Þessar kúlur eru algjörlega fullkomnar í gönguferðina, ferðalagið, bíltúrinn, nestiboxið eða bara hvenær sem þig langar í sætan bita fullan af góðri næringu og orku. Það tekur enga stund að skella í þessar kúlur og geymast vel í kæli. Leynivopnið í þeim er dásamlega kókos & möndlusmjörið frá Rapunzel en það inniheldur einungis 3 hráefni;...
Recipe Category: <span>Barnvænt</span>
Dásamlegir dökkir súkkulaði íspinnar
Þessir íspinnar eru líklega einir þeir bestu sem ég hef smakkað. Þeir eru virkilega einfaldir í gerð og eina sem er erfitt hérna er að bíða eftir því að þeir frjósi í gegn. Það skemmtilega vill svo til að þeir eru lífrænir og vegan og henta því einnig sérlega vel þeim sem hafa mjólkur- og...
Smákökur með karamellusúkkulaði og vanillukornum
Vá, þessar eru bara þær allra bestu smákökur sem ég hef gert og þær kláruðust á núlleinni. Ég hafði aldrei prófað áður að nota kókosolíu í smákökur en mun svo sannarlega gera það héðan í frá. Áferðin er fullkomin og minna á subwaykökurnar en bara miklu betri. Stökkar að utan en mjúkar að innan. Karamellusúkkulaðið...
Jarðarberjaþeytingur með eplum og engifer
Þegar ég kaupi mér safa eða þeyting á slíkum samloku/safa stöðum fer ég alltaf í jarðarberja þema. Það er eitthvað við blöndu af jarðarberjum, eplum og engiferi sem ég fæ hreinlega ekki nóg af. Það er hrikalega auðvelt að græja útgáfu af svona söfum heima en þá nota ég t.d jarðarberja My Smoothie og bæti...
Ofnbökuð eggjakaka með mozzarella
Mér finnst mjög gott að fá eitthvað heitt að borða í hádeginu, smá gamaldags kannski. Samt ekkert alltaf til í eitthvað þungt og flókið. Bara henda einhverju á pönnu í fljótheitum dugir alveg. Ég færði eggjaköku upp á annað stig með því að grilla hana með osti. Það er vissulega allt betra með grilluðum osti,...
Sumarlegur mangó þeytingur
Er ekki komið sumar annars? Það þarf allavega ekki mikið meira en þennan dásamlega sólskinsþeyting til þess að koma sér í sumargír. Dásamlega ferskur og svalandi og hentar vel sem millimál eða bara þegar mann langar í eitthvað kalt og gott. Beutelsbacher safarnir eru lífrænir og vegan, framleiddir úr hágæða óerfðabreyttum hráefnum og stenst þar...
Einföld appelsínukaka
Stundum þurfa góðar kökur bara alls ekki að vera flóknar né tímafrekar í gerð. Fólk er að koma í kaffi og þig langar kannski að vippa einhverju fram á mettíma? Þessi er án dýraafurða og hentar því vel þeim sem eru vegan eða óþol fyrir eggjum eða mjólk. Ég notaði í hana Oatly hafradrykk með...
Hindberja- og sítrónumarmarakaka með himnesku kremi
Ó, þessi tvenna er alltaf svo sumarleg og góð. Hindber og sítrónur bera með sér sumarlegan blæ og eiga svo undurvel saman í kökum. Þessi marmarakaka er líka jafn falleg og hún er góð. Með einföldum hindberjaglassúr verður hún algjörlega fullkomin. Eitt af því sem gerir hana svo mjúka og bragðgóða er þykka ab mjólkin...
Trylltir kornflexbitar með hnetusmjöri og súkkulaði
Þessir sælgætisbitar slá allt út. Ég gerði þá fyrst fyrir mörgum árum síðan og í hvert sinn sem ég geri þá klárast þeir upp til agna. Þá skiptir ekki máli hvort það sé fyrir afmæli, saumaklúbb, föstudagskaffi í vinnunni eða bara fyrir okkur heima að njóta. Ótrúlega einfaldir í gerð og tilvalið að gera með...
Gratíneruð ýsa með bragðmikilli fetaostssósu
Gratíneraðir fiskréttir hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Góð sósa er auðvitað lykilatriði og bráðinn osturinn til þess að toppa allt. Þessi réttur er reglulega góður og alls ekki flókinn í gerð. Fullkominn fyrir alla fjölskylduna og uppskriftin er stór svo það er jafnvel hægt að frysta afgangana til að eiga síðar eða...
Enskar rúsínuskonsur & lemon curd
Það er eitthvað svo breskt og fallegt við skonsur og lemon curd. Alveg fullkomið að bera þetta fram með góðu tei síðdegis á rigningardegi. Eða sólskinsdegi, eða bara alla daga? Þetta lemon curd er einfalt í gerð en það þarf smá natni við upphitunina, ef það er ekki gætt að hitastigin gætum við endað með...
Teriyaki kjúklingur með hvítlauk og engiferi
Þessir bráðeinföldu kjúklingaleggir eru alveg ótrúlega bragðgóðir og fullorðnir jafnt sem börn þykja þeir góðir. Ég mæli með því að bera þá fram með hrísgrjónum og jafnvel einföldu salati. Einnig er hægt að sjóða aðeins marineringuna og bera fram sem sósu. Ég segi að hann sé fljótlegur því vinnan í kringum þetta og aðaltíminn fer...