Forréttir þurfa svo sannarlega ekki að vera tímafrekir og flóknir. Ora hefur staðið jólavaktina með okkur Íslendingum í áratugi og hér er engin undantekning gerð. Humarsúpan frá Ora er alveg lygilega bragðgóð og stendur fyrir sínu ein og sér en svo er hægt að bæta ýmsu sjávarfangi út í til þess að gera hana örlítið...
Recipe Category: <span>fiskur</span>
Ofnbökuð Tikka masala ýsa með rauðlauk og tómötum
Erum við ekki alltaf að reyna að finna eitthvað í kvöldmatinn sem er bæði einfalt og fljótlegt. Þessi fiskréttur er nefnilega hvorutveggja og alveg hrikalega góður. Það tekur enga stund að skella saman hráefnunum og svo eldar þetta sig eiginlega sjálft. Tilbúnu sósurnar frá Patak‘s eru auðvitað algjör snilld þegar við þurfum aðeins að stytta...
Poke skál með marineruðum laxi, edamame baunum og chili mæjó
Poke skálar eru upprunalega frá Hawaii en þær eiga það til að blandast saman við japanska matargerð líkt og sushi. Poke er í raun hrár fiskur skorinn í bita og maríneraður en það þekkist einnig að hafa annað prótín í skálunum. Það er hægt að setja saman sína skál eftir eigin hentisemi og þetta er...
Ljúffengt sjávarrétta risotto með hvítlauks pestó
Risotto er alveg sérlega einfaldur réttur en örlitla þolinmæði þarf til. Það sem er svo skemmtilegt við þennan klassíska ítalska rétt er hversu fjölbreyttar útgáfur er hægt að gera af honum. Grunnurinn er ávallt sá sami, arborio hrísgrjón ásamt góðu soði. Oft er einhverskonar laukur, hvítvín og parmesan einnig hafður með. Þessi útgáfa er ein...
Rjómalagaður pönnufiskur með kartöflum, sveppum og karamellíseruðum lauk
Það er fátt betra en góðir fiskréttir og þessi er með þeim allra bestu. Gefa þarf sér smá tíma til þess að karamellisera laukinn en þess utan er þetta einfaldur réttur sem hentar sérlega vel í miðri viku eða jafnvel í matarboð og bjóða þá upp á gott hvítvín með. Sósan er algert sælgæti og...
Truflað fajitas með tempura risarækjum, mango salsa og chipotle sýrðum rjóma
Það er eitthvað svo sumarlegt og ferskt við taco og fajitas. Það er líka eitthvað svo sérlega skemmtilegt við að bera þetta fram, hvort sem er fyrir fjölskylduna eða í matarboðum. Þá getur hver valið fyrir sig og stjórnað svolítið sínu. Ég er hér með djúpsteiktar risarækjur í tempura sem marineraðar eru í fajitast kryddblöndu....
Grillaðar tandoori risarækjur með kaldri kóríandersósu
Þessi réttur er alveg einstaklega einfaldur og örfá innihaldsefni sem þarf. Einungis þarf að gera ráð fyrir tíma fyrir marineringuna en þess utan tekur rétturinn bara örfáar mínútur að verða tilbúinn. Það er snjallt að bjóða upp á þessar rækjur sem forrétt og það er sérlega auðvelt að margfalda uppskriftina og bjóða upp á fyrir...
Ceviche – smárétturinn sem slær í gegn!
Ceviche er einn af mínum uppáhalds sumarréttum. Rétturinn kemur upprunarlega frá Perú og felst í því að fiskurinn er látinn marinerast í sítrusvökva, en sýran frá vökvanum eldar fiskinn og gefur honum gott bragð.
Gratineraður þorskur með graslauk og stökku beikoni
Fiskur er svo miklu meira en bara soðin ýsa. Hér höfum við þorskhnakka með dassi af rjóma og alveg fullt af osti sem gerir fiskréttinn að algjörum lúxus!
Tælensk laxasnilld með tahini límónusalati
Þessi fiskréttur er minn uppáhalds enda endurspeglar hann matargerð sem ég elska mest. Einfaldur og hollur, fallegir litir og sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana. Þennan verðið þið að prufa.