Í þennan rétt er tilvalið að nota það sem til er í ísskápnum hverju sinni.
Recipe Category: <span>Barnvænt</span>
Ostaslaufur sem svíkja engan
Ostaslaufur er eitt það brauðmeti sem hefur verið hvað vinsælast í bakaríum landsins um árabil. Og svo auðvitað í brauðbörum í matvöruverslunum. Verst bara hvað þær eru í raun dýrar! Málið er að það er ekkert mál að gera þær heima og geyma svo í frystinum fyrir krakkana. Alveg gráupplagt að taka með í nesti...
Granóla með hlynsírópi og pekanhnetum
Að gera sitt eigið granóla er ótrúlega auðvelt og að sjálfsögðu alltaf miklu betra en það sem við kaupum í búðinni. Það er hægt að leika sér með innihald, taka eitthvað út og bæta í ef maður er með góðan grunn. Þessi uppskrift er auðveld en auk þess er hún vegan og lífræn svo hún...
Smjördeigssnúðar með grænu pestói og kryddfeta
Þessir snúðar eru alveg ótrúlega einfaldir og lygilega góðir. Þeir eru fullkominn fingramatur og henta því vel á veisluborðið. Þetta eru ekki nema 4 hráefni sem þarf að kaupa og eru tilbúnir á örskotsstundu. Færsla unnin af Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu á Bolungarvík
Fljótlegt mexíkóskt lasagna
Mexíkóskt lasagna er einn af þeim réttum sem vinsælastir eru á mínu heimili. Það tekur enga stund að henda í kjötsósuna og setja það saman og öllum þykir það jafn gott. Með fersku salati, sýrðum rjóma og nachos er þetta orðið að veislumáltíð! Færsla unnin af Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurbú á Bolungarvík
Vegan heilhveitimúffur með bönunum og valhnetum
Nú þegar Veganúar er að klárast er ekki úr vegi að enda hann með stæl. Það verður æ algengara að baka vegan bakkelsi því það er í raun sáraeinfalt að skipta út hráefnum eða jafnvel bara sleppa með góðum árangri. Þessar múffur eru einstaklega mjúkar og bragðgóðar og þær eru án allra dýraafurða. Þær henta...
Keto Amerískar pönnukökur með bláberjum og sykurlausu sírópi
Mér finnast amerískar pönnukökur alltaf svo ótrúlega góðar og fátt eins gott á helgarmorgni með rjúkandi heitum kaffibolla. Þessa uppskrift hef ég þróað og betrumbætt í örugglega hátt í 5 ár og er svona mín “go to” uppskrift. Þær eru ótrúlega góðar og halda sér vel en það eru örfá atriði sem þarf að huga...
Eðla með rjómaosti, salsasósu og allskonar grænmeti
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes.
Litrík smoothie skál með þykkri ab mjólk
Eftir góða jólahátíð sem var uppfull af dásamlegum veislumat er gott að gæða sér á einhverju léttu og næringarríku. Þessi smoothie skál er ótrúlega einföld og stútfull af góðri næringu. Það er hægt að skipta út hráefnum fyrir eitthvað annað sem ykkur líkar betur, hægt að leika sér með þetta fram og til baka. ...
Allra besti Toblerone ísinn
Þessi uppskrift af Toblerone ís er sú allra besta sem ég hef prófað. Ætli það séu ekki svona 10 ár síðan ég gerði hana fyrst og án undantekninga er ég beðin um uppskriftina. Ég held að ástæðan sé tvíþætt. Annars vegar nota ég eggjahvíturnar líka og stífþeyti þær og hræri varlega saman við ísblönduna í...
Klassískt Riz a l’amande
Þessi klassíski jólaeftirréttur á ættir sínar að rekja til Danmerkur og samanstendur af köldum sætum hrísgrjónagraut sem blandaður er saman við þeyttan rjóma, vanillu og möndlur. Margir eiga “sína” útgáfu og þessi er mín uppáhalds útfærsla. Ég nota hér Örnu rjómann og nýmjólkina en Örnu vörurnar fara töluvert betur í maga fjölskyldunnar auk þess sem...
Kryddaðar jólakleinur
Það eru nú ekki allir sem leggja í að steikja kleinur en það er í raun mikil synd því kleinubakstur er alls ekki flókinn og það er bara fátt eins gott og rjúkandi heitar kleinur. Vissulega er kleinuhefðin rík á Íslandi og margir hafa sterka skoðun á því hvernig þær eiga að vera. Kardimommur eða...
Klassískar Bollakökur
Guðdómlega mjúkar bollakökur sem henta vel við ýmis tilefni. Þetta er sú uppskrift sem ég hef stuðst við í mörg ár og klikkar aldrei. Þetta krem slær í gegn hver sem það fer, en fyrir þá sem vilja alls ekki kaffi má setja 1 msk af rjóma í staðin.
Hjónabandssæla með döðlumauki
Ég er mikill aðdáandi hjónabandssælu enda hreinlega elska ég allt sem inniheldur hafra. Þessi hjónabandssæla er hinsvegar aðeins öðruvísi en þessi hefðbundna en fer þó ekkert allt of langt frá henni. Döðlur passa fullkomlega með höfrunum og satt best að segja fattar enginn að þessi dásemd er vegan. Ég nota líka blöndu af cristallino og...
Köngulóar hrekkjavökukökur
Þessar bollakökur eru sígildar, mjúk súkkulaðikaka með bragðgóðu smjörkremi. Þær eru ansi frábrugðnar Ljónshjartakökunum þar sem ég nota meðal annars AB mjólk frá Örnu í kökurnar en ég nota hana í mjög margar uppskriftir. Með henni verða kökur mýkri og lyfta sér betur. Smjörkremið er vissulega hefðbundið en ég nota hér smjörlíki með smjörinu því...