Af því að ostakökur eru hreinlega bestar varð ég að gera vegan útgáfu af New York ostaköku. Þær eru gjarnan bakaðar en ég vildi þó hafa þessa hráa. New York ostakökurnar frægu eru í grunninn vanillufylling á stökkum kexbotni sem ber keim af kanil. Yfir hana er gjarnan hellt jarðarberjasósu og borin fram með jarðarberjum....
Recipe Category: <span>Bloggarar</span>
Bragðmiklar og einfaldar Madras naan snittur
Þessar snittur eru ofur einfaldar en jafnframt mjög bragðgóðar og smart á veisluborðið. Þær henta grænmetisætum vel þar sem þær innihalda ekkert kjöt. Við styttum okkur leið með dásamlegu Patak’s naan brauðunum og kryddmauki frá Patak’s. Þessar verðið þið að prófa!
Heitt kartöflusalat með beikoni og fetaosti
Þetta dásamlega og haustlega kartöflusalat er tilbrigði við þýska útgáfu af kartöflusalati. Þessi réttur getur vel staðið einn og sér sem smáréttur en einnig dásamlegt meðlæti. Nú eru allar verslanir stútfullar af nýjum íslenskum kartöflum og því skræli ég t.d ekki kartöflurnar í þennan rétt. Dressingin passar ótrúlega vel saman við kartöflurnar og fetaosturinn frá...
Gerlaust heilhveitibrauð með höfrum og sesam
Þetta brauð er alveg ótrúlega einfalt og það þarf ekkert annað en innihaldsefnin, skál og sleif. Enga hrærivél og ekkert að hefa. Dásamlegt að bjóða upp á þetta brauð í helgar morgunmatinn og passar einnig vel í nestisboxin. Það er vel hægt að frysta það og taka út sneiðar eftir þörfum og hita upp í...
Fljótleg vegan súkkulaðimús með þeyttum hafrarjóma
Þessi er ansi langt frá gamla pakkabúðingnum sem við þekkjum mörg en hann er ekki mikið flóknari samt! Örfá hráefni og smá tími er allt sem þarf. Það er alveg ótrúlegt hvað er hægt að gera með chia fræjum og haframjólk nefnilega. Svo styttum við okkur enn leið og notum súkkulaði haframjólk, hversu mikil snilld!...
Algjörlega trufluð vegan snickers ostakaka
Ostakökur eru bara bestar. Það er mín skoðun allavega en það þarf ekkert að vera ostur í henni. Hljómar skrítið en það er hægt að gera dásamlegustu ostakökur í vegan útgáfu og þessi er það svo sannarlega. Snickers er líka best og mér fannst því alveg þjóðráð að blanda þessu saman. Þessi kaka er hinsvegar...
Djúsí ostafyllt naan brauð með hvítlaukssmjöri
Þessi naan brauðs uppskrift hefur fylgt mér í mörg, mörg ár og hún stendur alltaf fyrir sínu. Hérna er ég hinsvegar búin að fylla þau með mozzarellaosti með hvítlauk og það færir brauðin alveg upp á annað stig. Þvílíkt og annað eins gúrm! Það má vel borða þau bara eins og sér en vissulega eru...
Frosin mangó margaríta
Það er fátt sumarlegra en frosnir kokkteilar eða margarítur. Tekíla og límónur koma oftast við sögu þegar kemur að margarítum en hérna er ég með ljóst romm, mangó og sítrónur. Sérlega góð blanda og virkilega fersk. Mér til aðstoðar nota ég My smoothie með Mangó og það kemur virkilega á óvart. Ég gríp þessa drykki...
Vítamínbomba – orkusafi með rauðrófum og gulrótum
Safarnir frá Beutelsbacher eru algjörlega í uppáhaldi á mínu heimili og mig langaði að gefa ykkur “uppskrift” af mínum uppáhalds drykk. Þetta eru bara 3 hráefni og svosem engin uppskrift. Ég gríp í þennan þegar ég er eitthvað óróleg í maganum og jafnvel smá bjúguð. Hann gefur góða orku og því þarf glasið ekkert að...
Ensk kókosterta með sultu og rabarbara jógúrtrjóma
Þessi kaka hefur verið í fjölskyldunni minni í áratugi en amma mín bakaði þessa köku mjög reglulega. Í minningunni var hún allavega alltaf til undir kökuhjálmi á eldhúsbekknum. Botnarnir eru þéttir og minna á enskar te kökur. Amma setti alltaf bara sultu en ég ákvað hérna að bæta við rabarbarajógúrtrjóma. En það er ágæt viðbót...
Fersk skyrkaka með lemon curd og bláberjum
Það fer fátt betur með bláberjum en sítrónur og hérna parast þetta saman í geggjuðum desert. Þessi skyrkaka er mjög einföld og frískleg og hentar sérlega vel í grillveislur t.d. Í kökuna nota ég Örnu Skyrið með bláberjum í botninum, það er alveg sérlega gott eitt og sér en hentar einnig í kökur sem þessar....
Buffalo kjúklingastrimlar með fetaosta dressingu og frönskum
Þegar ég gekk með son minn fyrir rúmum 4 árum þá fékk ég algjört æði fyrir buffalo sósu og setti hana bókstaflega á allt. Síðan þá hef ég alltaf haldið upp á allt með þessari sósu og reyni að koma henni fyrir á sem flestum stöðum. Heimagerðir kjúklingastrimlar eru ótrúlega auðveldir í gerð og eru...
Mjúk karamellu skúffa með flöffí karamellusmjörkremi
Allt með karamellu er gott. Ef það hefur farið framhjá einhverjum þá er ég mjög mikill aðdáandi alls sem karamella er í. Þessi kaka er sannarlega engin undantekning. Það er einfalt að skella í hana og engin flókin hráefni eða aðferð. Og það er alveg ljóst að skúffukökur þurfa alls ekki að vera súkkulaðibotn og...
Vegan mini pavlovur með karamellu, þeyttum hafrarjóma og berjum
Hvort sem þú velur að sneiða hjá dýraafurðum eða ert með ofnæmi eða óþol þá eru þessar vegan pavlovur svarið við marengs ástinni. Þær eru léttar, stökkar og Oatly hafrarjóminn gerir þær svo djúsí. Með ferskum berjum og vegan karamellusósu er þetta hinn fullkomni sumareftirréttur. Marengsinn er úr aquafaba eða kjúklingabaunasafa og lykilatriðið er að...
Vegan gulrótarköku muffins með pekanhnetum
Þessar muffins eru ótrúlega auðveldar og þægilegar. Þær eru vegan og henta því einnig mörgum með ofnæmi eða óþol. Það er hægt að frysta þær og taka út eftir þörfum og skella í nestisboxið. Í þeim eru pekanhnetur en það má skipta þeim út fyrir aðrar hnetur eða hreinlega bara sleppa þeim. Í kökunum er...
Korma vefjur með lambi og jógúrtsósu
Þessar vefjur eru algjörlega guðdómlegar og taka enga stund að setja saman. Mér finnst lamb passa alveg sérlega vel með indverskri korma sósu og því lá beinast við að nota það kjöt. Vissulega er hægt að setja hvaða grænmeti á vefjuna sem við eigum og okkur hugnast best, ég átti þetta til og ákvað að...
Lífrænar kornflexkökur með heimagerðu súkkulaði
Það er leikur einn að gera sitt eigið súkkulaði frá grunni ef við erum með réttu hráefnin. Þetta er sérlega auðvelt og hægt er að bæta öllu mögulegu saman við. Hér setti ég lífrænt kornflex saman við súkkulaðið og toppaði með ristuðum sesamfræjum. Algjört sælgæti!
“Allt nema beyglan” ostahorn með pepperóní
Everything but the bagel kryddblandan er ein af mínum uppáhalds. Beyglur með þessu kryddi eru auðvitað mjög góðar en það er hægt að nota þessa blöndu á og í allskonar annað. Mig langaði í einhver góð ostahorn og því alveg gráupplagt að smella þessu saman. Ég nota hérna hreina mozzarella ostinn frá Örnu. Hann er...