þessari er grísk jógúrt og ég held að hún geri gæfumuninn. Ég notaði grísku jógúrtina frá Örnu en mér...
Recipe Category: <span>Valla</span>
Bláberjabomba með chia og möndlusmjöri
Það er svo gott að blanda sér smá búst í hádegismat eða sem millimál. Það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé næg næring í svona skyrbústi og það er svo sannarlega nóg af henni hér. Dásamlega góða bláberjaskyrið frá Örnu ásamt bláberjum, hindberjum, chiafræjum og möndlusmjöri gerir þetta einfalda búst að sannkallaðri bombu.
Dásamlega djúsí vegan aspasstykki
Þið kannist eflaust flest við aspasstykkin úr ónefndri bakarískeðju. Löðrandi ostur, aspas, skinka og krydd. Hér er ég búin að veganvæða þessa dásemd. Nota hér bestu vegan smurosta sem þú getur fengið, hlutlaust mat auðvitað! Oatly græni er með gúrku og hvítlauk og ég nota hann með Oatly pamacken sem er hreinn smurostur. Með nóg...
Ljúffengur Cajun pastaréttur með kremaðri sósu
Þessi pastaréttur er alveg ótrúlega fljótlegur og einfaldur. Hann er 100% vegan en meira að segja mestu kjötæturnar elska hann. Ég nota í hann vegan pylsur, nóg af grænmeti og sósan er gerð úr dásamlega Oatly smurostinum. Fullkominn hversdags en samt geggjaður í matarboð!
Grillaðar vefjur með falafel og tyrkneskri shawarma sósu
Það sem ég er spennt fyrir þessum rétti! Ótrúlega einfalt, ferskt og gott. Hér nota ég tilbúnar falafel bollur til að stytta mér leið en ef þið hafið metnað í að gera þær frá grunni er það auðvitað en betra! Ég gæti borðað þessar vefjur í öll mál og mögulega gerist ég sek um...
Fylltar kjúklingabringur með sveppum, spínati, hvítlauksosti og pipar mozzarella
Þessar kjúklingabringur eru alveg brjálæðislega góðar og fullkominn laugardagsréttur eða jafnvel fyrir matarboðið. Hann er ekki flókinn í gerð og tekur ekki langan tíma. Ég bar þær fram með sætkartöfluteningum en það passar jafn vel að hafa hrísgrjón og jafnvel eitthvað gott pasta. Salat og gott hvítvín væri nú heldur ekki amalegt!
Litríkt pastasalat með karrýkjúklingi og kaldri dressingu
Þetta salat er ofureinfalt og fljótlegt. Virkilega bragðgott og fullkomið sem hádegisverður eða léttur kvöldverður. Það er svo innilega kærkomið að fá eitthvað ferskt eftir allan hátíðamatinn. Rauða karrýmaukið frá Blue dragon er hægt að nota á ótal mismunandi vegu, það er alls ekki of sterkt og passar sérstaklega vel með kjúkling eða tófú jafnvel....
Tahini ídýfa með steinselju og hvítlauk
Mig vantaði einhverja fullkomna ídýfu með Eat Real hummus snakkinu. Einhverja með mið austurlenskum blæ en langaði samt ekki beint í hummus. Þá var nærtækast að skella í þessa dásamlegu tahini ídýfu. Einföld og fljótleg og passar virkilega vel með þessu snakki. Sé líka fyrir mér að það sé gott að setja ídýfuna í vefjur...
Hátíðlegur jólaís með marsípani, kokkteilberjum og súkkulaði
Það er einhver dásamleg nostalgía fólgin í marsípani og kokkteilberjum. Þessi jólin er ég búin að fara í marga hringi með eftirréttinn á aðfangadagskvöld. Alla klassísku og góðu eftirréttina, allra handa ísa og ég veit ekki hvað. En nú er ég með hamborgarhrygg en hann hef ég ekki haft á jólum í mörg ár. Það...
Tófú heilhveitinúðlur með hoisin chili sósu
Mikið er nú aldeilis gott að fá aðeins hvíld frá hátíðargúmmelaði svona í desember. Á þriðjudegi er sérlega gott að skella í einn góðan grænmetis núðlurétt líkt og þennan. Einfaldur réttur en alveg sérlega bragðgóður. Þessi aðferð við að elda tófú er líklega ein af mínum uppáhalds en með þessu verður það stökkara og bragðbetra...
Lagtertan hennar ömmu – gamalt fjölskylduleyndarmál
Þessi uppskrift hefur verið í fjölskyldu mannsins míns í tugi ára. Að mínu mati er hún sú allra, allra besta og ef það er bara ein uppskrift sem ég myndi baka fyrir jólin væri það þessi. Hún er hrærð og í grunninn sú sama fyrir ljósa tertu og brúna. Ég geri alltaf nóg svo ég...
Fylltar konfektdöðlur með möndlu & kókossmjöri
Það er svo ósköp gott að eiga eina auðvelda uppskrift í handraðanum að aðeins hollara jólasælgæti. Þetta konfekt er stútfullt af næringu og inniheldur mjög lítinn viðbættan sykur. Vegan & lífrænt konfekt sem er ótrúlega fljótlegt að útbúa og inniheldur fá hráefni. Kókos og möndlusmjörið frá Rapunzel leikur hér aðalhlutverkið en það er hægt að...
Djúsí og dökkar brownies með möndlu & kókossmjöri
Þessar brownies eru alveg sérstaklega góðar, mjúkar, djúsí og alveg sérstaklega gott súkkulaðibragð. Kókos og möndlusmjörið frá Rapunzel gefur líka einstaklega gott bragð og bragðið af kökunum verður einhvernveginn dýpra. Þessi uppskrift er eingöngu með lífrænum hráefnum auk þess sem ég nota kókosolíu í stað þess að nota smjör. Það kemur glettilega vel út. Ég...
Hátíðleg sjávarréttasúpa með prosecco
Þessi súpa er ein af þeim sem hægt er að láta malla allan daginn og skella síðan sjávarfanginu út í rétt áður en hún er borin fram. Hún verður bara betri og betri því lengur sem hún fær að malla. Hún er alveg sérlega hátíðlegur og fallegur forréttur og alveg hægt að nota það grænmeti...
Heitt súkkulaði með hafrarjóma og myntu
Nú er kuldaboli aldeilis farinn að bíta í kinnarnar. Hvað er betra en að koma inn úr kuldanum og skella beint í rjúkandi heitt súkkulaði? Fátt ef þú spyrð mig og það er alls ekki verra ef það er myntusúkkulaði! Þetta heita súkkulaði er alveg ótrúlega einfalt og inniheldur einungis 3 innihaldsefni. Lífræna haframjólk, lífrænan...
Dúnmjúkar kanilbollur með dökku súkkulaði
Þessar bollur eru alveg dásamlegar. Svo góðar nýbakaðar og ylvolgar. Ég mæli með því að prófa að setja bara smjör á þær eða eitthvað af þessum dásamlegu kremum sem fást frá Rapunzel. Ég nota lífrænt 70% súkkulaði frá Rapunzel í þær og mér finnst það lykilatriði að nota dökkt gæðasúkkulaði í bollurnar. Kanillinn gefur líka...
Mýkstu vanillubollakökur í heimi – með cappuccino nutella kremi
Þessar vanillubollakökur eru algjörlega truflaðar. Dúnmjúkar og flöffí og passa fullkomlega með þessu dásamlega kremi. Ég mæli auðvitað með því að fara 100% eftir uppskriftinni en þannig verða þær svona fullkomnar. Þær eru mjög einfaldar en aðferðin er aðeins öðruvísi en við eigum að venjast. Ég nota síðan vanillu ab mjólkina frá Örnu í deigið...
Indverskar kjúklingabringur með grilluðu grænmeti og basmati
Á dögunum fékk ég að gjöf fjölsuðupott frá Ninja. Sem er ekki í frásögur færandi nema hvað að ég hef sjaldan notað eitt heimilistæki eins mikið og þetta. Þessi pottur sameinar nokkur tæki og það er ansi fátt sem er ekki hægt að gera í honum. Reyndar eru þetta í heild 8 stillingar og hægt...