Skyrskálar hafa verið mjög vinsælar undanfarin misseri og skal engan undra. Þetta er bráðhollur, næringarríkur og fjölbreyttur matur sem hægt er að aðlaga að hverjum og einum. Þessi skyrskál á sér systur á vinsælum skyrbar og er sú skál líklega ein af mínum uppáhalds. Hún er svolítið fullorðins, með töluverðu magni af kaffi en þá...
Recipe Tag: <span>fljótlegt</span>
Kjúklingarétturinn sem ber upp bónorðið
Þessi réttur sem kallast "Viltu giftast mér?" er einfaldur og ótrúlega bragðgóður!
Saltimbocca að hætti ítala
Korma vefjur með lambi og jógúrtsósu
Þessar vefjur eru algjörlega guðdómlegar og taka enga stund að setja saman. Mér finnst lamb passa alveg sérlega vel með indverskri korma sósu og því lá beinast við að nota það kjöt. Vissulega er hægt að setja hvaða grænmeti á vefjuna sem við eigum og okkur hugnast best, ég átti þetta til og ákvað að...
Butter chicken með villihrísgrjónum og heimagerðu hvítlauks naan brauði
Indverskur matur er líklega sú matargerð sem mér þykir hvað best. Það er hinsvegar ekkert alltaf þörf á því að verja öllum deginum í eldhúsinu þegar okkur langar í góðan indverskan. Hérna nota ég Butter chicken sósuna frá Pataks en poppa réttinn upp með besta naan brauði sem fyrirfinnst! Það tekur enga stund að laga...
Vikumatseðill og “Leitin að peningunum”
Ég fór í viðtal hjá Gunnari Dofra þáttastjórnanda hlaðvarpsins "Leitin að peningunum" en þar er tekið á fjármálum á mannlegan hátt og leitað ýmissa sparnaðarlausna. Í þættinum gef ég hlustendum nokkur góð ráð til að draga úr kostnaði í matarinnkaupum ásamt mörgu öðru. Okkur þótti tilvalið að útbúa geggjaðan matseðil fyrir þá sem hafa áhuga á að skipuleggja matarinnkaup betur. Njótið vel!
Einföld appelsínukaka
Stundum þurfa góðar kökur bara alls ekki að vera flóknar né tímafrekar í gerð. Fólk er að koma í kaffi og þig langar kannski að vippa einhverju fram á mettíma? Þessi er án dýraafurða og hentar því vel þeim sem eru vegan eða óþol fyrir eggjum eða mjólk. Ég notaði í hana Oatly hafradrykk með...
Smjörsteikt Langa í Kentucky búningi
Við Íslendingar erum svo heppnir að geta gengið inn í fiskbúð og keypt ferskar fiskafurðir. Við ættum í raun að vera duglegri við að prófa okkur áfram í mismunandi fiskréttum. Þú lesandi góður ert á réttum stað til að gera nákvæmlega það. Þessi fiskréttur mun taka bragðlaukana þína í skemmtilegt ferðalag ! Hægt er að...
Bananabrauð með höfrum og kanil
Það eru mýmargar uppskriftir til af bananabrauðum og fer það bara eftir smekk hvaða útgáfa okkur þykir best. Mér finnst þessi uppskrift sem ég ætla að gefa ykkur hér ein af þeim bestu. Hafrarnir fara mjög vel saman með bönununum og kanillinn setur punktinn yfir i-ið. Og alveg spari strái ég söxuðum pekanhnetum yfir og...
Köld fetaídýfa með grilluðu osta crostini
Þessi kalda fetaostsídýfa er svo einföld og ótrúlega góð. Sítrónan og dillið passa sérlega vel með fetaostinum og það gerir mjög mikið að toppa með ferskri agúrku og söxuðum kirsuberjatómötum. Grillaða crostinið passar svo fullkomlega með en einnig er gott að hafa saltkex eða annað ostakex með. Jafnvel dýfa grissini brauðstöngum í, það má allt...
Litrík pizza með vegan áleggi
Það elska lang flestir góðar pítsur og það sem gerir þær að mínu mati góðar er osturinn númer eitt, tvö og þrjú. Það hefur hingað til verið frekar erfitt að finna almennilegan vegan ost sem bráðnar vel og bragðast sömuleiðis vel. Vegan Deli ostarnir eru snilld á pítsurnar og bráðna vel. Um daginn setti ég...
Belgískar vöfflur með saltkaramellu, rjóma og hindberjum
Ég hef alltaf verið mikið fyrir vöfflur og baka þær nokkrum sinnum í mánuði. Oftast baka ég þessar hefðbundnu íslensku en mér þykir mjög gott að breyta aðeins til og baka þá gjarnan belgískar. Þessar þykku, stökkar að utan en mjúkar og flöffí að innan. Algjörlega guðdómlegar í þessari útgáfu með einföldustu og bestu saltkaramellusósu...
Dúnamjúk hafrakaka með grillaðri kókoskaramellu
Það er eitthvað við hafra í bakstri, mér einfaldlega finnst þeir gera allt betra. Þessi kaka er hreinlega ein þeirra sem fólk kolfellur fyrir. Hafrar, kanill, kókos, smjör og dökkur sykur… þetta er einhver blanda sem er algjörlega skotheld. Þessi er mjög góð volg og hún smakkast ekki verr með smá rjómaslettu eða jafnvel vanilluís....
Grilluð vegan samloka með djúsí áleggi og kaldri sósu
Þegar þig langar í eitthvað almennilega djúsí en vilt sneiða hjá dýraafurðum er þessi samloka algjörlega málið. Vegan bátabrauð hlaðið gómsætu áleggi og sósum og jú, aðeins grænmeti líka auðvitað. Vegan Deli áleggin og ostsneiðarnar eru að mínu mati þau allra bestu á markaðnum. Osturinn er mjög bragðgóður og það sem meira er, hann bráðnar...
Hoisin núðlur með kjúklingi, chili og kóríander
Þessi núðluréttur er brjálæðislega einfaldur og fljótlegur og tilbúinn á núlleinni. Ekta matur til að henda í í miðri viku eða jafnvel á föstudagskvöldi þegar maður nennir engu. Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes ehf. Myndir og uppskrift eftir Völlu