Risotto er einn af mínum uppáhaldsréttum, ótrúlega einfalt í gerð og er tekur alls ekki eins mikinn tíma og maður gæti haldið. Það er hægt að leika sér endalaust með hráefnin þó svo í grunninn séu þetta bara hrísgrjón og soð. Þessi uppskrift er með þeim einfaldari, ferskir sveppir með mozzarella, hvítvíni og steinselju. Ef...
Recipe Category: <span>Bloggarar</span>
Hjónabandssæla með döðlumauki
Ég er mikill aðdáandi hjónabandssælu enda hreinlega elska ég allt sem inniheldur hafra. Þessi hjónabandssæla er hinsvegar aðeins öðruvísi en þessi hefðbundna en fer þó ekkert allt of langt frá henni. Döðlur passa fullkomlega með höfrunum og satt best að segja fattar enginn að þessi dásemd er vegan. Ég nota líka blöndu af cristallino og...
Smjörsteikt Langa í Kentucky búningi
Við Íslendingar erum svo heppnir að geta gengið inn í fiskbúð og keypt ferskar fiskafurðir. Við ættum í raun að vera duglegri við að prófa okkur áfram í mismunandi fiskréttum. Þú lesandi góður ert á réttum stað til að gera nákvæmlega það. Þessi fiskréttur mun taka bragðlaukana þína í skemmtilegt ferðalag ! Hægt er að...
Köngulóar hrekkjavökukökur
Þessar bollakökur eru sígildar, mjúk súkkulaðikaka með bragðgóðu smjörkremi. Þær eru ansi frábrugðnar Ljónshjartakökunum þar sem ég nota meðal annars AB mjólk frá Örnu í kökurnar en ég nota hana í mjög margar uppskriftir. Með henni verða kökur mýkri og lyfta sér betur. Smjörkremið er vissulega hefðbundið en ég nota hér smjörlíki með smjörinu því...
Lambahryggur með gráðosta- og döðlufyllingu
Lambahrygg þekkjum við flest sem hátíðarmat. Hér er hann í skemmtilegri útgáfu sem fær bragðlaukana í ferðalag. Sætar döðlur á móti gráðosti er svipuð blanda og ísköld mjólk með volgri skúffuköku. Verði ykkur að góðu :) Við mælum með að para hrygginn með : Rótargrænmeti Sætkartöflumús Bakaðri kartöflu Piparkornasósu Sveppasósu Hægt er að fylgjast...
Bananabrauð með höfrum og kanil
Það eru mýmargar uppskriftir til af bananabrauðum og fer það bara eftir smekk hvaða útgáfa okkur þykir best. Mér finnst þessi uppskrift sem ég ætla að gefa ykkur hér ein af þeim bestu. Hafrarnir fara mjög vel saman með bönununum og kanillinn setur punktinn yfir i-ið. Og alveg spari strái ég söxuðum pekanhnetum yfir og...
Piparostabrauð
Þetta brauð þarf ekkert að útskýra. Það er bara dásamlega himneskt, einfalt í gerð, passar með öllu – hvort sem er með mat eða bara á brunch borðið. Fá hráefni og ekkert vesen. Leiðbeiningarnar kunna að líta út fyrir að vera flóknar en það er nú alls ekki allt sem sýnist! Piparosturinn er bæði settur...
Kjúklingalasagna sem allir elska
Þessi réttur sló heldur betur í gegn í matarboði fyrir nokkru síðan. Virkilega bragðgóður og skemmtilegur réttur sem allir viðstaddir, hvort sem er börn eða fullorðnir fengu ekki nóg af. Það er líka svo þægilegt við þennan rétt að ég notaði kjötið af einum heilum kjúkling. Það væri vel hægt að kaupa tilbúinn kjúkling til...
Köld fetaídýfa með grilluðu osta crostini
Þessi kalda fetaostsídýfa er svo einföld og ótrúlega góð. Sítrónan og dillið passa sérlega vel með fetaostinum og það gerir mjög mikið að toppa með ferskri agúrku og söxuðum kirsuberjatómötum. Grillaða crostinið passar svo fullkomlega með en einnig er gott að hafa saltkex eða annað ostakex með. Jafnvel dýfa grissini brauðstöngum í, það má allt...
Norður afrískt Shakshuka
Margir segja að Shakshuka sé hinn fullkomni morgunverður en hvað er það samt? Shakshuka þýðir “blanda” eða “blanda af einhverju” á arabísku. Þetta er blanda af heitu grænmeti, gjarnan lauk, papriku og tómötum ásamt nokkrum góðum kryddum sem steikt er á pönnu. Yfir heita grænmetið sem verður að einhverju dásamlegu mauki eru svo sett egg...
Ljónshjartakökur
Í gær hitti ég marga ótrúlega flotta krakka á smá matreiðslunámskeiði sem félagið Ljónshjarta stóð fyrir. Ljónshjarta eru samtök til stuðnings yngra fólks sem misst hefur maka og börn þeirra. Þau standa fyrir allskonar flottum viðburðum fyrir félagsmenn sína og hittumst við semsagt í gær og elduðum og bökuðum saman. Þar sem ég er svona...
Íslenskar pönnukökur með jarðarberjafyllingu og ferskum jarðarberjum
Rjómafylltar pönnukökur hafa verið bornar á borð af íslenskum húsmæðrum í tugi ára, ef ekki yfir öld bara. Það eru allskonar útgáfur til en jafnan eru þær fylltar með þeyttum rjóma og sultu og brotnar saman. Þessi útgáfa er aðeins önnur en heldur þó í sín íslensku einkenni. Klassískar íslenskar pönnukökur en nú með jarðarberjafyllingu...
Litrík pizza með vegan áleggi
Það elska lang flestir góðar pítsur og það sem gerir þær að mínu mati góðar er osturinn númer eitt, tvö og þrjú. Það hefur hingað til verið frekar erfitt að finna almennilegan vegan ost sem bráðnar vel og bragðast sömuleiðis vel. Vegan Deli ostarnir eru snilld á pítsurnar og bráðna vel. Um daginn setti ég...
Besti hummusinn sem passar með öllu
Ég er mjög hrifin af hummus og get sett hann á allt, yfir salöt, í samlokur, vefjur, nota sem ídýfur og ég veit ekki hvað og hvað. Margir eiga sína útgáfu og það er vel. Sumir hafa miklar meiningar með það hvaða baunir maður notar, úr dós eða þurrar sem hafa verið lagðar í bleyti...
Hnetubitar með kókos og möndlusmjöri
Þessir bitar eru bara alveg útúr þessum heimi góðir! Það er smá dúll að græja þá en alveg fullkomlega þess virði. Uppskriftin er frekar stór, gott er að skera bitana frekar smærra því þeir eru ansi saðsamir og eru líka eins og gott konfekt. Uppskriftin er byggð á frægu snickerskökunni hennar Ebbu Guðnýjar með smá...
Belgískar vöfflur með saltkaramellu, rjóma og hindberjum
Ég hef alltaf verið mikið fyrir vöfflur og baka þær nokkrum sinnum í mánuði. Oftast baka ég þessar hefðbundnu íslensku en mér þykir mjög gott að breyta aðeins til og baka þá gjarnan belgískar. Þessar þykku, stökkar að utan en mjúkar og flöffí að innan. Algjörlega guðdómlegar í þessari útgáfu með einföldustu og bestu saltkaramellusósu...
Súkkulaði – Kahlua jógúrt terta
Þessi dásamlega terta sló algerlega í gegn þegar ég bauð upp á hana í vinnunni. Veit ekki hversu margar beiðnir um uppskrift ég fékk auk þess sem “hvað er eiginlega í þessu Valla” heyrðist alveg nokkrum sinnum. Hún er alls ekki flókin og þarf ekki að baka. Hún er laktósafrí og því betri í marga...