Ég er mjög hrifin af hummus og get sett hann á allt, yfir salöt, í samlokur, vefjur, nota sem ídýfur og ég veit ekki hvað og hvað. Margir eiga sína útgáfu og það er vel. Sumir hafa miklar meiningar með það hvaða baunir maður notar, úr dós eða þurrar sem hafa verið lagðar í bleyti...
Recipe Tag: <span>einfalt</span>
Belgískar vöfflur með saltkaramellu, rjóma og hindberjum
Ég hef alltaf verið mikið fyrir vöfflur og baka þær nokkrum sinnum í mánuði. Oftast baka ég þessar hefðbundnu íslensku en mér þykir mjög gott að breyta aðeins til og baka þá gjarnan belgískar. Þessar þykku, stökkar að utan en mjúkar og flöffí að innan. Algjörlega guðdómlegar í þessari útgáfu með einföldustu og bestu saltkaramellusósu...
Karrí&Kókos grísapanna með villihrísgrjónablöndu
Það er komið að miðri viku og þú veist ekkert hvað þú átt að elda. Eitthvað fljótlegt og bragðgott en samt einfalt, ekki sterkt því krakkarnir vilja það ekki… Þá er þessi réttur fullkominn. Fólk er mishrifið af grísakjöti en hérna er leyndarmálið að nota gott grísasnitsel. Ég sker það í strimla í stað þess...
Dúnamjúk hafrakaka með grillaðri kókoskaramellu
Það er eitthvað við hafra í bakstri, mér einfaldlega finnst þeir gera allt betra. Þessi kaka er hreinlega ein þeirra sem fólk kolfellur fyrir. Hafrar, kanill, kókos, smjör og dökkur sykur… þetta er einhver blanda sem er algjörlega skotheld. Þessi er mjög góð volg og hún smakkast ekki verr með smá rjómaslettu eða jafnvel vanilluís....
Kryddbrauð – lífrænt og vegan
Allar útgáfur af kryddbrauði eru góðar. Það er nú bara þannig en þessi útgáfa er alveg sérlega góð. Virkilega einföld auk þess að vera vegan. Þetta brauð nær sjaldnast að kólna áður en það klárast og er orðið einhversskonar hornsteinn þess sem til er í eldhúsinu. Þegar fer að kólna í veðri er þetta alveg...
Grilluð vegan samloka með djúsí áleggi og kaldri sósu
Þegar þig langar í eitthvað almennilega djúsí en vilt sneiða hjá dýraafurðum er þessi samloka algjörlega málið. Vegan bátabrauð hlaðið gómsætu áleggi og sósum og jú, aðeins grænmeti líka auðvitað. Vegan Deli áleggin og ostsneiðarnar eru að mínu mati þau allra bestu á markaðnum. Osturinn er mjög bragðgóður og það sem meira er, hann bráðnar...
Vegan brownies með kókossúkkulaði
Kjúklingabaunir eru eitt af mínum uppáhalds hráefnum í eldhúsinu og alltaf langað að prófa að nota þær í eitthvað sætt. Við notum þær kannski meira í að gera hummus og borgara, jafnvel falafel en hérna datt ég niður á eitthvað rosalegt. Algjörlega stórkostlegt. Kjúklingabauna brownies. Hljómar kannski ekki spennandi en það er bara ekki snefill...
Algjörlega ótrúlegir kókosbitar
Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.
Einfalt og sumarlegt kartöflusalat
Kartöflusalöt geta verið að ýmsum toga. Í þessu tiltekna salati vorum við með hollt og ferskt salat að leiðarljósi og er útkoman einmitt skemmtileg blanda af hvoru tveggja. Salatið er létt, sumarlegt og einfalt. Við erum ótrúlega stoltir af útkomunni og vonumst til þess að flestir geri sér lítið fyrir og hræri í eitt slíkt...
Grísk fetaostsídýfa með ólífum og kirsuberjatómötum
Þessi heita ostaídýfa er fullkominn forréttur, partý- eða saumaklúbbsréttur. Jafnvel bara fyrir tvo að deila með góðu snittubrauði og vínglasi. Þessi færsla er unnin í samstarfi við Örnu
Steikarsalat að hætti Matarmanna
Góð steik og gott salat er ,,combo” sem klikkar mjög seint! Hér er aftur á móti á ferðinni guðdómleg blanda of hvoru tveggja undir sama þaki. Þetta salat er að fara slá í gegn í kvöldmatnum, Matarboðinu, Sumaklúbbnum eða við hvaða tilefni sem er. Hollt og virkilega gott! Aðferðir og myndbönd getið þið séð á...
Halloumi ostur í sumarbúningi
Halloumi osturinn er ættaður alla leið frá Kýpur, Grikklandi. Innihald ostsins er blanda af kúamjólk og geitamjólk. Útkoman er feitur, bragðgóður og saltur ostur, hinn fullkomni forréttur einn og sér ef þið spyrjið okkur. Hér er hann aftur á móti í aðeins öðruvísi búningi. Við erum búnir að bæta sætu sýrópi ásamt ferskum Granateplum sem...
Olgu múslí – einfaldasta og besta múslí sem til er
Olga er besti matráður landsins að öðrum frábærum ólöstuðum. Hún stýrir eldhúsi í leikskóla í Reykjavík með miklum myndarbrag og gerir allt frá grunni. Þetta múslí er frá henni komið. Brjálæðislega einfalt og fljótlegt auk þess að vera mjög næringarríkt. Börnin elska þetta og fullorðnir líka! Unnið í samstarfi við Rapunzel
Allra bestu brownies bitarnir
Krispí að utan en mjúkar að innan. Mikið og gott súkkulaðibragð einkennir þessa dásamlegu bita!
Súkkulaðikakan sem allir elska – auðveldari en Betty
Uppskriftina má nú einungis finna á bloggsíðu Völlu: http://www.eldhusidhennarvollu.com/2023/06/sukkulaikakan-sem-allir-elska-auveldari.html