Gerir um 20-25 stk.
Recipe Category: <span>Barnvænt</span>
Ensk döðlukaka með dökkri karamellusósu og þeyttum hafrarjóma
Þessi kaka er af enskum uppruna og yfirleitt kölluð “búðingur” en hún er mjög létt í sér og hefur áberandi karamellukeim. Það tekur enga stund að gera hana og hentar fullkomlega sem eftirréttur, í saumaklúbbinn eða jafnvel á vegan jólahlaðborðið. Nóg af döðlum, karamellu og dúnmjúkum þeyttum hafrarjóma. Þið verðið að prófa!
Hollar nammikúlur með hnetusmjöri, haframjöli og kókos
Það má leika sér með uppskriftina og setja pekanhnetur, rúsínur, trönuber og í raun það sem hugurinn girnist.
Ofnbakaður kjúklingaréttur með heimagerðri fajitas ostasósu
Mexíkóskir réttir eru alltaf vinsælir á mínu heimili. Það skiptir í raun engu máli í hvaða útgáfu, þetta rennur allt jafn ljúflega niður. Þessi kjúklingaréttur hefur fest sig í sessi á heimilinu sem svona föstudags/helgar gúmmelaði réttur. Hann er líka alveg ekta réttur til að bera fram í óformlegu matarboði, í saumaklúbbnum eða jafnvel í...
Vegan hafraklattar með rúsínum og kanil
Þessi heilaga þrenna, hafrar, rúsínur og kanill eru hér samankomin í dásamlegum vegan smákökum. Eða klattar öllu heldur þar sem þessar kökur eru ekkert sérstaklega smáar. Þær gætu vel verið jólasmákökur en þær eru bara það góðar að það væri synd að baka þær bara fyrir jólin. Þessar eru langbestar nýbakaðar með stóru glasi af...
Bragðmikil rjómalöguð mexíkósk grænmetissúpa
Nú er komið að súputímanum en ég finn að ég sæki frekar í matarmiklar súpur þegar haustið hellist yfir okkur. Hver lægðin á fætur annarri, rok, rigning og kertaljós. Þessi grænmetissúpa er af mexíkóskum ættum og ekki ósvipuð mexíkósku kjúklingasúpunni sem við þekkjum flest en það er smá tvist í þessari. Í hana set ég...
Mjúkir kanilbitar með sólblómafræjum
Í þessum haustlægðum sem eru farnar að dynja á okkur er fátt betra að hygge sig með volgri köku. Jafnvel rjúkandi heitu kaffi og kertaljósum með. Þessi kaka er í senn mjúk, með góðu kanilbragði og sólblómafræin koma ótrúlega á óvart. Það þarf ekkert krem á hana, í einfaldleika sínum er hún fullkomin eins og...
Gerlaust heilhveitibrauð með höfrum og sesam
Þetta brauð er alveg ótrúlega einfalt og það þarf ekkert annað en innihaldsefnin, skál og sleif. Enga hrærivél og ekkert að hefa. Dásamlegt að bjóða upp á þetta brauð í helgar morgunmatinn og passar einnig vel í nestisboxin. Það er vel hægt að frysta það og taka út sneiðar eftir þörfum og hita upp í...
Fljótleg vegan súkkulaðimús með þeyttum hafrarjóma
Þessi er ansi langt frá gamla pakkabúðingnum sem við þekkjum mörg en hann er ekki mikið flóknari samt! Örfá hráefni og smá tími er allt sem þarf. Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að gera með chia fræjum og haframjólk nefnilega. Svo styttum við okkur enn leið og notum súkkulaði haframjólk, hversu mikil snilld!...
Mjúk karamellu skúffa með flöffí karamellusmjörkremi
Allt með karamellu er gott. Ef það hefur farið framhjá einhverjum þá er ég mjög mikill aðdáandi alls sem karamella er í. Þessi kaka er sannarlega engin undantekning. Það er einfalt að skella í hana og engin flókin hráefni eða aðferð. Og það er alveg ljóst að skúffukökur þurfa alls ekki að vera súkkulaðibotn og...
Vegan gulrótarköku muffins með pekanhnetum
Þessar muffins eru ótrúlega auðveldar og þægilegar. Þær eru vegan og henta því einnig mörgum með ofnæmi eða óþol. Það er hægt að frysta þær og taka út eftir þörfum og skella í nestisboxið. Í þeim eru pekanhnetur en það má skipta þeim út fyrir aðrar hnetur eða hreinlega bara sleppa þeim. Í kökunum er...
“Allt nema beyglan” ostahorn með pepperóní
Everything but the bagel kryddblandan er ein af mínum uppáhalds. Beyglur með þessu kryddi eru auðvitað mjög góðar en það er hægt að nota þessa blöndu á og í allskonar annað. Mig langaði í einhver góð ostahorn og því alveg gráupplagt að smella þessu saman. Ég nota hérna hreina mozzarella ostinn frá Örnu. Hann er...
Lífræn snickers stykki með dökku súkkulaði
Þessi stykki eru pökkuð af næringu og orku. Tilvalin til þess að grípa með sér í fjallgönguna eða jafnvel golfhringinn. Þau eru einföld í gerð og þarf ekki að baka. Öll hráefnin eru lífræn og stykkin eru einnig vegan. Það er jafnvel hægt að skera þau í smærri bita og bjóða sem konfekt. Þau geymast...
Súkkulaðikaka með kókoskaramellu
Sjónvarpskaka hefur verið vinsæl um árabil og á ættir sínar að rekja til Danmerkur, heitir þar reyndar Draumakaka en það er önnur saga. Súkkulaðikökur eru líka sívinsælar og einfaldar að útbúa. Hvað ef við blöndum þessum tveimur kökum saman? Er það ekki eitthvað? Hvað gæti svo sem klikkað? Ekkert ef þið spyrjið mig! Það er...