Glútenlausa hrökkkexið frá Nairn‘s er alveg nýtt uppáhald hjá mér en það stökkt og létt í sér og passar ljómandi vel með allskonar góðum salötum og ostum. Það hentar sérlega vel þeim sem þurfa að sneiða hjá glúteni og óhætt er fyrir fólk með celiac sjúkdóm að njóta þess. Hrökkkexið er líka vegan og mig...
Recipe Category: <span>Hádegismatur</span>
Próteinríkur hafraþeytingur
Íslensk kjötsúpa á 5 mínútum
Nú er þorrinn nýhafinn og við sem elskum ekki beint súrmat en langar í eitthvað fljótlegt og þjóðlegt getum skellt í þessa súpu í staðinn. Hérna nota ég íslensku kjötsúpuna frá Ora til viðbótar við afganga sem ég átti til og úr varð þessi veislumáltíð. Ég átti afgang af lambakjöti og ákvað að nota það...
Grísk skál með marineruðum kjúklingi, avocadosalati og tzatziki jógúrtsósu
Matarmikil salöt hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér og þetta er líklega í efstu þremur sætunum. Grísk matargerð er svo dásamleg, fersk, einföld hráefni og góð krydd. Það tekur ekki langan tíma að græja þetta salat og enn styttri tíma ef kjúklingurinn er tilbúinn í marineringunni þegar á að baka hann. Ég nota...
Hátíðlegar Aspas og rækju tartalettur
Þessi uppskrift er háheilög í minni fjölskyldu og hefur verið í áratugi. Móðir mín kenndi mér að útbúa þennan forrétt og móðir hennar kenndi henni. Þessi samsetning af aspasi og rækjum kann að virðast fremur sérstök en trúið mér, það er fátt betra í þessum heimi. Þær eru bara gerðar einu sinni á ári í...
Hátíðleg humarsúpa með þeyttum rjóma og hvítlauksristuðum risarækjum
Forréttir þurfa svo sannarlega ekki að vera tímafrekir og flóknir. Ora hefur staðið jólavaktina með okkur Íslendingum í áratugi og hér er engin undantekning gerð. Humarsúpan frá Ora er alveg lygilega bragðgóð og stendur fyrir sínu ein og sér en svo er hægt að bæta ýmsu sjávarfangi út í til þess að gera hana örlítið...
Lífrænir hafrabitar með eplum, kanil og bláberja kompott
Okkur vantar oft hugmyndir af einhverju næringarríku og fljótlegu. Þessir bitar eru alveg ótrúlega einfaldir og það tekur enga stund að útbúa þá. Þeir eru sérlega góðir í nestiboxið eða á morgunverðarborðið. Þeir geymast vel í loftþéttu boxi í kæli, eru lífrænir, hveitilausir og fara einstaklega vel í maga. Þeir eru ekki dísætir en það...
Ferskar og fljótlegar satay kjúklingavefjur
Það verður allt svo dásamlegt sem sett er inn í vefjur og þessar eru engin undantekning. Sósurnar frá Blue dragon koma með asískt yfirbragð í matseldina og Satay sósan frá þeim er sjúklega góð og hægt að nota á fjölbreyttan hátt. Ég nota hana almennt mikið í kjúklingarétti en hérna ákvað ég að útbúa vefjur...
Poke skál með marineruðum laxi, edamame baunum og chili mæjó
Poke skálar eru upprunalega frá Hawaii en þær eiga það til að blandast saman við japanska matargerð líkt og sushi. Poke er í raun hrár fiskur skorinn í bita og maríneraður en það þekkist einnig að hafa annað prótín í skálunum. Það er hægt að setja saman sína skál eftir eigin hentisemi og þetta er...
Haustlegar bláberjaskonsur með ekta vanillu
Já ég segi það bara, haustið er handan við hornið og nóg af bláberjum að fá þetta árið. Allavega á vissum svæðum landsins. Þessar skonsur eru dásamlegar á bragðið og alveg tilvalið að nota íslensk nýtínd bláber í þær. Ég átti því miður bara erlend en það kemur klárlega ekki að sök. Skonsurnar eru vegan...
Linguine alla Puttanesca – pastaréttur gleðikonunnar!
Þessi réttur er gömul ítölsk klassík sem á rætur sínar að rekja til Napólí. Sósan samanstendur af tómötum, ansjósum, svörtum ólífum, kapers, hvítlauk, chili auk steinselju og oregano. Það tekur mjög skamman tíma að skella í þennan pastarétt og sósan fær að malla á meðan pastað sýður. Sósan er bragðmikil þrátt fyrir að innihalda ekki...
Guðdómlegar og gómsætar einfaldar ostabrauðbollur
Þessar bollur eru bara með þeim allra einföldustu og ég baka þær mjög reglulega. Þær eru vegan og henta því mjög mörgum með ýmis konar óþol og ofnæmi. Þær eru alveg dásamlegar á morgunverðarborðið, brunchinn, í nestisboxið og svo frystast þær líka mjög vel. Uppskriftin er miðlungs stór myndi ég segja og gera 28-30 stk....
Bragðmikið bakað Mac n’ cheese með brauðrasp toppi
Vegan ostar hafa reynst mis góðir og eiginlega leitun að almennilegum jurtaostum. Nú datt ég niður á þessar ostsneiðar, annars vegar með mexíkóbragði og hinsvegar Applewood sem er reykt útgáfa. Og ég er svo gapandi hissa, þeir bráðna ótrúlega vel og klumpast ekkert og bragðið er bara virkilega gott. Koma þvílíkt skemmtilega á óvart og...
Lambaspjót undir grískum áhrifum
Lambaspjótin frá Norðslenska eru tilbúin á grillið og slá í gegn. Það er hægt að bera þau fram með meðlæti að eigin vali en hér er rétturinn undir grískum áhrifum.
Grillaðar tandoori risarækjur með kaldri kóríandersósu
Þessi réttur er alveg einstaklega einfaldur og örfá innihaldsefni sem þarf. Einungis þarf að gera ráð fyrir tíma fyrir marineringuna en þess utan tekur rétturinn bara örfáar mínútur að verða tilbúinn. Það er snjallt að bjóða upp á þessar rækjur sem forrétt og það er sérlega auðvelt að margfalda uppskriftina og bjóða upp á fyrir...
Taílenskt regnbogasalat með trylltri dressingu
Þetta salat er svo dásamlegt, stútfullt af næringu og það er sérlega þægilegt að getað sleppt einhverjum af innihaldsefnunum eða skipt þeim út. Áherslan er lögð á sem flesta liti og dressingin setur punktinn yfir i-ið. Hún í senn sölt og sæt, ásamt því að hafa þetta unaðslega umami bragð. Ég nota rauða karrý maukið...
Ljúffengar & litríkar vegan bruschettur á tvenna vegu
Bruschettur eru sérlega einfaldar í gerð og hægt að útbúa þær á fjölbreytta vegu. Það er hægt að aðlaga þær að smekk hvers og eins og lítið mál að vegan væða þær. Hér er ég með klassískt baguette brauð sem ég sker skáhallt í sneiðar. Ristaðar á grillpönnu með gæða ólífuolíu og toppaðar með tveimur...
Bragðmikill vegan borgari með nachos, mexíkóskum osti og sriracha mayo
Nei sko halló! Þessi borgari er algjörlega truflaður, bragðmikill, ferskur, með fersku grænmeti, krönsi og þeim allra besta vegan osti sem ég hef smakkað. Vegan Mexicana slices vegan osturinn bráðnar mjög vel og hentar því sérlega vel í grillaðar samlokur, hamborgara, á pítsur eða ofnrétti. Ég ákvað að nota hann hérna á borgara því það...