Þessi kaka er algjört æði, hún er samt meira morgunverður en kaka en ég meina, hversu geggjað er að getað bara borðað köku í morgunmat? Það er auðveldlega hægt að skipta út hráefnum og aðlaga hana að eigin smekk. Minnka eða auka sykurmagn, setja aðrar hnetur í staðinn fyrir möndlurnar o.s.frv. Ég mæli líka með...
Recipe Category: <span>Hádegismatur</span>
Cappuccino skyrskál með granóla, jarðarberjum og súkkulaði
Skyrskálar hafa verið mjög vinsælar undanfarin misseri og skal engan undra. Þetta er bráðhollur, næringarríkur og fjölbreyttur matur sem hægt er að aðlaga að hverjum og einum. Þessi skyrskál á sér systur á vinsælum skyrbar og er sú skál líklega ein af mínum uppáhalds. Hún er svolítið fullorðins, með töluverðu magni af kaffi en þá...
Einfalt lasagna með spínati, linsum, rauðu pestói og sólþurrkuðum tómötum
Lasagna er einmitt svona matur sem gott er að útbúa á kaldasta tíma ársins. Frábært að eiga tilbúið lasagna í frysti og hita upp eftir þörfum og það er hægt að nota hvað sem er í fyllinguna, fer bara eftir ísskápa status hverju sinni. Grunnurinn er yfirleitt svipaður en svo skipti ég út grænmeti og...
Bakaður hafragrautur með eplum, kanil og möndlum
Allt með höfrum er gott. Ég stend bara og fell með þeirri yfirlýsingu. Þessi bakaði hafragrautur er einn af mínum uppáhalds útgáfum, það vill líka svo til að hann er lífrænn og vegan! Þetta eru ekki mörg hráefni sem þarf og það þarf ekki einu sinni skál til þess að hræra í, öllu er blandað...
Næringarrík skyrskál með berjum, chia, hampfræjum og möndlusmjöri
Skyrskálar eru alveg framúrskarandi morgunverður eða jafnvel hádegis- eða kvöldverður. Það er hægt að setja hvað sem er saman við og ofan á, allt eftir smekk hvers og eins. Þessi skyrskál er í einfaldari kantinum en grunnurinn er einungis hreint skyr frá Örnu, með viðbættu örlitlu af sykurlausu hlynsírópi og chia fræjum. Ofan á setti...
Bragðmikil rjómalöguð mexíkósk grænmetissúpa
Nú er komið að súputímanum en ég finn að ég sæki frekar í matarmiklar súpur þegar haustið hellist yfir okkur. Hver lægðin á fætur annarri, rok, rigning og kertaljós. Þessi grænmetissúpa er af mexíkóskum ættum og ekki ósvipuð mexíkósku kjúklingasúpunni sem við þekkjum flest en það er smá tvist í þessari. Í hana set ég...
Gerlaust heilhveitibrauð með höfrum og sesam
Þetta brauð er alveg ótrúlega einfalt og það þarf ekkert annað en innihaldsefnin, skál og sleif. Enga hrærivél og ekkert að hefa. Dásamlegt að bjóða upp á þetta brauð í helgar morgunmatinn og passar einnig vel í nestisboxin. Það er vel hægt að frysta það og taka út sneiðar eftir þörfum og hita upp í...
Korma vefjur með lambi og jógúrtsósu
Þessar vefjur eru algjörlega guðdómlegar og taka enga stund að setja saman. Mér finnst lamb passa alveg sérlega vel með indverskri korma sósu og því lá beinast við að nota það kjöt. Vissulega er hægt að setja hvaða grænmeti á vefjuna sem við eigum og okkur hugnast best, ég átti þetta til og ákvað að...
“Allt nema beyglan” ostahorn með pepperóní
Everything but the bagel kryddblandan er ein af mínum uppáhalds. Beyglur með þessu kryddi eru auðvitað mjög góðar en það er hægt að nota þessa blöndu á og í allskonar annað. Mig langaði í einhver góð ostahorn og því alveg gráupplagt að smella þessu saman. Ég nota hérna hreina mozzarella ostinn frá Örnu. Hann er...
Grænmetisgratín með rjómalagaðri hvítlauksostasósu
Þessi réttur er alveg frábær einn og sér með góðu ristuðu brauði eða sem meðlæti. Hvítlauksostarnir gefa réttinum góða fyllingu ásamt því að gefa honum dásamlegt bragð. Það er snjallt að nýta það grænmeti sem til er í ísskápnum og ekkert heilagt að fylgja uppskriftinni nákvæmlega hvað það varðar. Ég miða við að grænmetið fylli...
Stórgóðar skonsur með pipar mozzarella og beikoni
Mér finnast skonsur alltaf svo góðar. Hægt að hafa þær sætar eða ósætar og endalaust hægt að finna upp nýjar samsetningar í innihald þeirra. Þessar eru alveg sérlega góðar, bragðmiklar, stökkar að utan en mjúkar að innan með góðu magni af osti og beikoni. Ekkert sem gæti klikkað. Frábærar einar og sér með smjöri eða...
Tælenskur hummus með rauðu karríi & kókos
Það eru til óendanlega margar útgáfur af hummus. Vissulega kemur hummus upphaflega frá Mið-austurlöndum en hummus þýðir einfaldlega “kjúklingabaun”. Það kemur þó ekki í veg fyrir að það sé hægt að prófa sig áfram með krydd og útfærslur. Þessi uppskrift hér er líklega ansi langt frá upprunanum en kemur alveg lygilega vel á óvart. Bragðmikill...
Litríkt salat með dumplings og japanskri dressingu
Hér er á ferðinni alveg ótrúlega einfaldur og fljótlegur réttur. Hentar vel sem forréttur eða léttur kvöldverður. Frá Itsu er hægt að kaupa tilbúna dumplings og það tekur enga stund að hita þá upp. Hægt er að sjóða þá og steikja en ég er persónulega hrifnari af þeim steiktum. Dressingin setur svo punktinn yfir i-ið....
Allra bestu amerísku pönnukökurnar
Ég elska amerískar pönnukökur og býð jafnt upp á þær með kaffinu eða með brönsinum. Og jafnvel í kvöldmat ef ég dett í það að hafa bröns í kvöldmat, en það er sérlega vinsælt á mínu heimili. Þessi uppskrift er sérlega einföld og lítið vesen. Bara skál og pískur, ekkert að þeyta neinar eggjahvítur eða...
Bláberjabomba með chia og möndlusmjöri
Það er svo gott að blanda sér smá búst í hádegismat eða sem millimál. Það er auðvitað mjög mikilvægt að það sé næg næring í svona skyrbústi og það er svo sannarlega nóg af henni hér. Dásamlega góða bláberjaskyrið frá Örnu ásamt bláberjum, hindberjum, chiafræjum og möndlusmjöri gerir þetta einfalda búst að sannkallaðri bombu.
Dásamlega djúsí vegan aspasstykki
Þið kannist eflaust flest við aspasstykkin úr ónefndri bakarískeðju. Löðrandi ostur, aspas, skinka og krydd. Hér er ég búin að veganvæða þessa dásemd. Nota hér bestu vegan smurosta sem þú getur fengið, hlutlaust mat auðvitað! Oatly græni er með gúrku og hvítlauk og ég nota hann með Oatly pamacken sem er hreinn smurostur. Með nóg...