Nú styttist í bolludaginn sem við mörg höldum hátíðlegan og það er bara ekkert að því að taka aðeins forskot á sæluna. Þetta árið gerði ég þrjár útgáfur sem eru hverri annarri betri. Fyllingarnar eru ólíkar en svo djúsí og góðar. Ég nota Örnu laktósafría rjómann á milli en senuþjófurinn er klárlega gríska jarðarberjajógúrtin með...
Recipe Tag: <span>arna</span>
Ljúffengar enskar skonsur með vanilluskyri og súkkulaði
Enskar skonsur hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér og iðulega set ég rúsínur og sítrónubörk í þær en súkkulaði skonsur eru einnig í miklu uppáhaldi. Mig langaði að prófa að nota vanilluskyr í staðinn fyrir mjólkina og ég verð bara að segja það sló svo sannarlega í gegn. Þær verða alveg einstaklega mjúkar og...
Næringarrík skyrskál með berjum, chia, hampfræjum og möndlusmjöri
Skyrskálar eru alveg framúrskarandi morgunverður eða jafnvel hádegis- eða kvöldverður. Það er hægt að setja hvað sem er saman við og ofan á, allt eftir smekk hvers og eins. Þessi skyrskál er í einfaldari kantinum en grunnurinn er einungis hreint skyr frá Örnu, með viðbættu örlitlu af sykurlausu hlynsírópi og chia fræjum. Ofan á setti...
Litlar smjördeigsbökur með feta, skalottlauk, sveppum og timian
Þessar litlu smjördeigsbökur eru dásamlegar litlar bragðsprengjur sem gaman og fallegt er að bera fram sem forrétt. Skalottlaukurinn er mýktur á pönnu með blaðlauk og hvítlauk. Saxaðir sveppir og timian með ásamt balsamediki og sojasósu gera þessa blöndu einstaklega góða bökuð á smjördeigi með rifnum mozzarella og fetaosti. Ég er hérna með minni bökur sem...
Krydduð rúlluterta með rjómakremi
Ég hef alltaf verið mjög hrifin af rúllutertum og elska að baka þær, það er nefnilega miklu einfaldara en maður skyldi halda. Yfirleitt er baksturstíminn mjög stuttur og þær eru fljótar að kólna svo það er hægt að fullklára þær á stuttum tíma. Þessi er tilbrigði við lagtertuna góðu en hún er léttari í sér...
Hátíðlegt norskt jólabrauð
Þetta brauð kannast margir við sem hafa verið í Noregi í desember. Sætt gerbrauð með ilmandi kardimommum og rúsínum. Það er langbest þegar það er nýbakað og smurt með smjöri en margir Norðmenn njóta þess líka með brunost. Þetta er mjög einfalt brauð í gerð en tekur smá tíma auðvitað þar sem það þarf sinn...
Pönnukökur með piparkökukaramellu og pekanhnetu krókant
Þetta er líklega eitt það allra rosalegasta sem hefur komið úr mínu eldhúsi. Það er best að gera karamelluna fyrst og hana má gera með góðum fyrirvara. Eins er pekanhnetu krókantið eitthvað sem geymist vel og hægt gera með góðum fyrirvara líka. Þessar pönnukökur eru dásamlegar á jóla bröns borðið en einnig frábær eftirréttur en...
Ofnbakaður kjúklingaréttur með heimagerðri fajitas ostasósu
Mexíkóskir réttir eru alltaf vinsælir á mínu heimili. Það skiptir í raun engu máli í hvaða útgáfu, þetta rennur allt jafn ljúflega niður. Þessi kjúklingaréttur hefur fest sig í sessi á heimilinu sem svona föstudags/helgar gúmmelaði réttur. Hann er líka alveg ekta réttur til að bera fram í óformlegu matarboði, í saumaklúbbnum eða jafnvel í...
Bragðmikil rjómalöguð mexíkósk grænmetissúpa
Nú er komið að súputímanum en ég finn að ég sæki frekar í matarmiklar súpur þegar haustið hellist yfir okkur. Hver lægðin á fætur annarri, rok, rigning og kertaljós. Þessi grænmetissúpa er af mexíkóskum ættum og ekki ósvipuð mexíkósku kjúklingasúpunni sem við þekkjum flest en það er smá tvist í þessari. Í hana set ég...
Mjúkir kanilbitar með sólblómafræjum
Í þessum haustlægðum sem eru farnar að dynja á okkur er fátt betra að hygge sig með volgri köku. Jafnvel rjúkandi heitu kaffi og kertaljósum með. Þessi kaka er í senn mjúk, með góðu kanilbragði og sólblómafræin koma ótrúlega á óvart. Það þarf ekkert krem á hana, í einfaldleika sínum er hún fullkomin eins og...
Heitt kartöflusalat með beikoni og fetaosti
Þetta dásamlega og haustlega kartöflusalat er tilbrigði við þýska útgáfu af kartöflusalati. Þessi réttur getur vel staðið einn og sér sem smáréttur en einnig dásamlegt meðlæti. Nú eru allar verslanir stútfullar af nýjum íslenskum kartöflum og því skræli ég t.d ekki kartöflurnar í þennan rétt. Dressingin passar ótrúlega vel saman við kartöflurnar og fetaosturinn frá...
Ensk kókosterta með sultu og rabarbara jógúrtrjóma
Þessi kaka hefur verið í fjölskyldunni minni í áratugi en amma mín bakaði þessa köku mjög reglulega. Í minningunni var hún allavega alltaf til undir kökuhjálmi á eldhúsbekknum. Botnarnir eru þéttir og minna á enskar te kökur. Amma setti alltaf bara sultu en ég ákvað hérna að bæta við rabarbarajógúrtrjóma. En það er ágæt viðbót...
Fersk skyrkaka með lemon curd og bláberjum
Það fer fátt betur með bláberjum en sítrónur og hérna parast þetta saman í geggjuðum desert. Þessi skyrkaka er mjög einföld og frískleg og hentar sérlega vel í grillveislur t.d. Í kökuna nota ég Örnu Skyrið með bláberjum í botninum, það er alveg sérlega gott eitt og sér en hentar einnig í kökur sem þessar....
Buffalo kjúklingastrimlar með fetaosta dressingu og frönskum
Þegar ég gekk með son minn fyrir rúmum 4 árum þá fékk ég algjört æði fyrir buffalo sósu og setti hana bókstaflega á allt. Síðan þá hef ég alltaf haldið upp á allt með þessari sósu og reyni að koma henni fyrir á sem flestum stöðum. Heimagerðir kjúklingastrimlar eru ótrúlega auðveldir í gerð og eru...
Mjúk karamellu skúffa með flöffí karamellusmjörkremi
Allt með karamellu er gott. Ef það hefur farið framhjá einhverjum þá er ég mjög mikill aðdáandi alls sem karamella er í. Þessi kaka er sannarlega engin undantekning. Það er einfalt að skella í hana og engin flókin hráefni eða aðferð. Og það er alveg ljóst að skúffukökur þurfa alls ekki að vera súkkulaðibotn og...