Uppskriftin gerir um 36 dásamlega smákökur
Recipe Tag: <span>kökur</span>
Hollir hafra- og hnetusmjörs nammibitar
Ofureinfaldir nammibitar sem gott er að eiga í frysti þegar sykurþörfin kemur yfir!
Stökkar kókos- og hafrasmákökur
Þessar smákökur elska börnin mín að gera því þær eru ofureinfaldar í gerð og ó-svo- bragðgóðar!
Möndlu- og sítrónukaka með vanillu rjómakremi og ferskum berjum
Þessi kaka er alveg stórgóð og sérlega einföld. Hún er vegan og það þarf engin flókin áhöld eða tæki til þess að græja hana. Hún er létt í sér og ég get svo svarið það að það er smá vor í henni. Oatly visp hafrarjóminn setur bókstaflega punktinn yfir i-ið og fer sérlega með ljósum...
Litríkir marengs páskaungar á pinna
Við erum nú öll í því að einfalda okkur lífið og sér í lagi þegar kemur að bakstri. Marengsbakstur getur vafist fyrir mörgum og við eigum það alveg til að mikla hann fyrir okkur. Og skal engan undra! Það er margt sem getur farið úrskeiðis og útkoman mis góð. Marengsgrunnurinn frá Dr. Oetker er bara...
Hnetubitar með kókos og möndlusmjöri
Þessir bitar eru bara alveg útúr þessum heimi góðir! Það er smá dúll að græja þá en alveg fullkomlega þess virði. Uppskriftin er frekar stór, gott er að skera bitana frekar smærra því þeir eru ansi saðsamir og eru líka eins og gott konfekt. Uppskriftin er byggð á frægu snickerskökunni hennar Ebbu Guðnýjar með smá...
Belgískar vöfflur með saltkaramellu, rjóma og hindberjum
Ég hef alltaf verið mikið fyrir vöfflur og baka þær nokkrum sinnum í mánuði. Oftast baka ég þessar hefðbundnu íslensku en mér þykir mjög gott að breyta aðeins til og baka þá gjarnan belgískar. Þessar þykku, stökkar að utan en mjúkar og flöffí að innan. Algjörlega guðdómlegar í þessari útgáfu með einföldustu og bestu saltkaramellusósu...
Dúnamjúk hafrakaka með grillaðri kókoskaramellu
Það er eitthvað við hafra í bakstri, mér einfaldlega finnst þeir gera allt betra. Þessi kaka er hreinlega ein þeirra sem fólk kolfellur fyrir. Hafrar, kanill, kókos, smjör og dökkur sykur… þetta er einhver blanda sem er algjörlega skotheld. Þessi er mjög góð volg og hún smakkast ekki verr með smá rjómaslettu eða jafnvel vanilluís....
Sumarleg rúlluterta með ferskju og ástaraldin fyllingu
Þessi ákaflega fallega rúlluterta er í senn létt og dúnamjúk. Fersk fyllingin gefur henni suðrænt og framandi yfirbragð. Það skemmir svo ekki fyrir að mjólkurvörurnar sem notaðar eru í hana eru laktósafríar og fara því betur í marga maga. Færslan er unnin í samstarfi við Örnu Uppskrift og myndir eftir Völlu ...
Suðræn Kólibríkaka með ananas, bönunum og pekanhnetum
Þessi kaka er virkilega bragðgóð, falleg og djúsí. Minnir pínu á gulrótarköku en samt ekki…
Rice krispies kubbar með oreo, hnetusmjöri og mjólkursúkkulaði
Jæja, þessi uppskrift átti nú að vera löngu komin inn en núna kemur hún loksins. Ótrúlega einfalt að gera þessa bita og tekur enga stund.
Aðdáendur hnetusmjörs og súkkulaði tvennunar verða alls ekki sviknir af þessum bitum!
Súkkulaðibitakökur með 3 tegundum af súkkulaði og sjávarsalti
Það má nota eina tegund af hveiti - en með því að nota báðar verða þær "chewy"
Lakkrís kókoskökur með súkkulaði
* Útbleytt chiafræ eru 1 hluti chiafræ og 4 hlutar vatn. Gott að eiga þessa blöndu í ísskápnum í krukku því hún geymist vel.
- 1
- 2