Þessir bitar eru ofsalega fljótlegir og renna álíka fljótt niður í svanga munna, litla sem stóra. Aðeins hollara nammi og alveg ótrúlegt gúrm sem gott er að eiga í frysti eða kæli.
Recipe Tag: <span>fljótlegt</span>
Einfalt og sumarlegt kartöflusalat
Kartöflusalöt geta verið að ýmsum toga. Í þessu tiltekna salati vorum við með hollt og ferskt salat að leiðarljósi og er útkoman einmitt skemmtileg blanda af hvoru tveggja. Salatið er létt, sumarlegt og einfalt. Við erum ótrúlega stoltir af útkomunni og vonumst til þess að flestir geri sér lítið fyrir og hræri í eitt slíkt...
Grísk fetaostsídýfa með ólífum og kirsuberjatómötum
Þessi heita ostaídýfa er fullkominn forréttur, partý- eða saumaklúbbsréttur. Jafnvel bara fyrir tvo að deila með góðu snittubrauði og vínglasi. Þessi færsla er unnin í samstarfi við Örnu
Halloumi ostur í sumarbúningi
Halloumi osturinn er ættaður alla leið frá Kýpur, Grikklandi. Innihald ostsins er blanda af kúamjólk og geitamjólk. Útkoman er feitur, bragðgóður og saltur ostur, hinn fullkomni forréttur einn og sér ef þið spyrjið okkur. Hér er hann aftur á móti í aðeins öðruvísi búningi. Við erum búnir að bæta sætu sýrópi ásamt ferskum Granateplum sem...
Olgu múslí – einfaldasta og besta múslí sem til er
Olga er besti matráður landsins að öðrum frábærum ólöstuðum. Hún stýrir eldhúsi í leikskóla í Reykjavík með miklum myndarbrag og gerir allt frá grunni. Þetta múslí er frá henni komið. Brjálæðislega einfalt og fljótlegt auk þess að vera mjög næringarríkt. Börnin elska þetta og fullorðnir líka! Unnið í samstarfi við Rapunzel
Súkkulaðikakan sem allir elska – auðveldari en Betty
Uppskriftina má nú einungis finna á bloggsíðu Völlu: http://www.eldhusidhennarvollu.com/2023/06/sukkulaikakan-sem-allir-elska-auveldari.html
Eurovision Ostasósa sem klikkar ekki!
Við Matarmenn erum heldur betur komnir í Eurovision fýling. Okkur langaði að deila með ykkur okkar uppáhalds ostasósu sem hefur slegið rækilega í gegn í Mexico veislunum okkar. Gæðin leyna sér ekki í hverjum bitanum og langar okkur í raun að vara ykkur við þessari sósu því hún er hættulega góð ! Njótið í botn...
Grilluð bleikja að hætti Matarmanna
Það er fátt meira sem öskrar sumar eins og grill lykt í lofti og litríkur og bragðgóður matur á teinunum. Þessi bleikja er ekki að fara svíkja nokkra sálu! Einföld í undirbúningi og bragð sem umvefur hvern einasta bragðlauk. Það góða við það að kaupa fersk hráefni sem ekkert er búið að gera við...
Fáránlega góður kjúklingur í kasjúhnetusósu tilbúinn á 15 mínútum
Kjúklingur í kasjúhnetusósu. Þessi réttur fær fullt hús stiga
Ómótstæðilegur kjúklingaréttur með chilí rjómasósu, banana sneiðum og stökku beikoni
Þetta er kjúklingarétturinn með sérstaka nafnið en hann nefnist Fljúgandi Jakob. Sagan segir að heiðurinn af þessum rétti hafi sænskur maður að nafni Jacobsson átt sem hafi unnið í flugbransanum og þaðan sé þetta skemmtilega nafn komið.
Hvað sem því líður þá er fljúgandi Jakob frábær kjúklingaréttur sem inniheldur dásamlega chilí rjómasósu, beikon og banana. Látið það óvenjulega hráefni ekki hræða ykkur því bananinn kemur með smá sætu án þess að vera afgerandi og setur hér punktinn yfir i-ið. Njótið vel!
Oreo súkkulaðimúsin
Þessi eftirréttur er fyrir okkur, forföllnu Oreo aðdáendurna. Ekki nóg með það er hann einnig tilvalinn fyrir þá sem vilja henda í eitthvað gúrm á stuttum tíma. Eftirréttinn má gera með góðum fyrirvara og verður bara betri ef eitthvað er sólahring síðar.
Gúrm taco pasta
Það hrósuðu allir matnum í kvöld enda svona réttur sem er mitt á milli lasagna, spaghetti bolognese og taco máltíðar. Semsagt réttur sem sameinar alla rétti sem börnin elska. Taco pasta Fyrir 4-6 1-2 msk ólífuolía 1 laukur, saxaður 2-3 hvítlauksrif, söxuð 500 g nautahakk 1 poki (4-5 msk) tacokrydd 1 dós (400g) tómatar,...