Í ár er fyrsti bolludagurinn eftir að uppgötvaðist að ég væri með eggjaofnæmi. Ég hef alltaf verið mikill aðdáandi vatnsdeigsbolla og vorkenndi mér því svakalega að geta ekki lengur fengið svoleiðis. Ég hafði séð einhverjar gerdeigsbollu uppskriftir án eggja en í minningu minni voru gerdeigsbollur þurrar og óspennandi – hálfpartinn eins og brauðbollur með rjóma...
Recipe Category: Barnvænt
Hollar Snickerskúlur með þremur innihaldsefnum
Þessar dásamlega uppskrift af karamellukúlum með salthnetufyllingu kemur frá henni Önnu Rut okkar og innihalda einungis þrjú hráefni, eru ofureinfaldar í gerð og bragðast dásamlega. Hollar Snickerskúlur 20 steinlausar döðlur, t.d. frá Himneskri hollustu 1 bolli salthnetur 150g dökkt súkkulaði, t.d. Konsum suðusúkkulaði frá Nóa Síríus Látið döðlurnar liggja í bleyti í köldu vatni...
Nostalgísk blómkálssúpa með eplum og beikonbitum
Blómkálssúpa vekur einhverja hluta vegna um smá nostalgíu hjá mér og á þessum árstíma finnst mér það hreinlega þurfa að hafa blómkálssúpu í matinn og þá helst með nýbökuðu brauði hafi maður tíma fyrir það. Þrátt fyrir að klassíska blómkálssúpan standi ávallt fyrir sínu að þá er nú alltaf skemmtilegt að prufa nýjar uppskriftir og...
Jólaleg kanilskúffukaka með kaffikremi
Mig fer alltaf að langa í þessa dásamlegu kanilskúffuköku þegar jólin nálgast enda hefur þessi kaka verið kölluð jólaskúffukaka á mínu heimili. Uppskriftin er bæði fljótleg og sáraeinföld og passar ótrúlega vel að skella í eina svona til að gæða sér á í jólastússinu. Eftir að ég greindist með eggjaofnæmi hefur þessi uppskrift komist í...
Hafraklattar sem maður getur ekki hætt að hugsa um!
Ég hreinlega elska góðar hafraklatta og finnst ég einhvernveginn ná bakstri og hollustu í einu þegar ég geri þá. Auðvitað eru uppskriftirnar mishollar, nú eða góðar en þessi er í hollara lagi og bragðið er dásamlegt. Í þeim er ekki hveiti heldur haframjölshveiti sem ofureinfalt er að gera. Súkkulaðinu smá gjarnan skipta út fyrir rúsínur...
Heimabökuð kanillengja með súkkulaðiglassúr og möndluflögum + gjafaleikur
Að þessu sinni er komið að uppskrift sem ætti að vekja mikla lukku hjá lesendum GulurRauðurGrænn&salt. Uppskrift af kanillengju með súkkulaðiglassúr og möndluflögum sem er hættulega góð og þú vilt alls ekki baka nema þú eigir von á gestum. Fyrir okkur kaffielskendur er gott bakkelsi fullkomnað með góðu kaffi og þá er nauðsynlegt að eiga...
Tælenskur chilíkjúklingur á 10 mínútum
Tælensk matargerð er í miklu uppáhaldi hjá mér og þessi tælenski chilíkjúklingaréttur er minn besti vinur á virkum kvöldum, þegar tíminn er af skornum skammti. Hann er ofureinfaldur í gerð og tekur einungis 10 mínútur í undirbúningi og bragðast ó-svo-vel. Tælenski chilíkjúklingurinn Fá hráefni og einfaldur í gerð Omnomm Tælenskur chilíkjúklingur 2 msk...
Ofurnachos með sætkartöflum, bræddum mozzarella og öðru gúmmelaði
Einstaka sinnum smellur allt í eldhúsinu og útkoman verður eitthvað sem allir heimilismeðlimir eru sammála um að hafi verið fullkomið “success”. Það gerðist í þessu tilfelli með þessari uppskrift af þessu meinholla og ótrúlega ofurnachosi sem samanstendur af ofnbökuðum sætkartöflum, bræddum mozzarellaosti, toppað með blönduðu grænmeti og sýrðum rjóma. Létt máltíð og Ó-SVO-GÓÐ sem ég...
Frábær fiskréttur í rjómasósu með grænmeti og fetaosti
Jæja er þá ekki kominn tími á góðan fiskrétt sem er hollur en samt smá “gúrm”? ‘Þennan rétt er einfalt að gera og í raun hægt að nota það grænmeti sem til er í ískápnum hverju sinni og nýta þannig það sem þið eigið nú þegar. Verið óhrædd við það. Fiskréttinn er hægt gera bæði...
Heimsins besti hafragrautur með hindberjum og kókosmjólk
Það er holl og góð leið að starta deginum með hafragraut og undanfarið hafa komið hinar ýmsu útgáfur af honum sem gleður grautamanneskjulover eins og mig. Ofnbakaði hafragrauturinn með ferskum jarðaberjum hefur verið í miklu uppáhaldi en eftir að ég uppgötvaði þennan hafragraut með hindberjum og kókosmjólk að þá hefur samkeppnin harðnað. Uppskriftin kemur frá matarbloggurunum...
Sumarleg bláberja- og sítrónukaka með glassúr
Nú er liðið á seinni hluta sumars sem þýðir þó ekki að sumarið sé búið og um að gera að halda áfram að njóta alls þess sem okkar dásamlega land hefur upp á að bjóða. Framundan er skemmtilegur tími berjatínslunnar sem gefur okkur íslendingum aftur kost á því að eignast fersk bláber í sæmilegu magni...
Kanilsnúðar á 30 mínútum
Jæja krakkar mínir, nú ætlum við aðeins að lyfta okkur upp. Ekki veitir af í þessu veðri sem dynur á okkur og virðist engan endi ætla að taka. Best að misnota aðstöðu mína og auglýsa hér með eftir sumrinu! En nóg um það, enn frekari ástæða til að baka og á dögunum gerðum ég og...
Fléttubrauð
Þetta brauð kemst klárlega inn á topp 5 listann yfir bestu brauðin. Dásamlega mjúkt og bragðgott fléttubrauð sem er ofureinfalt í gerð og vekur svo sannarlega lukku viðstaddra. Svo skemmir ekki fyrir hvað það verður fagurt! Fléttubrauð 5 tsk þurrger 5 dl ylvolgt vatn, ekki meir en 37 gráður á celsíus 2 tsk salt 1...
Silungur með spínati og kókosmjólk
Silungur með spínati, kókos og sætri kartöflu Silungur og sætar kartöflur eru ekki bara lík á litinn heldur er ást og samlyndi með þeim í matargerð á við bestu hjónabönd. Hér hvílir silungurinn á spínatbeði þegar kartaflan kemur og þekur hann, síðan sjá sósan og hitinn um að líma allt saman. Kókosmjólkin og karrímaukið...
Heimsins bestu kanilsnúðar
Um daginn bakaði ég þessa kanilsnúða í fyrsta sinn og sagði frá því á instagram síðu GulurRauðurGrænn& salt að mér hefði verið lofað því að þetta væri uppskriftin af heimsins bestu kanilsnúðum. Ég sagði að ef þeir stæðust væntingar myndu þeir að sjálfsögðu rata inn á síðuna og viti menn…taddarraraaaa, hér eru þeir mættir: Heimsins bestu kanilsnúðar. Heimsins...
Fimm stjörnu wok í ostrusósu
Það er langt síðan ég hef komið með uppskrift af góðum “styr fry” rétti en þannig uppskriftir eru einmitt í miklu uppáhaldi þar sem þær taka ekki langan tíma og í rauninni hægt að nota það sem fyrirfinnst í ísskápnum hverju sinni. Þið sem eigið ekki sherrý að þá má sleppa því stigi, en það...
Kanilsnúðamánar
Þessa dásemd gerði ég þegar rigningin og rokið var upp á sitt besta og ég þurfti sárlega á smá “comfort-food” að halda. Þá skellti ég í þessa og viti menn það svínvirkaði og fljótlega stytti upp. Þessir snúðar eru skemmtilegir, öðruvísi, dásamlegir og bragðgóðir. Það er svo algjört smekksatriði hversu mikið af kanilsykri þið stráið...
Austurlensk kjúklingasúpa með kókosmjólk og chilí
Á þessum dimmu dögum er fátt betra en að gæða sér á góðri súpu og ekki verra ef hún er litrík, því litirnir hafa jákvæð áhrif á okkur. Þessi austurlenska kjúklingasúpa er bæði heilnæm, holl og bragðmikil og er að auki sérstaklega einföld í gerð. Í hana er notað chilímauk og fyrir þá sem vilja...