Þessi kaka er fullkomin fyrir alla kaffiunnendur. Bökuð í ílöngu formi eins og kryddbrauð en með silkimjúku smjörkremi og kakódufti. Dúnmjúk og bragðgóð með áberandi góðu kaffibragði. Döðlusírópið gefur kökunni mýkt og örlítið karamellubragð.
Recipe Category: <span>Kaka</span>
Smákökur með pekanhnetum, dökku súkkulaði og sjávarsalti
Þessar kökur eru algjörlega ómótstæðilegar. Í þeim er leynihráefni sem gerir þær ótrúlega mjúkar að innan. Ég nota í þær kókos og möndlusmjörið frá Rapunzel sem gefur einstakt bragð og áferð.
Himnesk súkkulaðiterta með ekta súkkulaðikremi
Súkkulaðitertur geta verið eins ólíkar og þær eru margar. Sum bæta við sultu, bönunum eða karamellu til dæmis í fyllinguna, þær geta verið með ríkjandi vanillubragð, kakóbragð eða jafnvel piparmyntu. Í ljósari kantinum eða dökkar, með smjörkremi eða ganache jafnvel. Þær eiga þó það sameiginlegt að alltaf eru þær vinsælar, hvort sem er hjá börnunum...
Sítrónu & vanilluskúffa með bökuðu marengs kremi
Þessi dásamlega bragðgóða kaka er tilbrigði við lemon tart sem er líklega einn besti eftirréttur sem ég veit. Hér er ekkert lemon curd en sítrónubragðið er þess í stað í kökunni sjálfri. Kakan verður extra mjúk með blöndu af jurtaolíu í stað smjörs. Einnig nota ég gríska jógúrt en hún gerir kökuna einnig ótrúlega djúsí....
Banoffee marengsbomba á þremum hæðum
Ein af mínum uppáhalds kökum eða eftirréttum er Banoffee pie. Það er dásamleg blanda af kexbotni, karamellu, þeyttum rjóma, bönunum og smá rifið súkkulaði á toppinn. Mig langaði að prófa að gera einhvers konar marengsútgáfu af því og heppnaðist hún ótrúlega vel. Passar sérlega vel á veisluborðið og nú þegar páskarnir eru framundan og fermingar...
Dásamlegt eplapie með hafrakrönsi
Eplapie eru alltaf klassískur eftirréttur og hentar líka mjög vel í saumaklúbba og afmæli. Þessi útgáfa er alveg sérlega góð og djúsí. Ég mæli auðvitað með því að bera hana fram með rjóma eða ís. Það er lítið mál að gera hana vegan en þá þarf bara að skipta smjörinu út fyrir vegan smjör. ...
Kanilsnúðar með vanillukremi
Ég mæli með að setja flórsykur yfir snúðana eða leyfa krökkunum að skreyta þá með glassúr.
Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes
Vegan bollur með þeyttum hafrarjóma og hlynsíróps gljáa
Þessar bollur eru ofur einfaldar í gerð og taka ekki langan tíma. Ég set bæði malaðar kardimommur og kardimommudropa í deigið og finnst það gera mjög mikið. Ég pensla þær síðan með hlynsírópi og þá kemur fallegur gljái á þær auk þess sem þær verða enn betri á bragðið. Ég er hér með þrenns konar...
Himnesk eplakaka með kaniltoppi og glassúr
Í einfaldleika sínum eru eplakökur eitt það besta bakkelsi sem ég veit um. Fljótlegar, fá hráefni og yfirleitt eru hráefnin til. Þessi kaka er ein sú allra besta sem ég hef gert, mjúk og bragðgóð. Í þessari er grísk jógúrt og ég held að hún geri gæfumuninn. Ég notaði grísku jógúrtina frá Örnu en mér...
Prótein pönnukökur með himneskri jógúrtsósu
Nýr og spennandi valkostur frá Kötlu fyrir fólk sem hugsar um heilsuna. Prótein pönnukökurnar eru án viðbætts sykurs og innihalda hágæða mysuprótein.
Piparmyntu pavlova með hvítum súkkulaðirjóma
Fyrir jól voru ég og Örn Andrésson matreiðslumeistari og landsliðskokkur fengin til leika listir sínar saman í eldhúsinu og töfra fram þriggja rétta hátíðarkvöldverð í þættinum Matur og Heimili á Hringbraut. Þessi dásamlega pavlova var mitt framlag.
Lagtertan hennar ömmu – gamalt fjölskylduleyndarmál
Þessi uppskrift hefur verið í fjölskyldu mannsins míns í tugi ára. Að mínu mati er hún sú allra, allra besta og ef það er bara ein uppskrift sem ég myndi baka fyrir jólin væri það þessi. Hún er hrærð og í grunninn sú sama fyrir ljósa tertu og brúna. Ég geri alltaf nóg svo ég...