Þessi uppskrift er háheilög í minni fjölskyldu og hefur verið í áratugi. Móðir mín kenndi mér að útbúa þennan forrétt og móðir hennar kenndi henni. Þessi samsetning af aspasi og rækjum kann að virðast fremur sérstök en trúið mér, það er fátt betra í þessum heimi. Þær eru bara gerðar einu sinni á ári í...
Recipe Category: <span>Forréttur</span>
Hátíðleg humarsúpa með þeyttum rjóma og hvítlauksristuðum risarækjum
Forréttir þurfa svo sannarlega ekki að vera tímafrekir og flóknir. Ora hefur staðið jólavaktina með okkur Íslendingum í áratugi og hér er engin undantekning gerð. Humarsúpan frá Ora er alveg lygilega bragðgóð og stendur fyrir sínu ein og sér en svo er hægt að bæta ýmsu sjávarfangi út í til þess að gera hana örlítið...
Stórkostleg Hrekkjavöku ostakúla með mexíkósku ívafi
Nú erum við stödd í miðjum Ostóber og Hrekkjavakan er á næsta leyti. Sú hefð hefur skapast hjá mörgum að bjóða vinum og fjölskyldu í partý af því tilefni og veitingarnar eru þá hafðar í anda hátíðarinnar. Þessi ostakúla er alveg stórkostleg, hún er einföld og alveg ótrúlega bragðgóð. Nokkrar tegundir af góðum ostum og...
Poke skál með marineruðum laxi, edamame baunum og chili mæjó
Poke skálar eru upprunalega frá Hawaii en þær eiga það til að blandast saman við japanska matargerð líkt og sushi. Poke er í raun hrár fiskur skorinn í bita og maríneraður en það þekkist einnig að hafa annað prótín í skálunum. Það er hægt að setja saman sína skál eftir eigin hentisemi og þetta er...
Ljúffengt sjávarrétta risotto með hvítlauks pestó
Risotto er alveg sérlega einfaldur réttur en örlitla þolinmæði þarf til. Það sem er svo skemmtilegt við þennan klassíska ítalska rétt er hversu fjölbreyttar útgáfur er hægt að gera af honum. Grunnurinn er ávallt sá sami, arborio hrísgrjón ásamt góðu soði. Oft er einhverskonar laukur, hvítvín og parmesan einnig hafður með. Þessi útgáfa er ein...
Ofurhollt súpernachos hlaðið allskyns góðgæti
Súper nachos er eitthvað sem ég tengi við bistro kaffihúsin í gamla daga. Það var hægt að fá allskonar útgáfur af þessum rétti og yfirleitt voru það djúpsteiktar nachos flögur hlaðnar osti, salsa og allskyns gúmmelaði. Ég er búin að vera með einhverja nostalgíu cravings í svona flögur en ákvað að prófa að gera þennan...
Grillaðar tandoori risarækjur með kaldri kóríandersósu
Þessi réttur er alveg einstaklega einfaldur og örfá innihaldsefni sem þarf. Einungis þarf að gera ráð fyrir tíma fyrir marineringuna en þess utan tekur rétturinn bara örfáar mínútur að verða tilbúinn. Það er snjallt að bjóða upp á þessar rækjur sem forrétt og það er sérlega auðvelt að margfalda uppskriftina og bjóða upp á fyrir...
Taílenskt regnbogasalat með trylltri dressingu
Þetta salat er svo dásamlegt, stútfullt af næringu og það er sérlega þægilegt að getað sleppt einhverjum af innihaldsefnunum eða skipt þeim út. Áherslan er lögð á sem flesta liti og dressingin setur punktinn yfir i-ið. Hún í senn sölt og sæt, ásamt því að hafa þetta unaðslega umami bragð. Ég nota rauða karrý maukið...
Ljúffengar & litríkar vegan bruschettur á tvenna vegu
Bruschettur eru sérlega einfaldar í gerð og hægt að útbúa þær á fjölbreytta vegu. Það er hægt að aðlaga þær að smekk hvers og eins og lítið mál að vegan væða þær. Hér er ég með klassískt baguette brauð sem ég sker skáhallt í sneiðar. Ristaðar á grillpönnu með gæða ólífuolíu og toppaðar með tveimur...
Heit tacoídýfa með cheddar, spínati & mexíkóskum kryddosti
Já halló! Eurovison tímabilið hafið og þessi ídýfa er nákvæmlega það sem þú þarft í partýið. Ótrúlega einfalt að henda henni saman og hita upp í ofninum. Svo má bara dýfa hversu sem ykkur dettur í hug í fatið. Ídýfan samanstendur af allskonar dásamlegum ostum, kryddum og söxuðu spínati sem gerir svo mikið! Hér nota...
Litríkur ostaplatti undir ítölskum áhrifum
Ostaplattar eru sérlega fallegir á veisluborðið og hægt að setja á þá allt sem hugurinn girnist. Það er snjallt að bæta ostabakka á veisluborðið ásamt öðrum veitingum og auðvelt að stækka þá eða minnka eftir stærð veislu og fjölda veislugesta hvort sem um ræðir fermingar-, útskriftar eða afmælisveislu. Hér raða ég saman fjölbreyttu úrvali af...
Dásamleg ofnbökuð taco ídýfa með nautahakki, svörtum baunum og cheddar
Heitar ídýfur sem gratíneraðar eru í ofni eru bara eitt það allra besta sem til er. Þær henta alveg frábærlega í saumaklúbbinn, kósíkvöldið eða júróvisjón partýið. Þessi ídýfa er alls ekki flókin, er bragð og matarmikil og ég ber hana hérna fram með uppáhalds flögunum mínum, Finn Crisp með cheddar osta bragði. Þessar flögur eru...
Bragðmikil pizza með hvítlauks risarækjum og sterkum ítölskum osti
Þessi bragðmikla pizza er algjörlega fullkomin eftir góða vinnuviku. Hún er einföld en samt fáguð og hráefnin fá að njóta sín í botn. Pizzasósan er einungis plómutómatar sem eru bragðbættir eru með sjávarsalti og klassíski Pizzaosturinn frá MS leikur stórt hlutverk ásamt Sterku ítölsku ostablöndunni sem nýlega kom í verslanir. Toppað með snöggsteiktum risarækjum sem...
Litlar smjördeigsbökur með feta, skalottlauk, sveppum og timian
Þessar litlu smjördeigsbökur eru dásamlegar litlar bragðsprengjur sem gaman og fallegt er að bera fram sem forrétt. Skalottlaukurinn er mýktur á pönnu með blaðlauk og hvítlauk. Saxaðir sveppir og timian með ásamt balsamediki og sojasósu gera þessa blöndu einstaklega góða bökuð á smjördeigi með rifnum mozzarella og fetaosti. Ég er hérna með minni bökur sem...