Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes
Recipe Category: <span>Partý</span>
Vegan kjúklingabaunabollur með chili snakki
Ég er mjög hrifin af öllu sem kjúklingabaunir eru í og þessar bollur eru engin undantekning. Númer eitt, tvö og þrjú myndi ég segja að væru falafel bollur en þessar eru alls ekki síðri. Ég nota í þær Eat real snakk sem er dásamlegt eitt og sér eða dýft í góðan hummus (sem við erum...
Kjúklinga- brauðsalat með fetaosti, vínberjum og karrý
Ertu komin/n með leið á túnfiskssalati og rækjusalati? Elskar samt majó og djúsí brauðsalöt? Þetta er alveg fullkomið salat á brauð og einfalt og fljótlegt í gerð. Kjúklingur og karrí er auðvitað sígild tvenna en að viðbættum vínberjum, maís og fetaosti í samfloti með majónesi og grískri jógúrt verða til einhverjir töfrar. Ég nota kjöt...
Gyoza dumplings með bestu sósu í heimi
Itsu eru japanskir veitingastaðir sem þekktir eru fyrir fljótlegan og ferskan mat. Þeir bjóða meðal annars upp á gyoza sem eru japanskir dumplings en það eru nokkurs konar “koddar” gerðir úr deigi fylltir með ólíkum fyllingum. Itsu er nú farnir að selja þessa dásamlegu dumplings í matvöruverslunum og nú loksins fáanlegir á Íslandi. Ég nota...
Teriyaki kjúklingur með hvítlauk og engiferi
Þessir bráðeinföldu kjúklingaleggir eru alveg ótrúlega bragðgóðir og fullorðnir jafnt sem börn þykja þeir góðir. Ég mæli með því að bera þá fram með hrísgrjónum og jafnvel einföldu salati. Einnig er hægt að sjóða aðeins marineringuna og bera fram sem sósu. Ég segi að hann sé fljótlegur því vinnan í kringum þetta og aðaltíminn fer...
Naan pizza með tandoori kjúklingabaunum og grænmeti
Ég er alltaf að reyna að auka neyslu á grænmetisréttum en það er auðvitað algert skilyrði að þeir séu bragðmiklir og jafnvel smá djúsí. Það skemmir alls ekki fyrir ef það er fljótlegt að útbúa réttinn. Þessi er einn af þeim. Bragðgott tilbúið naanbrauð frá Pataks í grunninn sem búið er að hlaða á mozzarellaosti,...
Smjördeigssnúðar með grænu pestói og kryddfeta
Þessir snúðar eru alveg ótrúlega einfaldir og lygilega góðir. Þeir eru fullkominn fingramatur og henta því vel á veisluborðið. Þetta eru ekki nema 4 hráefni sem þarf að kaupa og eru tilbúnir á örskotsstundu. Færsla unnin af Völlu í samstarfi við Örnu, mjólkurvinnslu á Bolungarvík
Keto pizza með chorizo, klettasalati og parmesan
Á nýju ári fara margir í að endurskoða mataræðið sitt. Keto hefur verið mjög vinsælt undanfarin misseri en þar er leitast við að hafa sem allra minnst af kolvetnum, prótein í meðallagi og mest af fitu eða um 70% af heild. Í gegnum tíðina hef ég prófað allskonar lágkolvetna pizzubotna en ég fer alltaf í...
Eðla með rjómaosti, salsasósu og allskonar grænmeti
Þessi færsla er unnin í samstarfi við Innnes.
Allra besti Toblerone ísinn
Þessi uppskrift af Toblerone ís er sú allra besta sem ég hef prófað. Ætli það séu ekki svona 10 ár síðan ég gerði hana fyrst og án undantekninga er ég beðin um uppskriftina. Ég held að ástæðan sé tvíþætt. Annars vegar nota ég eggjahvíturnar líka og stífþeyti þær og hræri varlega saman við ísblönduna í...
Crème Brulèe
Creme Brulee hefur um árabil verið einn vinsælasti eftirréttur heims. Það vex mörgum í augum að útbúa hann en hann er í raun og sanni ekki svo flókinn. Ef þið lesið vel og fylgið nokkrum einföldum leiðbeiningum munu þið uppskera þessa dásemd. Sem er meira að segja hægt að útbúa með góðum fyrirvara og geyma...
Klassískt Riz a l’amande
Þessi klassíski jólaeftirréttur á ættir sínar að rekja til Danmerkur og samanstendur af köldum sætum hrísgrjónagraut sem blandaður er saman við þeyttan rjóma, vanillu og möndlur. Margir eiga “sína” útgáfu og þessi er mín uppáhalds útfærsla. Ég nota hér Örnu rjómann og nýmjólkina en Örnu vörurnar fara töluvert betur í maga fjölskyldunnar auk þess sem...